Fréttablaðið - 10.03.2023, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 10.03.2023, Blaðsíða 23
Það hefur fátt gengið upp hjá enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham undanfarið. Ljóst er að liðið vinnur engan titil á þessu tímabili og eru stuðn- ingsmenn margir hverjir orðnir pirraðir á stöðunni. Hjálmar Örn Jóhannsson er einn þekktasti stuðnings- maður Tottenham á Íslandi og telur hann breytinga þörf. helgifannar@frettabladid.is FÓTBOLTI Það varð ljóst á mið- vikudag að Tottenham myndi ekki vinna titil á þessari leiktíð, fimm- tánda árið í röð. Þá féll liðið úr leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir leik gegn AC Milan. Ítalirnir unnu fyrri leikinn 1-0 og nægði því markalaust jafntef li í Lundúnum á miðvikudag liðinu til að komast í 8-liða úrslit. „Þetta var allt andlaust. Það skipti engu máli hvar það var. Stuðnings- menn og leikmenn, ég hef aldrei séð svona litla stemningu yfir neinu. Þetta var allt ömurlegt í alla staði og til skammar,“ segir Hjálmar Örn Jóhannsson, einn harðasti Totten- ham-stuðningsmaður landsins, um frammistöðu sinna manna gegn Milan. Komið gott hjá Conte Antonio Conte er við stjórnvölinn hjá Tottenham. Liðið situr í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar en er dottið úr öllum öðrum keppnum. Undir stjórn Conte þykir það spila leiðinlegan fótbolta, þrátt fyrir gæðaleikmenn í mörgum stöðum. „Eins mikið og maður var bjart- sýnn fyrst þegar Conte tók við, þetta væri maður sem gæti snúið við leikjum sem við værum vanir að tapa, hefur þetta bara koðnað niður í einhverja vitleysu. Ég veit ekki lengur hvað er að,“ segir Hjálmar. Í síðustu viku féll Tottenham úr leik í enska bikarnum með tapi gegn B-deildarliðinu Sheff ield United. „Ég var reiðari yfir tapinu gegn Sheffield United heldur en eftir leikinn við Milan. Þá sauð á mér. Þú átt bara að mæta með sterkasta liðið þitt og ef menn eru svona þreyttir er hægt að taka þá út af í hálf leik.“ Conte tók við sem stjóri Totten- ham haustið 2021 en samningur hans rennur út í sumar. „Ég er einn af þeim sem verja þessa þjálfara fram í rauðan dauð- ann. Þeir eru oft að fá leikmenn sem þeir vilja ekki endilega. Ég vona alltaf að menn séu fag- legir í því sem þeir gera og vilji klára tímabilið með reisn. En því miður held ég að það eina rétta í stöðunni sé að láta hann fjúka strax og ná í nýjan.“ Vill meiri léttleika Hjálmar telur að Tottenham þurfi að hverfa aftur til þess tíma þegar liðið lék skemmtilegan fótbolta, þó svo að það skili ekki endilega titlum í massavís. „Þannig var þetta á níunda og tíunda áratugnum. Samt voru bik- arúrslit og alls konar.“ Hann nefnir að hann væri til í að ráða Michael Carrick sem næsta knattspyrnustjóra, en hann hefur vakið athygli með Middlesbrough á tímabilinu. „Kannski þurfa stuðningsmenn Tottenham að fara að átta sig á því að við erum bara með lið sem er að berjast um fjórða til sjötta sæti. Að við séum ekki að fara að berjast um neina titla. Michael Carrick spilar fallegan bolta og ég held að hann sé algjör- lega málið.“ Myndi skilja Kane vel Það er ekki til að hugga stuðnings- menn Tottenham að nágrannarnir og erkifjendurnir, Arsenal, eru að gera stórkostlega hluti. Liðið er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fimm stiga forskot. „Það sýnir mér að það er ljós við enda ganganna. Ef Arsenal, sem klúðraði þessu algjörlega í fyrra, getur snúið þessu svona við á einu tímabili sýnir það mér að það er allt hægt. Ég verð líka að hrósa stjórninni hjá Arsenal fyrir að hafa stutt við bakið á Mikel Arteta. Eitthvað sáu þeir.