Fréttablaðið - 18.03.2023, Side 57

Fréttablaðið - 18.03.2023, Side 57
Sýningar Ólafar Nordal eru tilhlökkunarefni, því oftast veit áhorf- andinn ekki hverju hann á von á fyrr en á hólminn er komið. KVIKMYNDAGETRAUN í samstarfi við Bíó Paradís: Sex miðar í bíó, popp og gos. Farið inn á kvikmyndir.is og svarið nokkrum laufléttum spurningum í boði þáttarstjórnenda Bíóbæjarins. Myndlist Ólöf Nordal Fygli Ásmundarsalur 25.2.–26.3. 2023 Aðalsteinn Ingólfsson Sýningar Ólafar Nordal eru til­ hlökkunarefni, því oftast veit áhorfandinn ekki hverju hann á von á fyrr en á hólminn er komið. Hún „vinnur með menningararf­ inn“ eins og það er kallað, en sú vinna getur leitt hana um víðan völl, yfir í þjóðsögur, mannfræði og menningar fræði – og ein­ stöku sinnum út í ógöngur, eins og stundum gerist þegar mikið er undir. Yfirstandandi sýning hennar í Ásmundarsal er hins vegar óvenju hófsöm, markviss og skýrt upp byggð, nánast innsetning sem samanstendur af þremur „foglum“, furðuverum úr bronsi. Þeim er komið fyrir á háum stöllum þann­ ig að þeir yfirskyggja áhorfendur. Allt um kring hljómar svo margs konar kvak, kjank og garg, hljóð­ effektar úr fuglaríkinu eftir Hjalta, son listakonunnar, sem er starfandi tónskáld. Bronssteypa er nokkur nýlunda í myndlist Ólafar en þrátt fyrir að efnisheimur nútímalista­ manna sé nú nánast ótakmarkaður, er mörgum þeirra enn hlýtt til gamla góða bronsins og nota hvert tækifæri til að hagnýta sér það. Eftir áferð steypunnar að dæma virðist listakonan hafa látið stækka og steypa eftir þremur leirskissum sínum. Þar sem óttinn býr „Foglar“ Ólafar eru samsett fyrir­ bæri, tiltölulega mennskir til fót­ anna, vængjalausir, en bera misjafn­ lega afmynduð fuglshöfuð. Þeir eru í miðju ummyndunarferli, brjótast um í mannheimi en teygja sig í átt til stjarnanna. Fuglar í einhverri mynd koma víða fyrir í nútímalist, ekki síst meðal súrrealista, þar sem þeir eru gjarnan tákn fyrir hugarflugið og andagiftina. Max Ernst teflir iðu­ lega fram í verkum sínum furðufugli sem hann nefndi „LopLop“, sem var eins konar milliliður milli lista­ mannsins og hugarheimanna þar sem óttinn (e. the uncanny) býr. Afkáralegt og ógnarlegt Þannig birtist fuglinn líka í verkum nokkurra íslenskra listamanna sem á tímabili sóttu andagift til súrreal­ isma, til dæmis Alfreðs Flóka, Errós, Sverris Haraldssonar og Sigurjóns Ólafssonar. Sem gegnsætt róman­ tískt tákn fyrir skáldskapinn og eft­ irlöngun mannsins eftir æðri sann­ leik kemur fuglinn hins vegar mun víðar fyrir í íslenskri myndlist, til að mynda í táknsæknari verkum Kjarvals og Finns Jónssonar. Fyrir utan Ólöfu man undirritaður hins vegar aðeins eftir einum öðrum listamanni íslenskum, Steingrími Eyfjörð, sem lýsir þessu ummynd­ unarferli, „ferðinni til stjarnanna“, sem afkáralegu, jafnvel ógnarlegu. Einhvern veginn þannig skilgreina menn „grótesku“. En þetta er líka viðhorf sem markar eldri verk Ólafar, þar sem fjallað er um mannkynbætur. Í því tilfelli voru hugsjónir hátimbraðar, en aðferðafræðin hörmuleg. n niðurstaða: Einföld sýning en margræð. Á rumpi situr fogl Á sýningu Ólafar Nordal, Fygli, í Ásmundarsal má sjá þrjár furðuverur úr bronsi. Fréttablaðið/Sigtryggur ari Fréttablaðið menning 4118. mars 2023 LAUgARDAgUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.