Fréttablaðið - 11.03.2023, Síða 50

Fréttablaðið - 11.03.2023, Síða 50
Ég held að þetta séu orðnir allavega 1.900 fundir. Merkisatburðir | 11. mars Þetta gerðist | | 11. mars 1985 Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna Útfararþjónusta í yfir 70 ár Við tökum vel á móti ástvinum í hlýlegu og fallegu umhverfi Sólarhringsvakt: 581 3300 & 565 5892 Komum til aðstandenda og ræðum skipulag sé þess óskað Sverrir Einarsson S: 896 8242 Jón G. Bjarnason S: 793 4455 Jóhanna Eiríksdóttir Útfararstofa Íslands www.utforin.is w Auðbrekku 1, Kópavogi Útfararstofa Hafnarfjarðar www.utfararstofa.is w Dofrahellu 9b, Hafnarfirði 1922 mahatma Gandhi fangelsaður fyrir borgaralega óhlýðni. 1941 Línuveiðarinn Fróði verður fyrir árás þýsks kafbáts suður af Vestmannaeyjum. Fimm sjómenn farast í árásinni. 1984 Vélbáturinn Hellisey frá Vestmannaeyjum sekkur og farast allir nema einn maður, Guðlaugur Frið- þórsson, sem synti alla leið í land, um fimm kíló- metra langa leið. 1985 mikhail Gorbatsjov verður leiðtogi sovétríkjanna. 1985 mohamed al-Fayed kaupir verslunina Harrods. 1993 Kr-klúbburinn er stofnaður í reykjavík. 1995 sænski íshokkíleikmaðurinn Peter Karlsson er myrtur af nýnasista í Västerås. 2004 sprengjutilræði er framið í farþegalest í madrid. 190 manns farast. 2005 Nintendo Ds-leikjatölvan er gefin út í Evrópu. 2006 Íslandsbanki breytir nafni sínu í Glitnir banki hf. 2006 slobodan milošević, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, finnst látinn í fangaklefa sínum hjá stríðsglæpa- dómstól sameinuðu þjóðanna í Haag í Hollandi. 2011 Jarðskjálfti upp á 9,1 stig skekur norðausturströnd Japans og veldur gífurlegri flóðbylgju í kjölfarið. að minnsta kosti 15.641 manns farast. Kjarnorkuverið í Fukushima eyðileggst og veldur nokkurri geisla- mengun. mikhail Gorbatsjov átti glæstan stjórnmálaferil að baki þegar hann varð forseti sovétríkjanna. Hann gekk í kommúnistaflokkinn 1952, ári áður en hann kvæntist raisu maximovnu og fór fyrir sendinefnd sovétríkjanna í Belgíu 1972-1974. Hann varð svo aðal- ritari flokksins við dauða Konstantíns Tsjernenko 11. mars 1985 og beitti ýmsum aðferðum til að lappa upp á ímynd flokksins. Hann sendi ekki sovéskar herdeildir til að kveða niður frelsisbaráttu íbúa mið-Evrópu 1989 og meinaði ekki þýsku ríkjunum sameiningu 1990. Gorbatsjov barðist gegn sundrungu sovétríkjanna 1990 og var settur í stofufangelsi af harðlínumönnum í ágúst ári síðar. Hann sagði af sér emb- ætti 25. desember 1991 og varð þar með síðasti leiðtogi sovétríkjanna. n Gorbatsjov leiðtogi Sovétríkjanna Karlaklúbburinn hélt upp á fjöru- tíu ára afmæli sitt í gærkvöldi, en hópurinn hefur hist á fimmtu- dögum og fengið sér hádegisverð frá árinu 1983 og örsjaldan misst úr fund. jonthor@frettabladid.is Fjörutíu ára afmæliskvöldverður Karla- klúbbsins fór fram í gær, en í félaginu eru þeir: Guðvarður Gíslason, Guðmundur Örn Jóhannsson, Viktor Urbancic, Reynir Kristinsson, Árni Rúdolf Rúdolfsson, Friðrik Halldórsson, Sigfús Sverrisson, Örn Arnarson, Bjarni Brandsson, Björn Skaptason og Eyjólfur Kristjánsson, betur þekktur sem Eyfi, en hann rakti sögu félagsins í samtali við Fréttablaðið. Í raun varð klúbburinn til árið 1981, en vikulegir hádegisverðir hófust ekki fyrr en 1983. Eyjólfur segir að í gegnum tíðina hafi fjöldi matsölustaða orðið fyrir valinu. Þeir hafi byrjað á Brauðbæ, þar sem nú er Snaps, en þeir hafa einnig verið duglegir að fara á staði á borð við Kol, Jónatan Livingston Máv, Apótekið og La Prima Vera. Karlaklúbbsmennirnir hitt- ust á þeim síðastnefnda í gærkvöldi. Um var að ræða sérstakan hátíðarkvöldverð og því fengu makar að koma með. Yfirleitt fá félagarnir sér rétt dagsins, sem er yfirleitt kjöt- eða fiskréttur. Eyfi tekur þó sérstaklega fram að einhverjir í hópnum séu lítið fyrir fiskinn. Síðan spjalla þeir um liðna viku, daginn og veginn. Til að byrja með voru meðlimirnir tíu talsins, en árið 1991 fékk veitingamaður- inn Guðvarður Gíslason, einnig þekktur sem Guffi, að ganga til liðs við þá. „Hann var svona heiðursgestur. Hann er þó orð- inn fullgildur meðlimur í dag,“ segir Eyfi. Að sögn hans hafa margir viljað ganga í klúbbinn í gegnum tíðina, en færri komist að en vilja. „Það hafa ýmsir bankað upp á og viljað vera með, en bara Guffi hefur fengið það í gegn.“ Eyjólfur segir að frá 1983 hafi klúbb- urinn örsjaldan misst út hádegisverði, og það hafi helst verið á meðan heims- faraldurinn stóð yfir. Að sjálfsögðu hafi stundum sumir verið uppteknir eða erlendis, en alltaf mæta einhverjir, hvort sem þeir eru tveir eða þrír. „Ég held að við höfum reiknað þetta út einhvern tímann. Ég held að þetta séu orðnir allavega 1.900 fundir,“ segir Eyfi. „Við vorum 22 eða 23 ára þegar þetta byrjaði allt saman. Nú erum við allir komnir á sjötugsaldur. En allir við hesta- heilsu,“ bætir hann við. n Ýmsir bankað upp á en bara einn einasti fengið að vera með Félagar í Karlaklúbbnum enn kampakátir eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var í gærkvöldi. Fréttablaðið/anton brink 30 tímamót FRÉTTABLAÐIÐ 11. mARS 2023 LaUGaRDaGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.