“ Stjórn Tottenham, með Daniel Levy í fararbroddi, segir Hjálmar að hugsi meira um að búa til peninga. „Honum er skítsama um einhver úrslit, þannig séð. Hann vill auð- vitað að liðið sé í Meistaradeildinni en gerir samt alltaf allt á eins ódýran hátt og hægt er. Það er ekki alltaf hægt að skeina sér með eldhús- þurrku. Stundum þarftu bara að fara og kaupa lamba-klósettpappír.“ Harry Kane, stjarna Totten- ham og dáðasti leikmaður liðsins, verður samningslaus eftir næstu leiktíð. Hann hefur verið orðaður við brottför. „Ég myndi ekki vera neitt fúll út í hann. Ég held að allir stuðnings- menn Tottenham myndu skilja hann 100%. Það gæti líka bara orðið gott fyrir klúbbinn, alla aðila. Stundum er það svoleiðis,“ segir skemmtikrafturinn og sam- félagsmiðlastjarnan Hjálmar Örn Jóhannsson. n Tottenham hefur ekki unnið titil frá því liðið varð deildabikarmeist- ari árið 2008. Kannski þurfa stuðn- ingsmenn Tottenham að fara að átta sig á því að við erum bara með lið sem er að berjast um fjórða til sjötta sæti. Hjálmar Örn Jóhannsson, skemmtikraftur og samfélags- miðlastjarna aron@frettabladid.is HANDBOLTI Íslenska landsliðið á mögulega á hættu að missa af topp- sæti síns riðils í undankeppni EM eftir skell gegn Tékklandi á útivelli. Efsta sæti riðilsins er mikilvægt upp á dráttinn fyrir lokakeppnina. Íslenska karlalandsliðið í hand- bolta hefur verið mikið í umræð- unni síðan liðið féll úr leik í milli- riðlum HM í janúar. Svarið við döprum árangri landsliðsins var að semja um starfslok við þáverandi landsliðsþjálfara, Guðmund Guð- mundsson, en hrakfarir landsliðsins héldu áfram á miðvikudag er liðið lá í valnum gegn Tékkum í undan- keppni EM. Tékkarnir unnu leikinn með fimm marka mun, sóknarleikur íslenska landsliðsins komst aldrei á flug og muna menn vart eftir slakari frammistöðu landsliðsins. Liðin mætast öðru sinni á sunnu- daginn og þá í Laugardalshöll. Möguleikar Íslands á efsta sæti rið- ilsins eru enn til staðar. Strákarnir okkar sitja sem stendur í 2. sæti rið- ilsins með fjögur stig eftir þrjá leiki, tveimur stigum á eftir Tékklandi sem er enn með fullt hús stiga, með tveimur stigum meira. Til þess að strákarnir okkar nái að hrifsa til sín efsta sæti riðilsins á nýjan leik verður liðið að vinna með sama mun og Tékkarnir unnu þá með, eða meiri. Með öðrum orðum vinna með fimm eða fleiri marka mun. Þegar talið verður upp úr pokan- um og allir leikir riðilsins afstaðnir verður fyrst litið til fjölda stiga þegar horft er á stöðuna. Fari svo að liðin í efstu tveimur sætunum séu jöfn að stigum verður horft til stigafjölda þeirra í innbyrðis viðureignum. Séu liðin með jafnmörg stig í innbyrðis viðureignum sínum verður horft til markahlutfalls þeirra liða í inn- byrðis leikjum þeirra. Sé enn og aftur allt jafnt á þeim tölum verður horft til fjölda skor- aðra marka þeirra í innbyrðis leikj- unum og að lokum markahlutfalls liðanna í riðlakeppninni í heild sinni ef þurfa þykir. Efsta sæti riðilsins skiptir máli þegar dregið verður í riðla fyrir EM sem fram fer í Þýskalandi á næsta ári þar sem litið verður til fyrri úrslita þegar skipt verður í styrkleika- flokka. n Þurfa að brúa bilið eftir afhroð í fyrri leiknum Aron Pálmarsson er fyrirliði íslenska landsliðsins MYND/HSÍ Óska eftir manni með vinnuvélaréttindi Looking for a man with a machine exam Óska einnig eftir smið í vinnu eða manni sem hefur unnið við smíðar. Upplýsingar í síma 893 5374 nybyggd@gmail.com Nudd Nudd Nudd Slökunarnudd í miðbæ Reykjarvíkur. Lausir tímar. Sími 694 7881, Janna. GEFÐU VATN gjofsemgefur.is 9O7 2OO3 Enn eitt titlalaust ár og breytinga er þörf í hvíta hluta Norður-Lundúna Það er ansi ólíklegt að Antonio Conte verði knattspyrnustjóri Tottenham mikið lengur. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FRÉTTABLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR 1510. MARS 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.