Fréttablaðið - 11.03.2023, Page 56
Ég er því miður sálar-
laus, þannig að fyrir
mér er þetta einungis
gjörningur. Ég fór í
einhvers konar ham og
vissi ekki að hún
myndi birtast en ég fór
að finna línur og
dagbókarbrot og svo
fattaði ég að þetta var
Evgenía.
Elías Knörr leitaði til hand-
anheima við skrif ljóðabók-
arinnar Áður en ég breytist
og notaðist meðal annars við
spíritisma. Hann kveðst þó
sjálfur vera sálarlaus.
Áður en ég breytist er nýjasta bók
ljóðskáldsins Elíasar Knarrar og
hans þriðja á íslenskri tungu. Elías
er fæddur og uppalinn í Galisíu þar
sem hann hóf skáldaferilinn áður
en hann f luttist til Íslands fyrir
rúmum áratug. Bókinni er lýst sem
„svaðilför í ljóðum þar sem höfund-
urinn keppist við að bjarga minn-
ingum“ en ritunarsaga hennar er
einkar áhugaverð.
„Þetta er mjög löng og f lókin
saga sem á heima í ýmsum víddum
raunveruleikans. Það gerðist leiðin-
legt atvik sem hafði mjög neikvæð
áhrif á rithöfundahóp og mig. Ég
þurfti sem sagt að skapa eitthvað til
þess að tjá mig á móti og vildi líka
fjalla almennt um samfélagið og
mismunun,“ segir Elías yfir tebolla í
Gröndalshúsi þar sem hann dvelur
oft við skriftir.
Elías hefur vakið mikla athygli í
bókmenntaheiminum fyrir fram-
úrstefnuleg ljóð sín en aðferðirnar
sem hann notar við að skrifa þau
eru ekki síður framúrstefnulegar.
„Það sem ég gerði var að nota
spíritisma, ég gerði einhvers konar
gjörning fyrir sjálfan mig þar sem
ég breyttist eða tók þessu verkefni
að breytast í „trommumanninn“
sem stígur inn í kirkjugarð sam-
félagsins eða tilverunnar, boðar
heimsendi og vekur það fólk sem er
ekki unnt eða kleift eða leyft að lifa
heldur láta sig bara dreyma. Þetta
er eins og í apokalypsis eða heims-
endabókmenntum alls staðar í
heiminum, eða að minnsta kosti
í abrahamískum trúarbrögðum,
þegar himnar opnast og þau sem
voru dáin öðlast eilíft líf, hvort sem
það er í helvíti eða í himnaríki,“
segir hann.
Leiðsögumaðurinn Gröndal
Í ljóðum sínum vekur Elías gjarnan
upp raddir ýmissa látinna einstakl-
inga, bæði raunverulegra og skáld-
aðra. Þeirra á meðal er góðvinur
hans, skáldið Benedikt Gröndal,
sem lést árið 1907 en þeir Elías eiga
sama afmælisdag, 6. október.
„Ef Dante notaði Virgil sem leið-
sögumann þá notaði ég Bensa.
Hann er einhvern veginn alltaf með
mér. Eina látna manneskjan sem ég
heimsæki er hann, sem er dálítið
sorglegt, af því að ég á líka ættingja,“
segir Elías.
Þú hefur svolítið verið að ræða við
Benedikt í gegnum tíðina?
„Já, en ég tala ekki svo mikið við
hann lengur. Sem stendur er ég ekki
Sálarlaust skáld leitar innblásturs í spíritisma
Elías faldi andlit
sitt með bókar-
kápu Áður en
ég breytist er
ljósmyndara
Fréttablaðsins
bar að garði.
Fréttablaðið/
Ernir
svo tengdur við „svona leiki“. Mér
er erfiðara að ná sambandi og fá
endurgjöf frá honum.“
Í stað Benedikts steig nýr karakt-
er fram sem rödd í skáldskap Elíasar
og birtist nú í fyrsta sinn á prenti.
„Það er dálítið nýtt í bókinni að
það er einungis ein manneskja sem
stígur upp úr gröfinni. Af því bækur
mínar eru svo sem hlaðnar af mis-
munandi röddum. Það eru margir
karakterar eða persónur sem koma
fram en hér er aðallega ein kona.
Hún heitir eða kallast Evgenía sem
þýðir „sú vel borna“ á grísku. En þó
hún hafi fæðst fullkomin þá er hún
svo gölluð að hún á hvergi heima,“
segir hann.
Trúir ekki á sálina
Eins og Elías nefndi notaðist hann
við spíritisma við skrifin í fyrsta
skipti en þó ekki spíritisma í þeim
skilningi að hann hafi farið á mið-
ilsfund eða í andaglas. Slíkt myndi
að öllum líkindum ekki gagnast
Elíasi því hann trúir nefnilega ekki
á sálina.
Þorvaldur S.
Helgason
tsh
@frettabladid.is
Úr Áður en ég breytist:
Á hundrað og þrettán ára af-
mæli mínu
varð ég loksins að unglingi
uppgötvaði
að ég væri með skriðjökul
í brjóstaskorunni
„Ég er því miður sálarlaus, þannig
að fyrir mér er þetta einungis gjörn-
ingur. Ég fór í einhvers konar ham
og vissi ekki að hún myndi birtast
en ég fór að finna línur og dagbókar-
brot og svo fattaði ég að þetta var
Evgenía. Þetta er enn f lóknara og
flóknara af því að Evgenía var ein-
hvers konar f lakkari sem rakst á
persónu hjá sögum sem Nena Han-
son, sem er dóttir Michaël Drake,
hripaði niður.“
Michaël Drake er ein af persónum
Elíasar, dularfullt ljóðskáld fætt ein-
hvern tíma á bilinu 1441 til 1841,
sem hann holdgerði meðal annars
á viðburðum Rauða skáldahússins
sem haldnir voru á árunum 2017 til
2019.
