Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.03.2023, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 18.03.2023, Qupperneq 12
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út fimm daga í viku og hægt er að nálgast það ókeypis á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborg, Ölfusi, Akranesi, Borgarnesi, Akureyri og víðar. Að auki er blaðið aðgengilegt í pdf-formi og í appi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Háir vextir og verð- trygging ofan á skulda- stofninn leiða til órétt- látustu fjármagns- flutninga sem sögur fara af í sæmilega gerðu þjóð- ríki. Samvera er ekki aðeins talin hið náttúru- lega ástand heldur hin æðsta dyggð; hún er í senn athöfn og stöðutákn. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is MÍN SKOÐUN GUNNAR Sif Sigmarsdóttir Vorið 1957 sendi Carl Jung, svissneskur geð- læknir og faðir greiningarsálfræðinnar, vini sínum bréf. „Kæri Schmaltz. Ég skil ósk þína, en hún samræmist ekki aðstæðum mínum.“ Gustav Schmaltz hafði óskað eftir að fá að verja nokkrum dögum með Jung við skraf og ráðagerðir. „Einvera er uppspretta heil- brigðis míns og það sem gerir lífið þess virði að lifa því. Samtöl eru mér oft sem pynting; stundum tekur það mig marga daga að jafna mig á fánýti orða.“ Undirskriftasöfnun stendur nú yfir meðal kennara við Háskóla Íslands þar sem þess er krafist að horfið verði frá áformum um að svipta kennarana skrifstofum sínum og færa þá í opin rými. „Við eigum að sitja saman í eins konar lobbíi sem lítur út eins og flugstöð eða mathöll með tölvurnar okkar fyrir framan alla,“ sagði Arngrímur Vídalín Stefánsson, forsvarsmaður undirskrifta- söfnunarinnar, í samtali við Fréttablaðið. Veggir eru ekki einu skilrúmin sem valda titringi á vinnumarkaði nú um stundir. Í vikunni bárust fréttir af því að sérfræðingar í mannauðsstjórnun við Háskólann í Exeter á Englandi hygðust binda enda á svo kall- aðan „sunnudagstrega“, kvíða sem margir finna fyrir undir lok helgar. Leggja þeir til að atvinnurekendur bjóði upp á skemmtilegar uppákomur á mánudagsmorgnum, tékk- listar séu útbúnir á föstudögum svo að ljóst sé hvað liggi fyrir við upphaf nýrrar vinnu- viku og stjórnendum sé bannað að senda starfsfólki tölvupósta um helgar. „Rannsóknir okkar sýna að óljós skil á milli heimilis og vinnu magni upp sunnu- dagstregann,“ sagði Ilke Inceoglu, prófessor við Exeter-háskóla. „Niðurbrot á skilrúmum hefur ágerst eftir kóvid en slíkt hefur mikil áhrif á velferð okkar.“ Verksmiðjubú skrifstofuheimsins Ólíklegt er að samúð vikunnar falli í skaut háskólakennurum sem gráta nú einkaskrif- stofur sínar. Málið hefur þó breiðari skír- skotun en kann að virðast í fyrstu. Það er ekki aðeins niðurbrot á óeigin- legum skilrúmum sem hefur áhrif á velferð okkar í vinnunni. Rannsókn sýndi að vellíðan starfsfólks sem fært var úr ein- staklingsskrifstofu í opið rými minnkaði um þriðjung. Afköst drógust jafnframt saman um 20% og veikindadögum fjölgaði. Opin vinnurými eru verksmiðjubú skrif- stofuheimsins. Sparnaður atvinnurekand- ans er á kostnað velferðar þess sem hefst þar við. Réttlæting á opnum vinnurýmum er hins vegar undirorpin upphafningu sam- tímans á samneyti. Því er stöðugt haldið að okkur að við séum félagsverur. Ef við erum ekki á leiðinni að hitta einhvern í kaffi eða kokteil erum við ekki að standa okkur í stykkinu. Klingi far- síminn ekki með skilaboðum eins og kirkju- klukkur á jólum er það merki um að okkur sé að mistakast. Hæfni okkar til að vinna saman í hópum er sögð liggja til grundvallar yfirburðum mannskepnunnar á jörðinni. Samvera er ekki aðeins