Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.03.2023, Qupperneq 43

Fréttablaðið - 18.03.2023, Qupperneq 43
Gunnar: „Mér er skítsama, ég verð dauður.“ Einar: „Sko, mér finnst hugmynd- in bara viðurstyggileg. Ég er geysi- lega glaður yfir því sem höfundur að vera ekki að skrifa í andrúmslofti eins og var í Sovétríkjunum en við erum að færast svolítið í þá áttina. Það er fyrir tilstilli þrýstihópa sem eru gjarnan að móðgast fyrir ann- arra hönd.“ Gunnar: „Þetta er vel meinandi fólk.“ Einar: „Já, en ég skal segja ykkur klikkað dæmi. Það kom krítík á bókmenntavef um daginn þar sem verið var að tala um að það væri einhvers konar hneyksli að vinur minn Árni Óskarsson, sem er stór- þýðandi en vissulega norrænn yfir- litum, skuli vera að þýða bók eftir amerískan blökkumann sem heitir Neðanjarðarlestin og fjallar um þræla í Bandaríkjunum. Að það sé sem sé einhver skandall, einhvers konar menningarnám og að hann sé að taka þetta af þeim með því að þýða þetta. Það er ekki hægt að sýna þessari bók og þessum höf- undi meiri heiður heldur en að þýða hann.“ Gunnar: „Já, þetta er svolítið skrítið.“ Einar: „Svo var strákur í kínversk- um háskóla sem þýddi bók eftir mig. Hún gerist meðal íslenskra togarasjómanna, er hann þá að stela okkar heimi og svo framvegis? Þetta er orðin dellan í umræðunni. Fyrir svona tveimur árum start- aði ég nú umræðum um þetta J.K. Rowling-mál á Faceobook og það fór víða, var víða deilt. Að sjá athugasemdirnar sem komu, þetta var eins og stormur. Þetta minnti mann á andrúmsloft McCarthy- tímans nema þetta var í öfuga átt, á móti rithöfundinum. Það sérkenni- legasta var að það var ein mann- eskja mikið að tjá sig á móti bók- menntunum fannst mér og „læka“ allt það versta sem sagt var og nú er hún starfandi formaður Rithöf- undasambandsins. Rithöfunda- sambandið hefur oft verið gagnrýnt fyrir að vera gagnslaust en núna er það orðið skaðlegt bókmenntunum ef þetta er sjónarmið þess.“ En hvað finnst ykkur um að órit- skoðuð verk geti sýnt okkur hvernig samfélagið var á þeim tíma sem þau komu út? Getum við lært af þeim? María: „Við erum alltaf að spegla okkur í sögunni.“ Gunnar: „Og það má alveg ræða þann tíma sem verkið kemur út á.“ Einar: „Svo mun þetta allt hitta mann sjálfan fyrir. Þetta kemur eins og búmerang. Stundum hugsar maður til þess, af því að kristnir sértrúarsöfnuðir eru að beita sér fyrir ritskoðun, hvenær þeir fara að lesa Gamla testamentið með gagn- rýnum augum. Átta sig á því að það sé stórskaðlegt og algjör vitleysa.“ Gunnar: „Fullt af þrælahaldi og kvenfyrirlitningu.“ Einar: „Já, já, og fjöldamorðum.“ Gunnar: „Við verðum að þekkja söguna, bæði bókmenntasöguna og mannkynssöguna, til að geta lært af henni. Annars eru meiri líkur á að við endurtökum mistökin.“ Einar: „Þegar ég var í mennta- skóla þá lásum við Laxdælu á fyrsta ári. Í henni er fræg sena þegar Höskuldur Dalakollsson er í Nor- egi og kemur á þrælamarkaði. Þar eru konur til sölu og þær kosta allar það sama nema ein, hún er tvöfalt dýrari. Þetta er Melkorka prinsessa frá Írlandi. Hann spyr af hverju hún kosti meira og það er sagt að það sé af því að hún sé mállaus. Hugsið ykkur húmorinn, þetta er alveg ekta svona: Þarna færðu fína konu og hún heldur kjafti. Ég held að það hljóti að styttast í að okkar klass- ísku bókmenntir, þessi verk verði ekki kennd í skólum og verði ekki til á bókasöfnum. Hvers konar sam- félag verðum við þá?“ Gunnar: „Svo er verið að búa til sjónvarpsseríur og kvikmyndir um þennan tíma, þar sem konur eiga undir högg að sækja þó að það sé reynt að lyfta þeim eitthvað upp, eins og til dæmis The Last King- dom sem gerist árið 900. Það er mjög upplýsandi að horfa á margt af þessu, til dæmis á konur rísa upp gegn karlaveldinu og ef maður horfir á það sem nútíma mann- eskja þá ber maður það ómeðvitað saman við nútímann. Þess vegna ætti ekki að breyta gömlu dóti.