Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Side 42
margir spáðu, heldur flest haldizt í horfi, en hlutur
sjómanna hækkað verulega.
I þessu sambandi þykir mér rétt, vegna þess að
leiga færeysku skipanna hefir sérstaklega verið gerð
að árásarefni á stjórnina, að geta þess, að ákvörðun
um leiguna var tekin með samþykki allra þingflokka
og sjálfur leigumálinn samþykktur af Alþingi.
* * #
Varðandi þann hluta stefnuskrárinnar, er veit að
sambandi Islendinga við erlend ríki og hagsmunum
Islands út á við, harma ég að sönnu, að eigi tókst að
tryggja Islendingum sæti á ráðstefnunni í San
Francisco. Er skoðun mín enn óbreytt um það, að
íslendingar hafi ekki getað gengið að settum skil-
málum, og er þá að taka því, sem að höndum ber.
Ætti ekki að þurfa að óttast, að íslendingar verði
af þeim sökum til langframa útilokaðir frá samstarfi
við þær þjóðir, er sett hafa sér það mark, að byggja
upp nýjan og betri heim á grundvelli frjáls sam-
starfs allra friðelskandi þjóða. Væri það og sérkenni-
legar leikreglur í slíkri samkundu og tæplega sigur-
stranglegar, ef sú þjóðin, sem lengst hefir játað
friðnum hollustu í verki, aldrei borið vopn á aðra og
á allt sitt undir því, að í heimi framtíðarinnar verði
það hugsjón réttlætis, en ekki hnefaréttur, sem ríkir,
yrði til langframa útskúfuð fyrir það eitt, að vilja
ekki á elleftu stundu ófriðarins gefa út algjörlega
þýðingarlausar yfirlýsingar um eigin verðleika. Það
ríki er á sandi byggt, sem metur meira orð en gjörðir
og verður hvorki voldugt né varanlegt. Verði leik-
reglurnar réttlátar, mun Islendingum bráðlega boðin
þátttaka. Verði þær ranglátar, er aðeins tjaldað til
40