Fréttablaðið - 11.03.2023, Blaðsíða 27
Staða skólastjóra við
Krikaskóla í Mosfellsbæ
Mosfellsbær www.mos.is 525 6700
Í Krikaskóla eru um 200 börn á aldrinum
tveggja til níu ára og um 50 starfsmenn.
Í skólanum er lögð áhersla á teymisvinnu,
einstaklingsmiðað nám, samstarf, vináttu
og gleði. Starfshópur Krikaskóla er einstakur
og hæfni hans mikil. Skólinn var stofnaður
árið 2008 og hefur verið leiðandi í skólaþróun
með nýjungum í kennsluháttum.
Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem
býr yfir leiðtogahæfileikum og hefur víðtæka
reynslu og þekkingu á skólastarfi. Viðkomandi
þarf að hafa brennandi áhuga á skólastarfi,
skólaþróun, stjórnun og forystu.
Helstu verkefni og ábyrgð:
Veita skólanum faglega forystu og móta
fram tíðarstefnu hans innan ramma laga og
reglu gerða og í samræmi við aðal námskrá
grunnskóla, aðalnámskrá leikskóla og gæða -
viðmið um frístundastarf. Leiða og bera
ábyrgð á rekstri, þjónustu og daglegri
starfsemi skólans.
Hafa forystu um og bera ábyrgð á mann auðs-
málum, s.s. ráðningum, vinnu til högun og
starfs þróun. Bera ábyrgð á og styðja samstarf
í samræmi við farsældarlög.
Menntunar- og hæfniskröfur:
● Leyfi til að nota starfsheitið kennari
og kennslureynsla skilyrði.
● Leyfi til að nota starfsheitið kennari
og kennslureynsla skilyrði.
● Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu
og þróunar í skólastarfi.
● Viðbótarmenntun í stjórnun.
● Sjálfstæði í störfum, ríkt frumkvæði,
jákvæðni og vilji til þátttöku í þverfaglegu
samstarfi.
● Færni til að leita nýrra leiða í skólastarfi
og leiða framsækna skólaþróun.
● Færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun.
● Lipurð, hæfni og virðing í samskiptum
ásamt góðu orðspori.
Umsókn skal fylgja yfirlit yfir nám og fyrri störf, afrit af
leyfisbréfi, kynnisbréf og greinargerð um framtíðarsýn
umsækjanda á skólastarfið.
Umsóknarfrestur er til 27. mars og laun eru samkvæmt samn -
ingi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna SÍ eða FSL.
Nánari upplýsingar veitir Gunnhildur Sæmunds dóttir
starf andi framkvæmda stjóri fræðslu- og frístunda sviðs,
gunnhildur@mos.is og Hanna Guðlaugsdóttir mannauðs-
stjóri, hanna@mos.is og í síma 525-6700. Upplýs ingar
er einnig að finna á vef Mosfellsbæjar, mos.is/skolastjori.
Mosfellsbær leggur áherslu á jafnrétti og hvetur öll
áhugasöm til að sækja um starfið.
Krikaskóli er samþættur leik- og grunnskóli ásamt
frístundastarfi. Starfsemin tekur mið af menntastefnu
Mosfellsbæjar, Heimurinn er okkar.
Intellecta ehf. Síðumúla 5 108 Reykjavík 511 1225 intellecta.is
Intellecta er sjálfstætt þekkingarfyrirtæki stofnað árið 2000. Við vinnum með stjórnendum
við að auka árangur, bæta rekstur og efla stjórnun. Ráðgjafar Intellecta hafa sterkan faglegan
bakgrunn og víðtæka alþjóðlega reynslu. Þennan grunn notum við í samvinnu við viðskiptavini
til að móta hugmyndir sem skipta máli og í innleiðingu lausna sem skila árangri.
RÁÐNINGAR Starfsmenn eru lykill
að árangri allra fyrirtækja.
Mest lesna atvinnublað Íslands*
Atvinnublaðið
Sölufulltrúar: Hrannar Helgason, hrannar@frettabladid.is 550 5625, Arna Rut Kristinsdóttir, arnarut@frettabladid.is 550 5621
*Neyslukönnun Gallups 2018, allt land, 18-80 ára