Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Síða 43
einnar nætur, og þá skiptir þátttaka íslendinga engu
máli. Það má því vafalaust treysta því, að rætist
heitustu óskir alls þorra mannkynsins, um að bless-
un fylgi sigurvegurunum í hinu mikla starfi, er nú
bíður þeirra, þá muni dyr friðarhallarinnar fljótlega
opnaðar Islendingum. Sé eigi ástæðu til að ræða það
mál frekar að sinni.
Varðandi aðrar ráðstafanir til að tryggja hagsmuni
íslendinga út á við, hygg ég að fullyrða megi, að vel
hafi til tekizt, og mun ég víkja nánar að því áður en
ég lýk máli mínu.
Ég endurtek því, að þegar á allt er litið, aðkom-
una, aðstöðuna, verkefnin, vandann og hinn stutta
starfstíma, hafi störfin til þessa farið sæmilega úr
hendi og nú þegar tekizt að efna heitin eftir því sem
vonir frekast stóðu til.
Mér er að sjálfsögðu ljóst, að ekki hafa allir Sjálf-
stæðismenn áhuga fyrir öllum þessum málum. En
það er ekki aðalatriðið, heldur hitt, að samningamir
í heild era skynsamlegir. Sjálfstæðismenn krefjast
ekki eingöngu af öðrum, að þeir uppfylli þann hluta
samninganna, sem Sjálfstæðisflokkurinn sérstaklega
ber fyrir brjósti, heldur og af sjálfum sér, að staðið
verði við það, sem þeir hafa lofað.
Samstarfið á Alþingi:
Mér er vitanlega ekki mögulegt að rekja í þessu
yfirliti störf þingsins, eftir að ábyrgur þingmeirihluti
tók stjórnina í sínar hendur. Þó kemst ég ekki hjá
að bregða upp fáum myndum, er sýna nokkuð þær
breytingar, er á urðu.
Ég hefi áður vikið að fjármálunum og skattamál-
41