talin hið náttúrulega ástand heldur hin æðsta dyggð; hún er í senn athöfn og stöðutákn. Niðurbrot skilrúma á sér ekki aðeins stað á vinnumarkaði. Væri Carl Jung uppi í dag reyndist það honum vandasamt að tryggja sér nauðsynlega einveru, skjól undan „fánýti orða“. Þökk sé nútímatækni eru skil milli einveru og samneytis orðin svo óljós að við erum ekki einu sinni ein á klósettinu lengur. „Helvíti er annað fólk,“ er haft eftir per- sónu í leikriti franska heimspekingsins Jean- Paul Sartre. Skaðsemi opinna vinnurýma rennir stoðum undir nauðsyn einveru. Við lifum hins vegar á tímum þar sem einveru er ekki einu sinni að finna í einsemdinni. Þrautir háskólakennara, sem velkjast í veggjalausri víðáttu eins og iðrandi syndarar í hreinsunareldinum, eru því þrautir okkar allra. n Skjól undan fánýti orða Vissir þú að fæst á 204 stöðum á höfuðborgarsvæðinu? Kynntu þér dreifinguna á: www.frettabladid.is/stodsidur/dreifing Enn einu sinni er alþýða manna á Íslandi áminnt um það að hún getur ekki greitt fyrir lántökur sínar með viðráðan- legum vöxtum. Þar þarf meira til. Íslandsgjaldið heitir vaxtakúgunar- verðtrygging. Krónan er ekki merkilegri gjald- miðill en svo að hún er ekki lánuð nema að lánveitandinn sé tryggður gagnvart gjaldfalli hennar og sveiflum. Almenningur ber kostnaðinn. Og ekki bara alla ævi, heldur út yfir gröf og dauða. Rándýr krónan leiðir sí og æ til ójöfnuðar. Það er Íslandssagan. Hún er uppfull af einbeittu óréttlæti ríkjandi ráðamanna sem nota algerlega ónothæfan gjaldmiðil til að arðræna landsmenn – og pína þá til að sitja skör lægra en fólk í næstu nágrannalöndum. Háir vextir og verðtrygging ofan á skulda- stofninn leiða til óréttlátustu fjármagnsflutn- inga sem sögur fara af í sæmilega gerðu þjóðríki. Fjármunirnir eru kreistir út úr fjármagnsþurfi almenningi og færðir á silfurfati yfir til fjár- magnseigenda. Og þetta gerist þeim mun hraðar eftir því sem vextirnir eru hækkaðir meira – og verðtryggingin leggst ofan á allt heila klabbið. Ellefu sinnum hafa vextir verið hækkaðir á Íslandi á innan við tveimur árum. Tólfta hækk- unin, líklega vegleg, verður að veruleika í næstu viku. Og enn er vitað hverjir tapa – og hverjir græða, einmitt í þessum endurtekna veruleika þegar flóttinn frá háum vöxtum yfir í verðtryggingu er enn einu sinni brostinn á. Þetta er íslenska krónuhagkerfið sem er stað- ráðið í að tapa verðgildi sínu jafn hratt og mikið á nýrri öld og það gerði á þeirri síðustu. Þegar íslenska krónan var tekin upp fyrir réttri öld var hún jafngild þeirri dönsku. Hundrað árum seinna er ein dönsk króna 2.100 krónur. Með sama útreikningi er einn dalur nú 14.500 krónur og ein evra 16 þúsund krónur. Íslenska krónan hefur fallið um 99,95 prósent. Krónuruglið, sem allt eins mætti kalla krónu- ofbeldið, sést í hvað átakanlegustu mynd sinni þegar hún er mátuð við vöruverð. Miðað við upphaflegt verðgildi krónunnar kostaði nú lítri af mjólk 20 þúsund krónur, einn brauðhleifur 50 þúsund krónur, meðalleiga á íbúð væri 25 milljónir á mánuði og ódýrustu bílarnir væru á 250 milljónir króna. Þokkalegt einbýlishús færi á 20 milljarða króna. Þegar stjórnmálamenn, sem verja þessa óáran, tala fyrir því að sveiflur gjaldmiðilsins séu litla hagkerfinu nauðsynlegar, er mikilvægt að tilhlýðendur túlki orð þeirra á einn og sama veginn. Þessir stjórnmálamenn tala fyrir því að færa til pening í samfélaginu. Frá þeim fjármagns- þurfi til fjármagnseigenda. Og þeir meina ekkert annað. n Íslandsgjaldið 12 SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 18. MARS 2023 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.