Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Side 10

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Side 10
Verzlunarmál. 1. Sjálfstæðisflokkurinn er fylgjandi frjálsri verzlun einstaklinga og félaga — er mótfallinn ríkis- rekstri og einkasölum. Flokkurinn telur óþvingaða samvinnuverzlun eðli- lega og telur, að einkaverzlun og samvinnuverzlun eigi að starfa í frjálsri samkeppni á jafnréttisgrund- velli. 2. Sjálfstæðisflokkurinn telur nauðsynlegt, að af- numin verði öll höft á innflutningsverzluninni, eins fljótt og ástæður leyfa, svo að innflytjendur geti keppt um að útvega landsmönnum sem beztar vörur með sem lægstu verði. Sjávarútvegsmál. Fundurinn lýsir ánægju yfir því, hversu vel á veg er komið framkvæmd þeirrar stefnu í sjávarútvegs- málum, er mörkuð var á síðasta landsfundi. Lýsir fundurinn stuðningi við stefnu stjórnarflokkanna í útvegsmálum og leggur höfuðáhezlu á eflingu fiski- flotans, byggingu frystihúsa og verksmiðja til hag- nýtingu sjávarafurða. Þá bendir fundurinn og á nauðsyn þess, að af hendi ríkisvaldsins verði hafnar þær framkvæmdir, er nauðsynlegar eru til arðvænlegrar starfrækslu hinna nýju tækja, svo sem fiskirannsóknir, hafnar- gerðir og öflun markaða. Fundurinn skorar á þingmenn Sjálfstæðisflokksins að vinna ötullega að því, að rýmkuð verði landhelgin við strendur Islands og að beita sér fyrir friðun Faxa- flóa. 8

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.