Fréttablaðið - 11.03.2023, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 11.03.2023, Blaðsíða 40
Við Grandagarð í Vesturhöfn er að finna skapandi smiðju sem ber heitið Noztra sem hefur dregið að sér gesti og gangandi eins og segull frá opnun. Þar getur fólk fengið útrás fyrir leynda sköpunar- hæfileika sína og fengið að njóta sín í kyrrð og ró. sjofn@frettabladid.is Unnur Knudsen og fjölskylda henn- ar hafa byggt um Noztru-ævintýrið ásamt vinahjónum sínum. Unnur er listhneigð og hefur alla tíð verið skapandi, full af orku þegar kemur að hönnun og listsköpun. Unnur er fædd og uppalin í vestur- og miðbæ Reykjavíkur. Hún er stúdent frá Verzlunarskóla Íslands og þaðan lá leiðin í listnám. „Ég er alin upp við mikið af fallegri myndlist í kringum mig, afi og amma áttu heimili sem var þakið málverkum og teikningum. Hef samt ekki hugmynd um af hverju ég lagði af stað í listnám,“ segir Unnur og hlær. „Ég lauk námi í textílhönn- un frá MHÍ og var svo heppin að vera boðið strax að námi loknu að verða hluti af Kirsuberjatrénu, sem er hönnunargallerí á Vesturgötu. Þar kynntist ég ótrúlega skemmti- legum og gefandi konum. Að fara strax eftir nám í að vinna með skapandi fólki með fjölbreyttar hugmyndir og ólíkar skoðanir held ég að hafi gefið mér gott veganesti.“ Unnur byrjaði að kenna mynd- list við Verzlunarskólann árið 2007 og fór í framhaldi af því í list- kennslunám við LHÍ. „Ég útskrifast þaðan með M.Ed. í kennslufræði listgreina. Verzlunarskólinn sem vinnu- staður er einstakur og ég var svo lánsöm að fá að vera með í því að móta nýja námsleið við skólann, Nýsköpunar- og listabraut. Ég hef kennt þar hönnunar- og listgreinar síðastliðin ár.“ Eiginmaður Unnar er Þröstur Leósson og eiga þau samtals fimm uppkomin börn. „Þau eru öll best og þótt þau séu jafn ólík og viku- dagarnir fimm erum við svo heppin að þau ná vel saman og hafa þau öll, ásamt tengdabörnum fylgt okkur inn í Noztru-ævintýrið,“ segir Unnur og er afar þakklát fyrir hve samhent fjölskyldan hefur verið í rekstrinum á Noztru. Hefur ástríðu fyrir þessu Unnur hefur mikinn áhuga á listum og fólki og hvað listiðkun gerir fyrir fólk og í raun samfélög í heild. „Ég trúi því að við höfum öll þörf fyrir og öll getu til að skapa. Ég held að ég hafi gert mér grein fyrir þessu þegar ég fór að kenna og fékk að upplifa það að horfa á nemendur gleyma sér í skapandi vinnu. Sjá þau detta inn í eitthvert flæði þar sem allt annað gleymist, ótrúlega gefandi. Ég hef alltaf lagt áherslu á það í kennslunni að skapa rými þar sem ríkir ró því það er svo margt hjá krökkum í menntaskólum sem býr til pressu. Þessi ró ásamt því að fá að vinna að einhverju skapandi er eitthvað sem ég hef fundið að ég brenn fyrir og vil leggja mikla áherslu á hjá okkur á Noztru.“ Þau eru tvenn hjón sem reka Noztru saman. „Upphaflega hug- myndin að Noztru kemur frá með- eigendum okkar sem eru búsettir í Danmörku. En þaðan má segja að fyrirmyndin komi. Það kom svo reyndar í ljós þegar við fórum að grennslast fyrir um smiðjur af þessu tagi að þær þekkjast úti um víða veröld, bæði í Norður- Ameríku og Evrópu. Það að stofna fyrirtæki er auðvitað langt og dýrt ferli og gengur ekki upp nema með aðkomu margra. Það er tvennt sem kannski stendur upp úr, annars vegar hversu dýrmætt samstarf við áttum við alla sem komu að fram- kvæmdinni og hins vegar hversu seinlegt ferli það er að fá leyfi fyrir rekstri,“ segir Unnur og er þakklát fyrir hve vel hefur tekist til. Aðspurð segir Unnur að Noztra sé skapandi smiðja fyrir alla. „Þar seljum við forbrennda leirmuni og aðstöðu til að mála þá. Hugmyndin snýst fyrst og fremst um það að skapa rými og verkefni þar sem hægt er að gleyma sér um stund í skapandi vinnu. Nafnið Noztra kemur frá grafíska hönnuðinum okkar, en eftir að hann hafði rann- sakað hugmyndafræði Noztru stakk hann upp á þessu nafni sem við gætum ekki verið ánægðari með. Passar fullkomlega við.“ Óviðjafnanlegt útsýni Hlutirnir í Noztru ganga vel fyrir sig. „Þetta virkar þannig að við- skiptavinur velur sér keramikhlut, en innifalið í verði hlutarins er öll málning, verkfæri, tveir tímar í sal og svo glerjun og brennsla. Hlutur- inn er svo skilinn eftir hjá okkur í nokkra daga þar sem hann er gler- jaður og brenndur. Leyndardómur- inn er að fá að gleyma sér,“ segir Unnur og bætir við að tilfinningin að sjá fólk gleyma sér í sköpuninni sé ólýsanlega góð. Staðsetningin fyrir Noztru sé líka ómetanleg, í beinum tengslum við hafið og fallegt útsýni sem er líkt og lifandi málverk. „Þegar við vorum að velja Noztru stað fannst okkur Grandinn eiga vel við og við vorum svo heppin að finna þetta dásemdarhúsnæði. Vestur- höfn er sögufrægt hús, byggt um 1960, teiknað af Gísla Halldórssyni. Núverandi eigendur létu byggja framhliðina á aðalsalnum okkar og bryggjuna sem gefur óviðjafnan- lega sýn út yfir höfnina og birtu inn á Noztru.“ Að sögn Unnar hafa viðtökurnar verið góðar. „Noztra hefur vaxið með passlegum hraða frá því við opnuðum fyrir um 16 mánuðum. Það sem hefur verið sérstaklega skemmtilegt er að sjá hversu fjöl- breyttur aldur og fjölbreyttir hópar koma og allir virðast hafa gaman af og þannig vonum við auðvitað að það komi til með að vera,“ segir Unnur að lokum. n Leyndardómurinn er að geta gleymt sér Unnur Knudsen er einn eigenda Noztru sem er skapandi smiðja á Grandagarði í sögufrægu húsi, Vestur- höfn. Unnur hefur brennandi áhuga á því sem hún er að gera í Noztru. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINk Viðskiptavinur Noztru velur sér keramikhlut, en innifalið í verði hlutarins er öll málning, verkfæri, tveir tímar í sal og svo glerjun og brennsla. Úrvalið af keramikhlutum er óendanlegt og allir ættu að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi þar sem persónuleiki hvers og eins fær að njóta sín. Vinir og fjöl- skyldur koma gjarnan saman á Noztru og eiga þar saman notalega og skapandi stund. 6 kynningarblað A L LT 11. mars 2023 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.