Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Side 9

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Side 9
framþróun atvinnu- og viðskiptalífsins í landinu, sbr. póst og síma, hafnir, vita og vegi eða víðtækar raf- orkuframkvæmdir og annað slíkt, sem við það mið- ast að hlaupa undir bagga, þar sem bolmagn ein- staklingsins þrýtur. Telur fundurinn, að farsæld í atvinnulífinu geti ekki þróazt nema með góðu samstarfi og gagnkvæm- um skilningi stéttanna, svo sem verið hefir megin- sjónarmið Sjálfstæðisflokksins. — Með samstarfi nú- verandi stjórnarflokka álítur fundurinn, að þetta sjónarmið hafi hlotið almennari viðurkenningu en áður, sem hann væntir, að megi til góðs leiða og skapa aukið öryggi fyrir vinnufriði og bættri afkomu. Fundurinn bendir á, að heppileg leið til aukins ör- yggis og jafnvægis í atvinnumálum þjóðarinnar sé hlutdeildarfyrirkomulag í atvinnurekstrinum, þar sem því verður við komið, svo að starfsmenn geti öðlast hlutdeild í arði eða rekstri þeirra fyrirtækja, sem þeir vinna við. Fundurinn er því fylgjandi, að sett verði löggjöf um vinnuvemd, aukið öryggi verkamanna og bættan aðbúnað, og um vinnutíma í þeim atvinnugreinum, þar sem því verður við komið. Fjármál og skattamál. Jafnvel þótt landsfundurinn telji, að óhjákvæmi- legt hafi verið, eins og málum var komið, að leggja á nýja skatta á síðasta Alþingi, er hann þeirrar skoðunar að keppa beri að því, að færa niður útgjöld ríkissjóðs, svo að unt verði að létta skattabyrðina aftur. 7

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.