Fréttablaðið - 11.03.2023, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 11.03.2023, Blaðsíða 10
© GRAPHIC NEWSHeimildir: OilPrice.com, Radio Free Europe/Radio Liberty, Reuters, The Hill Átökin í Nagornó-Karabak útskýrð Armenía og Aserbaísjan hafa barist um héraðið Nagornó-Karabak í áratugi. Bæði löndin líta á svæðið sem hluta af ríki sínu og á undanförnum árum hafa átök blossað upp á ný, síðast í september árið 2020 og þar á undan árið 2016. A S E R B A Í S J A N Tavush-hérað: 16 létust er mannskæð landamæraátök brutust út 12. júlí 2020. Nagornó-Karabak Báðir aðilar læstir í „köldu stríði“ um þetta svæði e˜ir sex ára stríð sem lauk 1994. Meirihluti íbúa á svæðinu er Armenar. Svæði hertekið af Armenum Víglínan Rússneskar herstöðvar A R M E N Í A Jerevan Bakú 100 km 60 mílur G E O R G Í A R Ú S S L A N D T Y R K L A N D Í R A N Kaspíahaf Stepanakert (óformleg höfuðborg) Sjálfstjórnarlýðveldið Naksjivan (hliðhollt Aserbaísjan) Gyumri Erebuni ARMENÍA: Bar sigur úr býtum í fyrsta Nagornó- Karabak-stríðinu árið 1994 með hernaðaraðstoð Rússa. Hertók svæðið og §utti þangað enn §eiri Armena. Hernámi Armena á svæðum utan Nagornó-Karabak lauk árið 2020 og hafa þeir nú aðeins aðgang að svæðinu í gegnum Lasjin-¨allveginn. ASERBAÍSJAN: Missti bæði Nagornó-Karabak og svæðin sem liggja þar í kring árið 1994. Þjóðir heims viðurkenndu svæðið samt enn sem hluta af Aserbaísjan. Í september árið 2020 hófust átök á ný og hertóku Aserar þá a˜ur svæðin í kringum Nagornó-Karabak með aðstoð Tyrkja. Sendifulltrúi Aserbaísjan var nýlega í heimsókn á Íslandi og ræddi við ráðuneytis- stjóra utanríkisráðuneytisins. Hann telur Íslendinga geta spilað lykilhlutverk í friðar- viðræðum milli Armeníu og Aserbaísjan. helgisteinar@frettabladid.is alþjóðamál Elchin Amirbayov, sér- stakur sendiherra og aðstoðarmaður varaforseta Aserbaísjan, segist vona að Íslendingar geti aðstoðað í friðar- viðræðum milli Armeníu og Aserba- ísjan um Nagornó-Karabaksvæðið. Þjóðirnar tvær hafa deilt um svæðið í marga áratugi og segir Elchin að Evr- ópa þurfi ekki á öðru stríði að halda. Hann segir að ríkisstjórn Aserba- ísjan langi að ná friðarsamkomulagi fyrir árið 2025 og gætu friðargæslu- liðar þá yfirgefið Nagornó-Karabak. Áætlunin felst meðal annars í því að virða landamæri beggja þjóða, afmarka þau og hætta frekara tilkalli til annarra landsvæða. Sendiherrann var í heimsókn á Íslandi í lok febrúar og fundaði meðal annars með Martin Eyjólfs- syni, ráðuneytisstjóra utanríkis- ráðuneytisins. Þeir ræddu meðal annars málefni Lasjin-fjallvegarins, sem tengir Armeníu og héraðið Nagornó-Karabak. „Hugmyndin var að setja okkur í samband við lönd sem gætu haft áhuga á þróun mála á Suður-Kák- asussvæðinu og þar sem íslenski utanríkisráðherrann er nú í tíma- bundnu hlutverki sem forseti ráð- herraráðs Evrópuráðsins þá fannst okkur mikilvægt að skýra afstöðu okkar fyrir ykkur,“ segir Elchin. Hann segir að það sé kominn tími til að efla samskipti og huga að friði fyrir komandi kynslóðir. „Þetta er vissulega mjög f lókið stríð og er búið að dragast í 30 ár, en við erum að segja að nú sé komið nóg.