Fréttablaðið - 18.03.2023, Page 30

Fréttablaðið - 18.03.2023, Page 30
Sótt er um laus störf á heimasíðu Vegagerðarinnar, www.vegagerdin.is Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður, stærsta framkvæmdarstofnun landsins með gríðarlega fjölbreytta verkefnaflóru. Starfshlutfall er 100%, Umsóknarfrestur er til og með 31.03.2023. Nánari upplýsingar veitir Margrét Silja Þorkelsdóttir, forstöðumaður hönnunardeildar (margret.s.thorkelsdottir@vegagerdin.is), s. 522-1830 Sérfræðingur við hönnunarstjórn Borgarlínu Laust er til umsóknar starf sérfræðings á hönnunardeild Vegagerðarinnar í Garðabæ. Vegagerðin vinnur að þróun, skipulagi, hönnun og framkvæmd samgöngumannvirkja fyrir fjölbreytta ferðamáta. Framundan eru umfangsmikil og spennandi verkefni við undirbúning Borgarlínu sem tilheyrir Samgöngusáttmála. Vegagerðin leitar að öflugum einstaklingi sem mun sinna hönnunarstjórn Borgarlínu ásamt teymi verkefnastofu Borgarlínu. Helstu verkefni og ábyrgð Meðal verkefna er hönnunarstjórn með teymi alþjóðlegra ráðgjafa, þátttaka í gerð verðfyrirspurnar- og útboðsgagna, kostnaðaráætlana, rýni hönnunar og fjölbreyttum umbótaverkefnum á sviði hönnunar. Hæfniskröfur → Háskólanám í verk- eða tæknifræði M.Sc. próf æskilegt → Reynsla af hönnun fjölbreyttra ferðamáta → Reynsla af gerð verklýsinga og kostnaðaráætlana æskileg → Hæfni í mannlegum samskiptum, geta til að vinna sjálfstætt og í teymisvinnu → Hæfni til að fylgja málum eftir og til að finna bestu lausnir hverju sinni → Skipulagshæfni, frumkvæði og faglegur metnaður → Góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu og töluðu máli → Góð öryggisvitund Sérfræðingur við hönnunarstjórn og jarðtæknilega hönnun Laust er til umsóknar starf hönnunarstjóra á hönnunardeild Vegagerðarinnar. Starfsstöð er í Garðabæ eða á Akureyri. Vegagerðin vinnur að þróun, skipulagi, hönnun og framkvæmd samgöngumannvirkja fyrir fjölbreytta ferðamáta. Fram undan eru fjölbreytt og spennandi verkefni á landinu öllu. Sóst er eftir einstaklingi með þekkingu og reynslu af hönnun samgöngumannvirkja með jarðtæknilega áherslu. Helstu verkefni og ábyrgð Starfið felur í sér hönnunar- og verkefnastjórn auk sérfræðiráðgjafar í jarðtæknilegri hönnun. Um mjög fjölbreytt og krefjandi starf er að ræða. Helstu verkefni eru: → Almenn verkefnis- og hönnunarstjórn → Kaup á ráðgjöf og rannsóknum á sviði jarðtækni → Úrvinnsla jarðtæknirannsókna → Jarðtæknileg ráðgjöf og rýni vegna hönnunar vega og grundunar mannvirkja → Þátttaka í leiðbeiningagerð í samstarfi við aðrar deildir Hæfniskröfur → Verk- eða tæknifræðingur með M.Sc. próf → Sérhæfing eða reynsla á sviði jarðtækni æskileg → Hæfni í mannlegum samskiptum, vinna sjálfstætt og í teymisvinnu → Hæfni til að fylgja málum eftir og til að finna bestu lausnir hverju sinni → Lausnamiðuð hugsun, frumkvæði og faglegur metnaður → Skipulögð og öguð vinnubrögð í starfi → Góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu og töluðu máli, kunnátta í norðurlandamáli æskileg → Góð öryggisvitund Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Tvær stöður á hönnunardeild Vegagerðarinnar Þarftu að ráða starfsmann? Ráðum sérhæfir sig í ráðningum og mannauðsráðgjöf. Við komum til móts við þarfir fyrirtækja og sérsníðum lausnir sem henta hverjum viðskiptavini. Þátttakandi í íslensku atvinnulífi í meira en 50 ár 2 atvinna FRÉTTABLAÐIÐ 18. mARs 2023 LaUGaRDaGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.