Er það ekki svolítið þversagna-
kennt að stunda spíritisma en trúa
ekki á sálina?
„Ég fæddist í Nornafirði þannig
að ég var ekki í tölvuleikjum þegar
ég var unglingur en ég var í spírit-
isma, þó að ég tryði ekki á sálina. Af
því þetta virkaði og það var rosa-
lega spennandi! En þetta er ekkert
áhugavert, það væri áhugavert ef
einhver myndi stíga fram og segja:
Heyrðu, ég þekki þessa Evgeníu!“
Tímaskekkjur og víddaflakk
Spurður um hvaðan titill bókar-
innar Áður en ég breytist kemur
segir Elías hann meðal annars vísa í
dauðann og handanheiminn.
„Fyrst og fremst af því hún
Evgenía er farin, í öllum þeim merk-
ingum sem það getur þýtt. Hún er
annars staðar og ég vildi ekki að
þessi reynsla myndi hverfa.“
Að sögn Elíasar vísa ljóðin einnig
í sköpunar- og heimsendasögur og
hringlaga eðli tímans.
„Þú veist ekki hvar byrjunin er, ég
meina síðasta eða næstsíðasta dag-
bókarbrotið heitir Byrjun og þegar
fyrsta dagbókarbrotinu lýkur þá er
sagt „þú færð ekkert/handan við
blaðsíðuna!“ Það eru sem sagt tíma-
skekkjur í bókinni, ekki bara af því
Evgenía er tíma- og víddaflakkari,
heldur líka til þess að þetta eigi við
fleiri kynslóðir,“ segir Elías. n
tsh@frettabladid.is
Hallgrímur Helgason opnar sýn-
inguna Hópmyndir af sjálfi í Lista-
mönnum gallerí á Skúlagötu í dag,
laugardag, klukkan 16.00.
Sýningin samanstendur af nýleg-
um málverkum og teikningum
eftir Hallgrím sem eiga það allar
sameiginlegt að vera eins konar
sjálfsmyndir. Ekki er þó um hefð-
bundnar portrettmyndir að ræða
heldur sýna verkin þá mismunandi
karaktera sem búa innra með lista-
manninum og eru því margfaldar
sjálfsmyndir, eins og titillinn „Hóp-
myndir af sjálfi“ vísar í.
„Ég held nú að allir geymi alls
konar karaktera og menn eru sér-
staklega nú á tímum í alls konar
hlutverkum, maður er ábyrgur
faðir eina stundina og svo grallari
þá næstu. Ég hef lengi glímt
við þetta, ég er náttúrlega
bæði myndlistarmaður
og rithöfundur og það
eru stundum árekstrar
og sambúðin hefur ekki
alltaf gengið vel. Ég hef
svona þurft að venjast
henni og kannski er það
það sem er kveikjan að
þessari sýningu,“ segir Hallgrímur.
Var það ekki einmitt bandaríska
skáldið Walt Whitman sem sagði „I
contain multitudes“ eða „Ég rúma
mannfjölda“?
„Jú, svo er líka mjög skemmtileg
tilvitnun í Proust sem mér var bent
á þar sem hann segir: „Ég er ekki
einn heldur stöðugur straumur alls
konar karaktera.“
Spurður um hverja af sínum
fjölmörgu karakterum hann hafi
dregið fram á málverkunum
nefnir Hallgrímur meðal
annars föðurinn, lista-
manninn, rithöfundinn
og baráttumanninn.
„Það er þarna alla
vega á einni mynd ein-
hver gamall pólitískur
baráttuhundur, orðinn
eineygður og illa farinn.
En ég byrja bara með tóman striga
og svo sé ég til hvað kemur og reyni
að vera opinn fyrir öllu. Svo kannski
eftir á setur maður penna í hönd á
einhverjum karakter og pensil í
hönd annars. Annars er það oft
skemmtilegast þegar maður veit
ekki alveg hvaða karakter þetta er,
þetta er bara eitthvað sem býr innra
með manni og fyrst það kom á strig-
ann þá hlýtur það að vera hluti af
mér,“ segir Hallgrímur.
Hallgrímur starfar jöfnum hönd-
um sem rithöfundur og myndlistar-
maður og vinnur nú að framhaldi á
hinum sívinsælu síldarævintýris-
bókum sínum, Sextíu kíló af sól-
skini og Sextíu kíló af kjaftshöggum,
en hann hlaut Íslensku bókmennta-
verðlaunin fyrir hvora um sig.
„Það er svona meiri pressa í bók-
menntabransanum að koma með
næstu bók. Ég er sem sagt að vinna
í þriðju bindinu af þessum Sextíu
kílóa þríleik. Þetta er allt skemmti-
legt. Það er voða gaman að vera
listamaður og geta gert allan fjand-
ann,“ segir Hallgrímur. n
Hópmynd af Hallgrími Helgasyni
Eitt af málverk-
um Hallgríms á
sýningunni, Sex-
föld sjálfsmynd
í firði, akrýl á
striga, 2021.
Mynd/HallgríMur
HElgason
Hallgrímur Helgason
36 menning FRÉTTABLAÐIÐ 11. mARS 2023
LAUgARDAgUR