“ Þegar rússneska keisaraveldið féll árið 1918 fengu bæði Armenía og Aserbaísjan að búa til sín eigin landamæri. Ríkin byrjuðu nánast um leið að berjast um Nagornó- Karabak þar sem svæðið var mjög mikilvægt fyrir báðar þjóðir. Þegar löndin voru innlimuð í Sovétríkin var Nagornó-Karabak gert að sjálfstjórnarsvæði innan vébanda Aserbaísjan, þrátt fyrir að meirihluti íbúa þar væru Armenar. Árið 1988 kusu armenskir aðskiln- aðarsinnar í Nagornó-Karabak að yfirgefa Aserbaísjan. Rúmlega 30 þúsund manns létust í sex ára löngu stríði sem lauk árið 1994 með sigri og hertöku Armena á svæðinu. Síðan þá hefur ríkt „kalt stríð“ þar sem herir beggja landa hafa verið staðsettir á víglínu með fram austurhluta Nagornó-Karabak. Þegar átök hófust á ný í septem- ber 2020 valtaði Aserbaísjan yfir armenska herinn með aðstoð tyrk- neskra dróna. Aserbaísjan endur- heimti svæðin í kringum Nagornó- Karabak en Rússar hjálpuðu við að stilla til friðar og sendu friðar- gæsluliða til Nagornó-Karabak. Elchin segir að þrátt fyrir að Ísland sé langt í burtu frá þessum vígvelli hafi þjóðin hagsmuna að gæta þegar kemur að friði. Hann Friður í Kákasus tækifæri fyrir Ísland Elchin Amirbayov, sérstakur sendiherra og aðstoðarmaður varaforseta Aserbaísjan, FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Þetta er vissulega mjög flókið stríð og er búið að dragast í 30 ár, en við erum að segja að nú sé komið nóg. Elchin Amirbayov minnir á öll þau neikvæðu áhrif sem stríðið í Úkraínu hafi haft á umheiminn og ítrekar að það að viðhalda friði sé það besta fyrir allra. „Við viljum einhvers konar alþjóðlega aðkomu að þessari deilu til að tryggja að fólkið á þessu svæði sé öruggt. Leiðin að friði gæti verið erfið en við viljum að minnsta kosti sjá að Armenía og Aserbaísjan geti lifað sem góðir nágrannar.“ n helgisteinar@frettabladid.is afganistan Mohammad Dawood Muzammil, ríkisstjóri Talibana í Balkh-héraði í norðurhluta Afgan- istan, var drepinn í gær í sjálfs- morðssprengjuárás. Sprengingin átti sér stað á skrifstofu ríkisstjórans og segist Íslamska ríkið bera ábyrgð á árásinni. Muzammil er æðsti embættis- maður Talibana sem hefur verið drepinn síðan þeir náðu völdum aftur í Afganistan í hittiðfyrra. Dregið hefur úr bardögum í landinu en Íslamska ríkið viðheldur reglu- legum árásum á liðsmenn Talibana. Zabihullah Mujahid, talsmaður Talibana, segir á Twitter að ríkis- stjórinn hafi verið píslarvottur. n Felldu ríkisstjóra Talibana í árás thorgrimur@frettabladid.is spánn Fornleifafræðingar á Spáni hafa fundið f lak fyrstu sprengju- f lugvélar nasista sem var skotin niður í spænsku borgarastyrjöld- inni. Um er að ræða flugvél af gerð- inni Junkers Ju 52/3m sem stjórn nasista í Þýskalandi afhenti þjóð- ernisstjórn Francos. Leifarnar af vélinni fundust í Santa María de la Alameda. Hún var skotin niður í tunglsljósi nóttina 25. júlí 1937 og var þetta einungis í annað skipti sem tókst að skjóta niður herflugvél að nóttu til. n Fyrsta vél nasista sem skotin var niður fundin Flugvélin var af gerðinni Junkers Ju 52/3m. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTy thorgrimur@frettabladid.is japan Stjórnvöld í Japan hyggjast skakka leikinn vegna tilkynninga um það að gestir í skemmtigarði einum hagi sér ósæmilega gagnvart styttum af teiknimyndapersónum. Hafa gestir í skemmtigarðinum Ghibli Park birt myndir af sér á sam- félagsmiðlum þar sem þeir þykjast áreita stytturnar kynferðislega. Ghibli Park er helgaður hinum ástsælu teik nimy ndum k v ik- myndaversins Studio Ghibli. Þar eru styttur af persónum úr myndunum, meðal annars margar ungar kven- persónur. n Stöðva áreitni gegn persónum í teiknimyndum Ekki eru allar myndirnar sem hafa verið teknar með styttunum í garð- inum eins sakleysislegar og þessi. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA 10 FréTTir FRÉTTABLAÐIÐ 11. mARs 2023 LAUGArDAGUr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.