Fréttablaðið - 11.03.2023, Page 2
Þetta er afskræming
tungumálsins í skjóli
rétttrúnaðar.
Njörður P.
Njarðvík,
prófessor
emeritus
Mótmæltu fjársvelti
Stúdentar í Háskóla Íslands efndu í gær til mótmælagöngu frá Háskólatorgi að Ráðherrabústaðnum, þar sem Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og
Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra var afhent samantekt um undirfjármögnun skólans. „Það er tímabært að stjórnvöld sinni lögbundinni skyldu sinni og
fjármagni opinbera háskólamenntun sem skyldi,“ segir stúdentaráð HÍ. Fréttablaðið/Ernir
Menntaskólinn við Sund
hefur lagt af orðið starfs-
mannafundur er starfsmenn
koma saman. Slíkir fundir
kallast starfsfólksfundir.
bth@frettabladid.is
Skólamál Ákvörðun um að breyta
nafni starfsmannafunda í Mennta-
skólanum við Sund í starfsfólks-
fundi fær misjafnar undirtektir.
Hjá MS fengust þær upplýsingar
að um væri að ræða sömu breytingu
og að tala frekar um öll velkomin í
stað þess að ávarpa alla velkomna.
Þetta væri gert til þess að engin
væru skilin út undan. Skoðanir um
málið væru þó skiptar í kennara-
liðinu.
Njörður P. Njarðvík, prófessor
emeritus, lýsir lítilli hrifningu með
að orðið starfsmannafundur þyki
ekki lengur tækt.
„Ég spyr: Eru þá engir starfs-
menn lengur við þennan skóla?“
segir Njörður. „Þetta er afskræming
tungumálsins í skjóli rétttrúnaðar.“
Í grein sem Njörður ritaði í Frétta-
blaðið fyrir stuttu benti hann á
að orðið maður er heiti á tegund
spendýra og tekur til karlmanna,
kvenna, barna, trans fólks og kyn-
leysingja.
„Þegar við segjum: allir velkomn-
ir, tekur það til allra sem tilheyra
þessari tegund án vísunar til sér-
staks kyns,“ skrifaði Njörður í grein
sinni og benti einnig á að á Íslandi
gæti kona verið herra ef hún situr í
ríkisstjórn.
„Ég held að menn þurfi að reyna
að átta sig á því hvað orðið maður
þýðir.“
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor
emeritus, hafði ekki heyrt af því að
stofnanir landsins væru að banna
orðið starfsmannafundur. Hann
segist styðja breytinguna og skilur
rót breytinganna. Málið sé þó ekki
alveg einfalt.
„Almennt skil ég þessa tilhneig-
ingu að fólk reyni að komast hjá því
að nota samsetninguna „maður“ af
því að orðið tengist karlmönnum
óneitanlega mikið í hugum fólks,“
segir Eiríkur. Þá telur hann til bóta í
þessu samhengi að orðið starfsfólk
sé fullkomlega viðurkennt.
Að sögn Eiríks er hins vegar sá
galli á gjöf Njarðar að í mörgum
tilvikum er ekki til eintöluorð sem
leysir af hólmi orðið maður. Hann
spyr hvaða orð komi í staðinn
fyrir einn starfsmann. Þá sé starfs-
mannafundur óneitanlega þjálla
orð en starfsfólksfundur.
„Það kemur þarna upp svolítið
leiðinlegur samhljóðaklasi,“ segir
Eiríkur en bendir einnig á að það
eigi við um mörg önnur orð. n
Umdeild orðalagsbreyting
sögð afskræming á íslensku
Skiptar skoðanir eru meðal kennara Menntaskólans við Sund um að ekki
megi lengur boða til starfsmannafunda. Fréttablaðið/Ernir
Vissir þú að
fæst á 204 stöðum á
höfuðborgarsvæðinu?
Kynntu þér dreifinguna á:
www.frettabladid.is/stodsidur/dreifing
kristinnhaukur@frettabladid.is
neytendur Willum Þór Þórsson
heilbrigðisráðherra segir það gríð-
arlegt hagsmunamál fyrir þjóðina
að það komist á samningar milli
Sjúkratrygginga Íslands og sér-
greinalækna.
Samningar hafa verið lausir í
rúm fjögur ár og læknastofur leggja
ógagnsæ komugjöld á sjúklinga
vegna mismunar á kostnaði og
endurgreiðslu.
„Lang varandi samningsleysi
og afleiðingar þess er óviðunandi
ástand sem bitnar á þeim sem
minnst mega sín,“ segir Willum um
stöðuna og hvort ríkisstjórnin hafi
hvata til að semja. „Það er lögð rík
áhersla, bæði hér í ráðuneytinu og í
ríkisstjórn, á að ná samningum um
þessa mikilvægu þjónustu.“
Willum segir Sjúkratryggingar
Íslands hafa samningsumboðið og
vera með skýr markmið.
„Það eru jákvæð teikn á lofti,
Sjúkratryggingar Íslands og Lækna-
félag Reykjavíkur eru í virku samtali
og ég er bjartsýnn á að yfirstand-
andi viðræður leiði til samninga,
það þarf að gerast sem fyrst.“ n
Rík áhersla á að
ná samningum
Willum Þór
Þórsson, heil-
brigðisráðherra
gar@frettabladid.is
verðlag „Þetta verður bara víta-
hringur ef allir halda áfram að
hækka,“ segir Eva María Jóhanns-
dóttir hjá Dýralæknamiðstöðinni
Grafarholti. Þar var verð á þjón-
ustunni lækkað um 15 prósent um
miðjan febrúar.
Eva María segir dýraeigendur
hafa tekið þessu útspili afar vel enda
leikurinn til þess gerður að hjálpa í
erfiðu árferði. Verðskrá á f lestum
stöðum sé fáránlega há sem skýrist
af launakostnaði.
„Ég skil alveg hringinn sem þetta
fer en ég held að við eigum að lækka
verðið svo f leiri geti komið til að
láta sinna dýrunum sínum áður en
þau lenda í slæmri stöðu,“ segir Eva
María.
Dýraspítali vill fá verðbólguna niður
Eva María Jóhannsdóttir og tíkin
hennar Lóla. Mynd/aðsEnd
Aðspurð segir Eva María ekki hafa
séð aðra dýraspítala fylgja í kjöl-
farið. „Það var reyndar einn sem
hringdi í mig og spurði hvað ég væri
að gera og af hverju ég væri að þessu
en ég hunsaði það bara náttúrlega,“
segir hún og kveðst algjörlega viss
um að það hefði áhrif ef fleiri lækka
verð. „Það er hundrað prósent.“ n
2 fRéttiR FRÉTTABLAÐIÐ 11. mARs 2023
LAUGARDAGUR