Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Page 44

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Page 44
unum. Fyrri stjórn hafði skilað í hendur þingsins fjárlagafrumvarpi, er ekki var í neinu samræmi við staðreyndirnar. Skorti þar tugi milljóna nýrra tekna til þess að standast óhjákvæmileg útgjöld. Tókst stjórnarliðum, undir forystu fjármálaráðherra, að sættast á leiðir til tekjuöflunar, er námu tugum milljóna. Var það órækt vitni hins ákveðna ásetnings og sterka samstarfsvilja, svo mjög sem stjómarliða greinir innbyrðis á um skoðanir og stefnu í skatta- málunum. Þá hefi ég og drepið á bráðabirgðalausn dýrtíðar- málsins. Var, sem kunnugt er, sætzt á að greiða enn um skeið, og til næsta hausts, niður vísitöluna. Verð- ur að stefna að því, að komast sem fyrst út af þeirri braut, en ekki er það vandkvæðalaust. Hefir Alþingi leiðst inn á hættulegar brautir, er hinni réttu vísitölu er leynt með tug milljóna greiðslum úr ríkissjóði, með þeim afleiðingum, að hún hækkar um 30—40 stig, hvenær sem þær greiðslur falla niður. Er slík málsmeðferð einn órækasti vottur hættunnar, sem því fylgir, að enginn telji sig ábyrgan, öllum vanda sé slegið á frest og allt látið reka á reiðanum. Verður það nú eitt aðal vandamálið að leysa þá hnúta, er þá voru hnýttir. En eigi verður unnt að gera sér grein fyrir málinu svo að hægt sé að bera fram tillögur um úrlausn, fyrr en séð er, hver áhrif það hefur, að Evrópustyrjöldinni er lokið og mark- aðir opnast að nýju fyrir sölu afurða okkar. Þá þykir mér rétt að geta þess, einnig vegna þrá- látra tilrauna stjórnarandstöðunnar til að ófrægja stjórnarliðið í augum bænda, að Alþingi ákvað að leggja fram í þágu landbúnaðarins á næsta ári nær 13 42

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.