Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Page 24

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Page 24
ar, er í nafni þingræðis og lýðræðis krafðist endur- heimt fulls, forns frelsis, leyst sjálft sig upp í inn- byrðis fjandsamlega flokka í stað þess að sameinast sem einn maður um sjálfstæðismálið, heldur reis og úlfúðin svo hátt, að þingið sveik sína helgustu skyldu um myndun þingræðisstjórnar. Og eigi aðeins sat þessi árin óþingræðisleg utanþingsstjórn að völdum, heldur skipaði og forsæti hennar maður, sem þrátt fyrir vammleysi og heiðarleik í hvívetna, þó hafði sýnt áhugaleysi fyrir endurreisn lýðveldisins, aðeins fáum dögum áður en hann tók við stjórnartaumun- um. Ofan á þetta bættist svo, að kunnir utanþings- menn börðust gegn málinu og jafnvel sjálft Alþingi lét sundurþykkjuna ná einnig til sjálfstæðismálsins, og logaði þó undir meir en upp úr gaus. Við þessar ytri aðstæður átti hinn nýji frelsis- dagur að renna, eða í þeim að byrgjast um ófyrir- sjáanlega framtíð. Þannig stóðu sakir, þegar Alþingi íslendinga allt í einu á elleftu stundu skildi sinn vitjunartíma, felldi niður allan ágreining, tók höndum saman um lausn málsins og hóf með því sjálft sig úr dýpstu niðurlægingu til fyllstu virðingar. Og þjóðin lét ekki á sér standa, heldur fylgdi nú svo fast á eftir, að þess munu engin dæmi í lýðfrjálsu landi. Allt er þetta meira ánægjuefni en orð fá lýst. Is- lendingum tókst á síðustu stundu að sanna, að þeir setja frelsið ofar öllu öðru. Þeir sýndu, að enda þótt þeir séu sjálfum sér sundurþykkir um allt annað, stóð þjóðin nær sem einn maður um frelsi sitt. Á þennan glæsileik fellur enginn skuggi, þótt vitað sé, 22

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.