Fréttablaðið - 18.03.2023, Side 25

Fréttablaðið - 18.03.2023, Side 25
KYNN INGARBLAÐ ALLT LAUGARDAGUR 18. mars 2023 Þau eru falleg kirsuberjatrén í Japan.  elin@frettabladid.is Vorið er komið í Japan og það er mun fyrr en venjulega. Japanir vita að vorið er komið þegar kirsu- berjatrén blómstra og það hafa þau sannarlega gert nú þegar. Íbúar í Tókýó eru því þeir fyrstu í heim- inum sem geta barið augum þessa dýrð þetta vorið. Samkvæmt Japan Times eru trén að blómstra um tíu dögum fyrr en venjulega. Kirsuberjatrén í Japan þykja einstaklega falleg og þúsundir ferðamanna flykkjast til landsins á vorin til að skoða trén í fullum blóma. Veturinn hefur verið óvenju mildur í Japan og nú draga kirsuberjatrén íbúa út í almenn- ingsgarða til að njóta fegurðarinn- ar. Það er til siðs í Japan að halda upp á vorið þegar kirsuberjatrén eru í fullum blóma. Þá er haldin hanami-hátíð í görðum sem er jap- anskur siður til að njóta skamm- vinnrar fegurðar blómanna. Fólk kemur með veitingar og fagnar undir bleikum fossi þeirra. Allar hömlur á bak og burt Meðan á Covid-faraldrinum stóð fengu Japanir ekki að halda hanami-hátíð en nú hefur öllum hömlum verið aflétt svo íbúar fagna vorinu rækilega. Trén blómgast fyrst í Tókýó þann 15. mars en blómstrunin nær hámarki 22. mars svo tímabilið er ekki langt. Í Kýótó blómstra trén 22. mars og í Osaka 31. mars. n Japanir fagna vorkomunni Inga var búin að prófa mýmörg hárvítamín þegar hún ákvað að prófa Smoother Skin & Hair frá Eylíf sem hún segir að raunverulega virki. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sumt er gott en þetta er best Inga Þórisdóttir stjórnendaþjálfi segist barnslega glöð yfir frábærum áhrifum af bætiefninu Smoother Skin & Hair frá Eylíf á hárið. Hárlos er úr sögunni og hárið vex sem aldrei fyrr. 2 Alla daga gegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.