Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Síða 51

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Síða 51
stjórnarliðsins er eytt áróðri stjórnarandstöðunnar. Hirði ég því ekki að rekja gagnrýnina sérstaklega, enda er hún veigalítil og mestmegnis stóryrði. Munu þess vart dæmi í stjórnmálasögu nokkurs lands, að forystumenn gamals valdaflokks hafi fyrst setið að mánaðarlöngum viðræðum um úrlausn vandamálanna og í öllum höfuðatriðum reynst sammála þeim úr- lausnum, er upp voru teknar, en síðan, þegar til framkvæmda kom, róið lífróður gegn öllu, sem þeir áður féllust á, einvörðungu vegna þess, að þá á síð- ustu stundu brast raunsæi og hyggindi til að skilja, hvernig landið lá, og urðu því utan við valdaðstöð- una. Það er alveg þýðingarlaust fyrir menn, sem að- hyllast hátt kaupgjald, meðan þeir ætla að verða í stjórn, að telja það fjárglæfra þótt þeir í slysabyltu yrðu utan við stjórnina. Það er vonlaust verk fyrir þann flokk, sem flutti launalögin og bar síðan fram hverja hækkunartillög- una af annari, að ætla sér að sverta stjórnina fyrir setningu þeirra. Það tekur enginn mark á árásum þeirra manna út af háum gjöldum ríkisins, sem sjálfir báru fram hækkunartillögur, er námu mörgum milljónum króna, og beittu sér auk þess síðan gegn sérhverri uppá- stungu um nýja tekjustofna. Það má lesa leiðinlegt innræti í hinum gleiðgosa- legu, stórýktu frásögnum blaðanna, um stórfelld tjón þjóðarinnar af skemmdum á útfluttum ísfiski. Er fögnuðurinn líkastur því sem stjórnarandstaðan fengi stórfé fyrir hvern fisk, sem eyðilegðist, eða væri, án lögformlegra ástæðna, kastað á glæ. Og svo er helt 4 49

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.