Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.03.2023, Qupperneq 47

Fréttablaðið - 18.03.2023, Qupperneq 47
Birna og Eva María elska að veggfóðra loft og er svefn- herbergið engin undantekning á þeirri góðu reglu. Kveðjan „Hello Gorgeous“, eins og Barbara Streisand segir við sjálfa sig í speglinum, blasir við á baðherberginu. Gott veganesti út í daginn. Í turnherberginu hafa þær útbúið þennan forláta bar sem þær segja uppá- haldsbar margra vina. Kósíhorn heimilisins, á veggjum má alls staðar sjá hinsegin list og bleikur pottofninn brýtur rýmið upp. Birna og Eva María með hundinn Strump á suðursvöl- unum sem Össi vegglistamaður spreyjaði svona líflega. Ekki hægt að vera í vondu skapi „Við elskum til dæmis að fá vina- hópinn í mat þar sem allir eru að stússast saman að elda, setjast svo saman til borðs og svo eftir mat færum við okkur inn í stofu, já, eða upp í turnbarinn,“ segir Eva María og bætir við: „Okkur finnst gaman að vera gest- gjafar og á hinsegin hátíðisdögum líkt og Eurovision og Pride elskum við að bjóða mörgum heim og hafa eins konar ættarmót hjá vinahóp- unum okkar.“ Hjónin bjuggu áður á Vatnsstíg með stórar svalir og æðislegt útsýni og segja þær ekki hafa komið til greina að skipta um húsnæði nema útsýnið væri þeim mun betra og skemmtilegri svalir. „Það rættist heldur betur á Skóla- vörðustígnum því á góðum dögum sjáum við Reykjanesið, Snæfells- nesið, Akranesið og allan fjalla- hringinn í kringum Reykjavík og f lóann. En erum samt í miðjunni á borginni og horfum inn í litríkar götur yfir falleg húsþök og niður regnbogastrætið. Það er ekki annað hægt en að fá einhverja auka orku þegar við vöknum á morgnana og lítum út um gluggana, það er bara ekki hægt að vera í vondu skapi,“ segir Birna ákveðin. Þær eru duglegar að bjóða fólk- inu sínu í bröns. „Þá eru gestir oft að mæta um hádegisbilið og við berum fram þetta klassíska, svo er setið og borðað, hugsanlega skálað í mímósum, spjallað um daginn og veginn og áður en við vitum af erum við oft búin að sitja klukku- tímunum saman og sólin sest eða tími kominn á kvöldmat,“ segir Eva María að lokum. n Ef Gulli byggir, já, eða Vala Matt, eru að lesa þetta og hafa áhuga á hugsanlegum þakpalli í miðborg Reykjavíkur þá erum við í síma- skránni. Fréttablaðið helgin 3118. mars 2023 lAUgARDAgUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.