“ María: „Við erum samt alltaf að gera það, en svo er svona klassík eins og Shakespeare sem þarf ein- hvern veginn ekki að breyta. Það má alveg stytta og svona en hann er orðinn svo mikil klassík að hann er ekkert að ögra okkur í nútíðinni. Klassíkin lifir af því hún er svo góð.“ Gunnar: „Mér líður eins og það hafi alltaf þótt nauðsynlegt að breyta barnaklassík eins og Línu Langsokk. Emil í Kattholti er núna í Borgarleikhúsinu, pabbinn þar er of beldismaður og ýmislegt stang- ast á við nútímann en sem betur fer var því ekki breytt of mikið.“ María: „Maður þarf að bera virð- ingu fyrir verkunum sem maður er að vinna með, en líka fyrir áhorf- andanum eða þeim sem eiga að njóta listanna.“ En þegar verk eru staðfærð? Er það eitthvað sem þið viljið að sé gert þegar ykkar verk eru þýdd á önnur tungumál? Gunnar: „Þegar ég skrifa barna- bækur þá vil ég einhvern veginn hreyfa við lesandanum, að hann hugsi og læri eitthvað, finni til sam- kenndar og læri jafnvel eitthvað um sjálfan sig. Þess vegna mætti mín vegna breyta mínum bókum þann- ig að þær gerðust ekki á Íslandi. Ég er ekki í landkynningarstarfi og er sama hvort það komi fram stað- reyndir um Ísland. Ef bók væri gefin út í Kóreu mætt breyta öllu frá Íslandi yfir í Kóreu. Ég vil ekki að það sé múr á milli barnanna sem lesa og bókarinnar. Það má alveg breyta Kringlunni eða Smáralind í einhvern stað í Kóreu eða hvar sem bókin kæmi út.“ Einar: „Já, svona aðlögun með samþykki höfundar, það finnst mér vera annar handleggur.“ María: „Já, ég er sammála og svo hafa bækur líka bara verið styttar, eins og bækur frá 19. öld, sem voru kannski algjörar langlokur og hafa verið styttar mjög mikið.“ Einar: „Já, einmitt , margar frægustu bækur heims hafa aldrei verið gefnar út hérna nema í styttri útgáfu, eins og Stríð og friður og Góði dátinn Svejk.“ Hvernig fyndist ykkur ef ykkar verk yrðu stytt? Einar: „Það væri rosalega grátlegt, en það tíðkaðist á þessum tíma. Það var allt önnur virðing borin fyrir höfundarrétti og svoleiðis.“ María: „Já, kannski er bara niður- staðan sú að maður verði að treysta samtímanum fyrir þessu.“ Gunnar: „Ég á þrjár bækur sem hafa verið færðar yfir á annað form, í bíó eða leikhús, og þá þarf heldur betur að stytta. Ég er alltaf brjál- aður, ég er alltaf bara: Þetta er mikil- vægt og það má ekki sleppa þessu. En það er bara ekki annað hægt út af tímarammanum en ef einhver ætlaði að stytta bækurnar mína þá væri ég ekki ánægður.“ Er þá niðurstaðan sú að það þurfi að gera nýjar bækur og hafa þessar gömlu jafnvel bara á bókasafninu? Einar: „Ég held að þú fáir enga niðurstöðu hér.“ María: „Það sem ég held að gerist líka er það að markaðurinn hættir að hafa áhuga á þessum bókum. Eins og Enid Blyton, þetta bara deyr út. Svo er auðvitað málið að skrifa nýjar bækur, við erum hvort sem er að endurskrifa allt.“ Einar: „En ég vorkenni líka börn- um sem fá ekki að lesa um páfa- gaukinn Kiki.“ Gunnar: „Úr Enid Blyton-bók- unum?“ Einar: „Já.“ Gunnar: „Kræst. Mér fannst mér þær svo leiðinlegar.“ Einar: „Mér fannst þetta stórkost- lega skemmtilegt. „Þurrkaðu af fót- unum og lokaðu hurðinni. Þurrkaðu af fótunum og lokaðu hurðinni.“ Þetta er frábært.“ n Ég held að það hljóti að styttast í að okkar klassísku bókmenntir, þessi verk verði ekki kennd í skólum og verði ekki til á bóka- söfnum. Hvers konar samfélag verðum við þá? Einar Kárason Já, kannski er bara niðurstaðan sú að maður verði að treysta samtímanum fyrir þessu. María Reyndal FRÉTTABLAÐIÐ HELGIN 2718. MARS 2023 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.