Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Side 27

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Side 27
málasamvinnu í landinu og að mynduð verði þingræð- isstjórn, er njóti stuðnings meiri hluta Alþingis." Samkomulagstilraunir: Flokksstjórnin starfaði síðan í samræmi við þessi fyrirmæli. En þó var það eigi fyrr en draga tók að endurreisn lýðveldisins, að hún taldi hinar minnstu vonir standa til árangurs í þeim efnum. En í maí byrjun 1944 var svo komið, að álitið var rétt að hef ja slíkar tilraunir, og beitti flokkurinn sér þá fyrir því, að hafnar voru samningaumleitanir milli allra þingflokkanna um myndun 4 flokka stjórnar, er tæki við völdum upp úr lýðveldisstofnuninni, og skyldi það samkomulag tilkynnt þjóðinni fyrir hátíðahöld- in. Stóðu þær viðræður í 6 vikur, en brustu loks, sem kunnugt er. Sat nú um kyrrt, þar til í júlí í fyrra, að flokkur- inn hóf slíkar umleitanir að nýju. Stóðu þær yfir látlaust, þar til 3. október s. 1., að Framsóknarflokk- urinn tilkynnti, að hann teldi þeim lokið og myndi eigi að óbreyttum kringumstæðum taka frekari þátt í þeim. Fól þá forseti Islands formanni stærsta þingflokks- ins, Sjálfstæðisflokksins, að gera tilraun til stjórnar- myndunar. Snéri hann sér fyrst til Framsóknar- flokksins, enda var þá talið vonlítið, að takast mætti samstarf við verkalýðsflokkana eina. Framsóknar- flokkurinn neitaði að ganga í stjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Hann neitaði einnig uppástung- um Sjálfstæðisflokksins um hlutlausan forsætisráð- herra og yfirleitt öllu samstarfi öðru en því, að end- urreisa stjórn Björns Þórðarsonar. Var það eina 25

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.