Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Side 41
Breta út um síðustu áramót og voru Bretar alls
ófúsir að framlengja þá. Af því leiddi, að fullkomin
óvissa ríkti um verðlag strax upp úr áramótunum,
auk þess sem tryggja þurfti skipakost til útflutnings
á aflanum.
Stjómin tók strax að fást við þessi mál. Henni
tókst að fá frystihúsin til að greiða sama verð og
áður fyrir nýja fiskinn, enda þótt afurðir væru
óseldar, rekstrarkostnaður vaxandi og fyrirmæli um
að láta talsvert minna af þunnildum fylgja flökun-
um en verið hafði. Dró þó óvissan um útflutnings-
verð nokkuð úr starfrækslu í byrjun vertíðar. Varð-
andi nýjan fisk til útflutnings tókst stjórninni eigi
aðeins að girða fyrir verðlækkun á honum, heldur
fyrirskipaði hún 15% verðhækkun og helzt það verð
til 1. þ. m. Loks var lagt kapp á að tryggja nægan
skipakost til flutnings á ísvarða fiskinum til
Englands.
Það skal fúslega viðurkennt, að nokkur missmíði
eru á þessum framkvæmdum, og er það sízt að undra,
svo lítt sem málin voru búin í hendur stjómarinnar
og jafn örðug sem aðstaðan var. Varð oft að taka
skjótar ákvarðanir að lítt athuguðu máli, og láta
skeika að sköpuðu, hversu til tækist. Má vel vera, að
sumum finnist, að um of hafi verið þrengdur kostur
eigenda flutningaskipanna, en öðrum þyki eigi nægi-
lega gætt hagsmuna frystihúsanna eða fyllilega í
hóf stillt um öflun skipakosts til flutninga. En hvað
sem því líður, hygg ég eigendur flutningaskipa og
frystihúsa uni sæmilega hag sínum, en sjómenn ágæt-
lega. Enda hefir eigi yfir riðið verðhmn það, er
39