Fréttablaðið - 18.03.2023, Side 18

Fréttablaðið - 18.03.2023, Side 18
Það er erfitt að óreyndu að ímynda sér það að horfa upp á maka sinn og vin hverfa sjálfum sér smátt og smátt. Óperuformið hefur í seinni tíð orðið dálítið heilagt fyrir mörgum. Ingvar var einnig mikilsmetinn hljóð- hönnuður. birnadrofn@frettabladid.is Í kvöld fara fram minningartón­ leikar um Ingvar Lundberg, hljóð­ hönnuð og tónlistarmann, sem lést síðastliðið sumar aðeins 56 ára gamall. Tónleikarnir fara fram í Bæjarbíói og þar koma fram Cell7, SúEllen, Dúkkulísur, Guðmundur R, Jón Ólafsson, Kvöldverður á Nesi og Langi Seli og skuggarnir. Ingvar starfaði sem tónlistar­ maður frá unglingsaldri og var þekktastur fyrir hljómborðsleik í sveitinni SúEllen. Hljómsveitin var stofnuð árið 1983 og var snemma farin að koma fram á dansleikjum. SúEllen var frá Norðfirði og kom mest fram fyrir austan. Árið 1985 var hún meðal keppenda í hljóm­ sveitakeppni í Atlavík, þar varð hún í 2. sæti en í 3. sæti varð Special treat­ ment, sem varð svo þekkt sem Greif­ arnir. Ingvar var einnig mikilsmetinn hljóðhönnuður, sérhæfður í kvik­ myndum. Hann var margverðlaun­ aður fyrir verk sín og stuttu eftir and­ látið hlaut Ingvar Edduverðlaun fyrir hljóðhönnun í kvikmyndinni Dýrið. Á tónleikunum í kvöld ætla vinir Ingvars að heiðra minningu hans og mun allur ágóði renna í minningar­ sjóð um Ingvar. n Heiðra minningu Ingvars í Bæjarbíói Ingvar var þekktastur fyrir að spila á hljómborð í hljómsveitinni SúEllen. Um helgina | Gamanóperan Don Pasquale hefur slegið í gegn í Þjóðleik­ húskjallaranum, jafnvel hjá þeim sem halda að þeir hafi ekki gaman af óperum. birnadrofn@frettabladid.is Sviðslistahópurinn Óður f lytur um þessar mundir gamanóperuna Don Pas­ quale í Þjóðleikhúskjallar­ anum. Þórhallur Auður Helgason óperusöngvari fer með hlutverk Ernesto í sýningunni og segir hann markmið hópsins að setja upp óperusýningar fyrir almenna Íslendinga, einkum þá sem halda að þeir hafi ekki gaman af óperum. Óperan sé flutt á íslensku og í fyrirrúmi sé leikgleði, nánd við áhorfendur og umfram allt að taka þetta ekki of hátíðlega. „Óperuformið hefur í seinni tíð orðið dálítið heilagt fyrir mörgum. Það má litlu breyta og hefðin ræður dálítið miklu en við lítum svo á að ópera eigi fyrst og fremst að vera skemmtun og leyfum okkur ýmis­ legt til að koma því til skila,“ segir Þórhallur. Fyrir nokkrum árum fór Þórhall­ ur ásamt vini sínum, óperusöngvar­ anum Ragnari Pétri Jóhannssyni, á óperuna Ástardrykkinn í Vínar­ borg. Þórhallur segir að gaman­ óperan hafi verið afar vel upp sett í þetta skiptið. „Hún var alveg bráð­ fyndin. Við vorum þarna í rosalega góðu skapi og hlógum okkur mátt­ lausa en fólkið í kringum okkur var alltaf að sussa á okkur,“ segir Þór­ hallur. „Áhorfendum fannst þetta svo fínt að það mátti ekki hlæja að gamanóperunni,“ bætir hann við. „Við bitum þetta svo rosalega í okkur, fórum heim og töluðum um það hvernig væri komið fyrir þessu listformi ef maður mætti ekki lengur hlæja á gamanóperu. Okkur langaði satt að segja mest að setja upp okkar eigin sýningu þar sem fólk mætti hlæja eins og það vildi,“ segir Þórhallur. Þeir Ragnar, ásamt óperusöng­ konunni Sólveigu Sigurðardóttur, ákváðu því að setja upp Ástardrykk­ inn á Íslandi og úr varð Óður. Upp­ haflega stóð til að sýningin færi fram á bar en svo bauðst hópnum að sýna í Þjóðleikhúskjallaranum. Ástar­ drykkurinn var í sýningu í rúmt ár og sýnir hópurinn nú næstu sýningu sína þar, Don Pasquale, sem hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. „Það sem okkur hefur í rauninni tekist, og var okkar markmið frá upphafi, er, auk þess að fá fullt af fólki sem þekkir þennan óperuheim á sýningarnar, að ná líka til fólks sem hélt aldrei nokkurn tímann að það gæti haft