Fréttablaðið - 11.03.2023, Page 29

Fréttablaðið - 11.03.2023, Page 29
Verkefnastjóri umbóta hjá Vegagerðinni Vilt þú leiða nýja nálgun verkefnastjórnunar? Sótt er um laus störf á heimasíðu Vegagerðarinnar, www.vegagerdin.is Vegagerðin auglýsir eftir verkefnastjóra umbóta. Um nýtt starf er að ræða og því einstakt tækifæri til þess að koma að mótun og þróun á því. Verkefnið er að innleiða breytingar á aðferðarfræði verkefnastjórnunar og leiða uppsetningu og notkun á verkefnastjórnunarkerfi í allri starfsemi Vegagerðarinnar sem er stærsta framkvæmdastofnun ríkisins. Byggt er á undirbúningsvinnu sem staðið hefur yfir um nokkurt skeið. Starfið tilheyrir deild stafrænna innviða og ferla, sem heyrir beint undir forstjóra Vegagerðarinnar. Starfssvið Viðkomandi mun leiða umbótaverkefni í faglegri verkefnastjórnun í teymisvinnu þvert á Vegagerðina. Starfið felur í sér umsjón með innleiðingu og þjálfun starfsmanna í framtíðar verkefnastjórnunarumhverfi Vegagerðarinnar, ásamt öðrum stærri umbótaverkefnum innan Vegagerðarinnar. Menntunar- og hæfniskröfur → Háskólanám sem nýtist í starfi → Vottun í verkefnastjórnun MPM eða sambærilegu námi er kostur → Reynsla af verkefnastjórnun skilyrði → Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum → Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymisvinnu → Lausnamiðuð hugsun, frumkvæði og faglegur metnaður → Skipulögð og öguð vinnubrögð í starfi → Góð íslensku- og enskukunnátta Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður, stærsta framkvæmdarstofnun landsins með gríðarlega fjölbreytta verkefnaflóru. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Nánari upplýsingar um starfið veitir Björgvin Brynjólfsson (bjorgvin.brynjolfsson@vegagerdin.is ) forstöðumaður stafrænna innviða og ferla. Umsóknarfrestur er til og með 16. mars 2023. ATVINNUBLAÐIÐ 3LAUGARDAGUR 11. mars 2023

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.