Fréttablaðið - 18.03.2023, Page 31
Umsjón með starfinu hefur Jensína K.
Böðvarsdóttir (jensina@vinnvinn.is) og
Margrét Stefánsdóttir (margret@vinnvinn.is).
LV er leiðandi lífeyrissjóður sem styður við fjárhagslega
framtíð sjóðfélaga. Starfsemin felst í marvíslegum
verkefnum varðandi móttöku iðgjalda, ávöxtun og
annarri umsýslu eignasafna og þjónustu við sjóðfélaga.
Á liðnu ári greiddi sjóðurinn rúma 26 milljarða í lífeyri
til ríflega 22 þúsund sjóðfélaga. Fjármunir sjóðfélaga eru ávaxtaðir
með gagnsæjum og ábyrgum hætti með samfélagslega ábyrgð að
leiðarljósi. Eignir LV eru ávaxtaðar í fimm eignasöfnum og námu 1.173
milljörðum króna í árslok 2022.
Hjá sjóðnum starfar 58 manna samhent liðsheild þar sem hver og
einn nær að nýta hæfileika sína og þekkingu til að sinna krefjandi
verkefnum. Áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð, þverfaglegt samstarf,
góð samskipti, frumkvæði og hæfni til að laga sig að
síbreytilegu umhverfi.
LV býður upp á góða starfsaðstöðu og starfsumhverfi þar
sem áhersla er meðal annars lögð á jafnrétti og jafnvægi
milli vinnu og einkalífs. LV hefur hlotið jafnlaunavottun.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem
gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni
viðkomandi til að gegna starfinu.
Sérfræðingur
á lífeyrissviði
Umsóknarfrestur er til og með 27. mars nk.
Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is.
2022 - 2025
Lífeyrissjóður verzlunarmanna leitar að sérfræðingi til starfa á lífeyrissviði
sem er eitt fjögurra kjarnasviða sjóðsins. Helstu verkefni sviðsins eru
útreikningur lífeyris og ráðgjöf við sjóðfélaga auk þróunar á þjónustu og
lífeyrisafurðum. Lífeyrissvið veitir um 22 þúsund sjóðfélögum fjölbreytta
þjónustu varðandi eftirlaun, makalífeyri, örorkulífeyri og barnalífeyri.
Á sviðinu starfa fyrir sex sérfræðingar í lífeyrismálum.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
• Tölugleggni og góð greiningarhæfni.
• Mjög góð Excelkunnátta.
• Samviskusemi og nákvæmni í vinnubrögðum.
• Rík þjónustulund.
• Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum.
• Geta til að vinna vel í hóp.
• Vilji til að tileinka sér nýja þekkingu og vinnubrögð.
Vegna aukinna verkefna leitum við að öflugum einstaklingum til að vinna með okkur
Bifreiðastjóri í akstursþjónustu
Starfslýsing
Um er að ræða áætlunarakstur hjá
ferðaþjónustu fatlaðs fólks og aldraðra á
höfuðborgarsvæðinu. Vinnutími er alla virka
daga frá kl 07:00 – 17:30.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Aukin ökuréttindi (D og D1 réttindi) skilyrði
• Hreint sakavottorð skilyrði
• Rík þjónustlund og góð færni í mannlegum
samskiptum
• Reglusemi, snyrtimennska og stundvísi
• Jákvæðni, drifkraftur og sjálfstæð vinnubrögð
• Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og
rituðu máli er skilyrði
Bifreiðastjóri í rútudeild
Starfslýsing
Um er að ræða fjölbreytt og lifandi starf við
rútuakstur. Í rútudeild er unnið á vöktum.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Aukin ökuréttindi (D og D1 réttindi) skilyrði
• Hreint sakavottorð skilyrði
• Rík þjónustlund og góð færni í mannlegum
samskiptum
• Reglusemi, snyrtimennska og stundvísi
• Jákvæðni, drifkraftur og sjálfstæð vinnubrögð
• Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og
rituðu máli er kostur
Bifvélavirki
Starfslýsing
Um er að ræða starf við viðhald og viðgerðir á verkstæði
Hópbíla í Hafnarfirði. Hópbílar hafa yfir að ráða stóru og
vel útbúnu tækjaverkstæði. Vinnutími er breytilegur en
unnið er í vaktavinnu.
