Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Qupperneq 35
að lítil von er til að tækin geti tekið til starfa fyr
en á næsta ári, en stjómarsamningarnir voru, sem
kunnugt er, gerðir í október 1944. Hver telur sig nú
bæran um það, að reikna út í október 1944 hvaða
kauplækkun þarf til að ný framleiðslutæki beri sig
á árinu 1946 ? Eða hvort til þess þurfi yfirleitt nokkra
kauplækkun? Og hver þykist bær um í október 1944
að segja fyrir um afkastaauka nýrrrar tækni? Og
hver svarar því, hvernig átti að fá þessum órök-
studdu kauplækkunarkröfum framgengt? Og hver
treystist til að staðhæfa, að íslenzkir atvinnurekend-
ur hafi til þessa gert kröfu um fyrirfram tryggðan
rekstrarhagnað, áður en í kaup tækjanna var ráðist?
Eða að frekari ástæða hafi verið að krefjazt þess nú,
þegar margir atvinnurekendur eru vel f jáðir, heldur
en fyr, meðan þeir vom flestir snauðir?
Þessum spurningum hafa stjórnarandstæðingar
enn ekki svarað. Og þeir munu heldur ekki gera það
hér eftir. Hitt er svo augljóst mál, að hvorki stjóm-
arflokkarnir né aðrir geta fullyrt að tæknin beri sig
á sínum tíma að óbreyttu kaupi, né heldur að víst
sé, að þau falli ekki í verði þegar frá líður. Úr því
sker reynzlan og þá er að taka því, sem að höndum
ber. En meðan tæki, þótt dýr séu, á skömmum tíma
færa þjóðarbúinu meiri tekjur en sem nemur öllu
kaupverði þeirra, er það tvímælalaust rétt stefna og
í samræmi við hagsmuni heildarinnar, að ríkisvaldið
beiti sér fyrir öflun tækjanna, og hefji jafnframt
sjálft þær framkvæmdir, sem eru nauðsynleg skil-
yrði fyrir hagnýtri starfrækslu þeirra, svo sem hafn-
argerðir og annað þesskonar.
Ríkisvaldið getur svo síðar, ef með þarf, á marg-
3 33