Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Page 26
horfur. Get ég um margt farið fljótt yfir sögu, vegna
þess að tildrögin til stjórnarmyndunarinnar og
stefnu stjórnarinnar rakti ég og skýrði á fundi Varð-
arfélagsins í Reykjavík hinn 20. október 1944, í ræðu
á Alþingi daginn eftir, eða þegar hin nýja stjóm tók
við völdum, og loks gerðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks-
ins þessum efnum góð skil við útvarpsumræður frá
Alþingi dagana 4. og 5. desember síðastliðinn auk
margra og margvíslegra annarra greinargerða í ræðu
og riti af hendi málsvara Sjálfstæðisflokksins, er
fram hafa komið.
Ég hefi áður að því vikið, hversu komið var um
virðingu Alþingis og úrlausn vandamálanna. Fór
vanþóknun manna út af þessu að vonum dagvaxandi,
og eftir endurreisn lýðveldisins mögnuðust kröfurn-
ar um, að Alþingi rétti hlut sinn, og urðu brátt nær
einróma og án afláts. Hafði þá þjóðinni skilizt til
fulls, að án forystu á sviði stjórnmálanna væri vá
fyrir dyrum og heimtaði því sameining kraftanna til
öryggis og eflingar hinu unga lýðveldi. Hymingar-
steinnin var að sjálfsögðu myndun þingræðisstjórnar.
Síðasti landsfundur Sjálfstæðismanna lagði fyrir
flokksstjórnina að leitast við að koma á sem víðtæk-
ustu samstarfi á sviði stjórnmálanna og gerði um
það svohljóðandi samþykkt:
„Landsfundur Sjálfstæðismanna haldinn að Þing-
völlum 18. og 19. júní 1943 lítur svo á, að þingflokk-
ur Sjálfstæðismanna hafi gert allt, sem í hans valdi
stóð, til þess að mynduð yrði þingræðisstjórn á síðast-
liðnu þingi.
Telur landsfundurinn æskilegt, að Sjálfstæðisflokk-
urinn vinni að því að koma á sem víðtækastri stjórn-
24
4