Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Side 36

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Side 36
víslegan hátt ívilnað þeim, er fé sínu hætta á þennan hátt í þágu almenningsþarfa, og án efa mun kaup- gjaldið laga sig eftir gjaldgetunni. 1 þessum efnum ber allt að einum brunni, og eru stjórnarandstæðingar staðnir að svo augljósri tvö- feldni og rökþrotum í þessum aðalárásum sínum á hendur stjórnarinnar, að þær hafa að langsamlega mestu leyti fallið dauðar og ómerkar til jarðar. Önnur samningsatriði. í stefnuskrá stuðningsmanna stjórnarinnar eru að sönnu ýms fleiri atriði en þau tvö, er ég nú hefi gert að umræðuefni. En ekkert þeirra hefir sætt veru- legri gagnrýni og alls ekki um það, að um frávik frá sjálfstæðisstefnunni sé að ræða, að einu undanteknu þó, en það er álag nýrra skatta. En svar við þeirri gagnrýni er nærtækt. Síðasti landsfundur Sjálfstæð- ismanna samþykkti að sönnu mótmæli gegn nýjum sköttum. En hann samþykkti einnig fyrirmæli um afgreiðslu tekjuhallalausra fjárlaga. Eins og sakir stóðu, var ekki kleyft að samræma þessar tvær sam- þykktir landsfundarins. Önnur hvor varð að víkja. Sú leið var valin, að freista þess að afgreiða halla- laus fjárlög. Eftir atvikum mun vart orka tvímælis að það hafi verið rétt. Ég þykist þurfa, á þessum vettvang, að fara um þetta fleiri orðum. Ég tel víst, að allir háttv. fundar- menn hafi gert sér ljóst, að flokksstjórn Sjálfstæðis- manna hefir tekizt að ná því samstarfi um löggjöf og stjórn landsins, er síðasti landsfundur fól henni að reyna að koma á, án þess að víkja í nokkru frá. 34

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.