gaman af óperum,“ segir Þórhallur. „Það er fullt af fólki sem hefur mætt á sýningarnar og játað fyrir okkur að hafa ekki trúað á þetta, það hafi gengið þarna inn af einhverri skyldurækni og búist við því að þetta yrði ofboðslega leiðinlegt. Svo hlær það allan tímann og spyr spennt eftir sýningu hvað sé næst á dagskrá hjá okkur,“ segir hann og hlær. Ástæðuna segir hann þá að margir hafi svo fastmótaðar hug­ myndir um óperu og sýningin gangi gegn mörgum þeirra. „Við hrærumst vissulega öll í þessum óperuheimi núna en það er ekki eins og við gerum ekkert annað. Við erum bara að setja upp sýningar sem við myndum vilja sjá. Ég held að hugmyndin um óperu­ söngvara sé dálítið sú að við séum öll föst í fornöld en í matarpásum erum við bara að tala um nýjasta Last of Us­þáttinn og hvað Rings of Power var hræðileg sería,“ segir Þórhallur. „Þó að við séum búin að breyta ákveðnum hlutum þá erum við ekki búin að skrumskæla verkið, þetta er enn þá ópera, en við leyfum okkur að gera nýja hluti og breyta því sem okkur þykir einfald­ lega gera sýninguna skemmtilegri,“ segir hann. „Ég get sagt það fyrir mig að framan af fannst mér ópera frekar leiðinleg og það tók mig langan tíma að fatta þetta form. Við erum þeirrar skoðunar að óperan þurfi ekki alltaf þetta punt, hún á fyrst og fremst að segja sögu og tón­ listin brýtur niður svo marga múra. Þegar fólk gleymir því síðan að við séum að syngja, þá lifnar sýningin við,“ segir Þórhallur. n Frá sýningu á grínóperunni Don Pasquale sem sýnd er í Þjóðleikhúskjallaranum. Mynd/Ólafur Björn TÓMasson Óperan ekki tekin of hátíðlega Við mælUm með | Andasalati á Kol Þrátt fyrir að kalt sé úti er daginn farið að lengja og hækkandi sól kallar á ferskan og léttan mat. Á Kol á Skólavörðustíg er á bæði á kvöld­ og hádegisseðli afar ljúffengt andarsal­ at. Salatið saman stendur af steiktu andaconfit með appelsínulaufum, granatepli, vatnsmelónu, wasabi­ baunum, kasjúhnetum og teryaki­ gljáa sem gjörsamlega bráðnar í munni. Dásamlegri fiskisúpa Líklega verða þær ekki betri fiski­ súpurnar á Íslandi en sú arna sem fæst á Hnossi á jarðhæð Hörpunnar. Skammturinn er vel úti látinn með dásemdar súrdeigsbrauði á kant­ inum, en megingaldurinn er karrí­ bragðið sem rímar fullkomnlega við innihaldið. Miðað við allt að saman­ lögðu er verðið á herlegheitunum líka býsna sanngjarnt. Bjork@freTTaBladid.is Magnús Karl Magnússon segir frá því í viðtali í þessu tölublaði þegar eiginkona hans, Ellý Guðmundsdóttir, greindist með Alzheimer fyrir sex árum, þá rétt rúmlega fimmtug, og hvernig lífið, þrátt fyrir allt, hélt áfram. Það er erfitt að óreyndu að ímynda sér það að horfa upp á maka sinn og vin hverfa sjálfum sér smátt og smátt. Greiningunni lýsir Magnús sem rosalegu höggi og að þau hjón hafi upplifað að allt væri búið. Magnús og Ellý vissu af vægðarleysi sjúkdómsins og í stað þess að fara í að skipuleggja heimsreisu tóku þau ákvörðun um að njóta hversdagsins. Þau fóru í langa göngutúra nánast daglega, á tónleika og veitingastaði með góðum vinum og bendir Magnús á að fólk gleymi því oft að eftir greiningu geti fólk átt mörg góð ár. Ár er síðan Ellý flutti á hjúkrunarheimili, löngu fyrir sextugt. Þangað heimsækir Magnús hana daglega og þó að þau geti ekki lengur notið alls þess sem þau áður gerðu fara þau enn á sinfóníutónleika og segir Magnús eiginkonuna mynda djúp tengsl við tónlistina. Það er því kjörið að benda á styrktartónleika sem Alzheimersamtökin standa fyrir annað kvöld, sunnu­ dag, í Bæjarbíói. Þar er ætlunin að þeir sem þjást af sjúk­ dómnum, aðstandendur þeirra og allir þeir sem styrkja vilja málefnið geti átt saman notalega kvöldstund. n Fagri hversdagsleiki 18 helgin FRÉTTABLAÐIÐ 18. mARS 2023 lAUgARDAgUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.