Fréttablaðið - 11.03.2023, Page 44

Fréttablaðið - 11.03.2023, Page 44
2% nemenda 7 til 10 ára höfðu aðgang að skóla- dagheimilum utan skólatíma. 8% barna höfðu aðgang að heilsdagsvistun í Reykjavík árið 1981. Á mánudaginn eru fjórir áratugir frá stofnun Kvenna- listans. Fjörutíu ár frá því að konur fullar baráttuvilja og þrár eftir breytingum, tóku málin í eigin hendur og buðu fram til alþingiskosninga með lista fullskipaðan konum – komu þremur inn og tvö- földuðu árangurinn í næstu kosningum. Undiraldan hafði vaxið jafnt og þétt, enda hafði atvinnuþátttaka giftra k venna þre- faldast á árunum 1960 til 1980 en enn var litið á launaða vinnu þeirra sem aukastarf við hlið umönnunar barna og heimilis. Kvennafrídagurinn árið 1975 hafði mikil áhrif á íslenskar konur þegar 90 prósent kvenna lögðu niður störf sín svo atvinnulífið lam- aðist. Fimm árum síðar var Vigdís Finnbogadóttir, kjörin forseti, fyrst kvenna í heiminum. En jafnvel þó meirihluti kvenna tæki fullan þátt í atvinnulífinu miðaðist enn allt við að þær væru heimavinnandi. Staðan í Reykjavík árið 1981 n 8 prósent barna höfðu aðgang að heilsdagsvistun. Einstæðir foreldrar og námsmenn nutu forgangs, en dagheimilispláss dugðu ekki fyrir þau börn. n 30 prósent barna höfðu aðgang að dagheimilum hluta úr degi. n 2 prósent nemenda, 7–10 ára, höfðu aðgang að skóladagheim- ili utan skólatíma. n Skóladagur var stuttur og sundurslitinn, skólar tví- og þrí- setnir og engar skólamáltíðir. n Kvennalistinn bauð í fyrsta sinn fram til alþingiskosninga árið 1983 en þá sátu aðeins þrjár konur á Alþingi og engin þeirra í stjórn. Frá upphafi höfðu aðeins 12 konur setið á þingi. n Í sveitastjórnum var svipað uppi á teningnum þó í Reykjavík hafi hlutfallið verið skárra en víða annars staðar. Konur voru lítt sýnilegar í stjórnum og ráðum, í umræðum fjölmiðla og stórri ákvarðanatöku. Aðdragandinn Árið 1982 bauð Kvennaframboð í Reykjavík og á Akureyri fram í sveitastjórnarkosningunum. Í framhaldi komu upp umræður um að bjóða fram til Alþingis vorið eftir og voru skiptar skoðanir um málið. Þrisvar sinnum var skoðana- könnun lögð fyrir hópinn og þrisvar sinnum var meirihlutinn andvígur framboði til Alþingis. Að lokum var tekin ákvörðun á félagsfundi að Kvennaframboð myndi ekki standa að framboði til Alþingis en þær konur sem hlynntar voru framboði fengu þó stuðning til þess að halda þeirri vinnu áfram. Efnt var til borgarafundar til að kanna undirtektir við framboð til Alþingis og kynna drög að stefnu og var niðurstaðan sú að boðið yrði fram í Alþingiskosningum undir nafninu Kvennalisti. Stofnfundur var haldinn 13. mars 1983 á Hótel Esju og voru stofn- félagar 102. Kvennalistinn byggði stefnu sína í landsmálum á sömu hugmyndafræði og hugmyndum og þeim sem lagðar voru til grundvall- ar í stefnuskrá Kvennaframboðs. Má þar meðal annars nefna kvennamál, valddreifingu, skóla- og menningar- mál, umhverfismál, heilbrigðis- og félagsmál, fæðingarorlofsmál, efna- hags- og atvinnumál og friðar- og utanríkismál. Hótel Vík Árið 1981 tók Kvennaframboð Hótel Vík eða Víkina á leigu og hafði Kvennalistinn síðar þar aðstöðu til ársins 1988. Árið 1984 var ákveðið að breyta Víkinni í Kvennahús og höfðu þar aðsetur Vera, blað Kvennaframboðs og síðar Kvennalista, Friðarhreyfing íslenskra kvenna, Samtök kvenna á vinnumarkaði, Kvennaráðgjöf og Kvennahópur Samtakanna 78. Af myndum og frásögnum að dæma var mikið líf og fjör í hverju rými og allt upp í rjáfur hússins sem staðsett er við Ingólfstorg. Þangað sóttu konur að loknum vinnudegi og um helgar og lögðu á ráðin um aðgerðir og næstu skref í kvenna- baráttunni. Eftirtektarverðar aðgerðir Kvennalistakonur létu í sér heyra þegar það átti við og efndu til aðgerða sem eftir var tekið til að vekja athygli á málstað sínum, hvort sem það varðaði sýnileika kvenna, hátt vöruverð eða brenglaða útlits- umræðu. Þögul mótmæli Fyrir alþingiskosningar árið 1987 samþykkti útvarpsráð að fulltrúi Kvennalista fengi ekki að taka þátt í hringborðsumræðum í sjónvarpi, kvöldið fyrir kjördag. Eins hafði ráðið samþykkt að við framboð- skynningu flokkanna fengi Kvenna- listi aðeins 15 mínútur á meðan aðrir flokkar fengu 20 mínútur. Þessum ákvörðunum mótmæltu Kvennalistakonur með því að fjöl- menna við Sjónvarpshúsið sveipað- ar þögn. Engin þeirra mælti orð frá vörum og voru margar með bundið fyrir munninn í anda ákvörðunar útvarpsráðs. Fegurðardrottningar Ein eftirminnilegasta aðgerðin var framkvæmd af Kvennaframboðs- konum í borgarstjórn. Í júní 1985 við krýningu á feg- urðardrottningu Íslands á Broad- way sagði þáverandi borgarstjóri, Davíð Oddsson, eitthvað í þá veru, að ef þær stúlkur sem tækju þátt í fegurðarsamkeppni skipuðu efstu sæti Kvennaframboðs þá þýddi lítið fyrir karlana að bjóða sig fram. Kvennaframboðskonur tóku þessum ummælum sem móðgun við bæði kvenkyns fulltrúa í borgar- stjórn og stúlkuna sem krýnd var, og að á þeim mætti skilja að fegurð kvenna skipti meiru en vitsmunir þeirra. Í framhaldi mættu borgarfull- trúarnir Guðrún Jónsdóttir og Magdalena Schram í borgarstjórn íklæddar síðkjólum með kórónur á höfði og borða þar sem þær voru merktar sem Ungfrú meðfærileg og Ungfrú spök. Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is Í kosningunum árið 1983 náði Kvennalistinn inn sínum fyrstu þingkonum, þeim Guðrúnu Agnarsdóttir, Sigríður Dúnu Kristmunds- dóttur og Krist- ínu Halldórs- dóttur. Hótel Vík varð aðsetur hugrakkra kvenna sem vildu ná fram breytingum. Kvennalistakonur mótmæltu tilmælum Steingríms Hermannssonar um að hafa oftar grjónagraut í matinn á tímum óðaverðbólgu og þjóðarsáttar. Konurnar sem breyttu íslenskum stjórnmálum 24 helgin FRÉTTABLAÐIÐ 11. mARs 2023 lAUgARDAgUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.