Helstu verkefni:
• Öll almenn viðhalds-, greiningar og viðgerðarvinna á
ökutækjum af öllum stærðum og gerðum
• Meðhöndlun bilanagreina
• Önnur verkefni er snúa að viðhaldi
Hæfniskröfur:
• Menntun í bifvélavirkjun eða yfirgripsmikil reynsla af
tækja- og vélaviðgerðum
• Aukin ökuréttindi (D og D1 réttindi) kostur
• Öguð, snögg og nákvæm vinnubrögð
• Sjálfstæði, frumkvæði og mikil skipulagshæfni
• Hreint sakavottorð er skilyrði.
Vaktstjóri í akstursdeild
Starfslýsing
Vegna aukinna umsvifa óska Hópbílar eftir að ráða
jákvæðan og metnaðarfullan einstakling sem
vaktstjóra í akstursdeild fyrirtækisins. Akstursdeildin sinnir
almennri þjónustu við viðskiptavini Hópbíla hf. auk þess
að sinna ýmsum verkefnum er lúta að innri starfsemi
félagsins.
Helstu verkefni:
• Stjórnar og samhæfir þjónustu fyrirtækisins
• Skipuleggur röð og tímasetningu einstakra þátta
• Nýting tækja og mannafla
• Símsvörun og móttaka viðskiptavina
• Almenn upplýsingagjöf til starfsfólks og viðskiptavina
• Þátttaka í verkefnum er lúta að innri starfssemi
fyrirtækisins
Hæfniskröfur:
• Háskólamenntun s.s. á sviði verkefnastjórnunar eða
önnur menntun sem nýtist í starfi er kostur
• Reynsla af svipuðu eða sambærilegu starfi
• Hæfni til að móta jákvætt vinnuumhverfi og byggja
upp teymi
• Framsýni, metnaður, frumkvæði og skipulagshæfni
• Mjög góð samskiptahæfni og jákvætt viðmót
• Jákvæðni, drifkraftur og sjálfstæð vinnubrögð
• Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
• Góð tölvufærni og talnagleggni
• Aukin ökuréttindi (D réttindi)
MELABRAUT 18 | 220 HAFNARFJÖRDUR | Sími: 599-6000 | hopbilar.is
Um Hópbíla
Hópbílar er hluti af samstæðu nokkurra ferðaþjónustufyrirtækja í eigu eignarhaldsfélagins Pac1501 ehf. Undir þeim hatti eru í dag félögin Airport Direct, Bushostel,
Gray line, Hópbílar og Reykjavík Sightseeing.
Hjá félögunum starfar í dag breiður hópur starfsmanna sem hefur yfir gríðarlegri reynslu og þekkingu að ráða. Við ætlum að leggja allan okkar metnað í það að vera
fyrsti kostur í hópferðum hér á landi þar sem gæði, þekking og þjónusta eru allt saman þættir sem eru okkur að leiðarljósi í daglegu starfi.
Umsóknarfrestur er til og með 24.03.2023. Í samræmi við jafnréttisstefnu Hópbíla eru einstaklingar af öllum kynjum hvattir til að sækja um. Fullum trúnaði er heitið og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um
ráðningu liggur fyrir. Nánari upplýsingar um starfið veitir Arnar Páll, mannauðsráðgjafi (arnarp@hopbilar.is) í síma 599-6014 og einnig er tekið við umsóknum á atvinna@hopbilar.is
VILT ÞÚ VINNA Í
FERÐAÞJÓNUSTU?