Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Page 53
lýðurinn við sjávarsíðuna sig ekki við kauplækkanir.
Þetta getur verið öðrum atvinnurekstri landsmanna
örðugur baggi. En það er engu að síður staðreynd.
Meðan svo standa sakir, er alveg víst, að hin nýja
krafa Framsóknarflokksins um kauplækkanir hlaut
að leiða til harðvítugra, langvarandi verkfalla og þar
af leiðandi framleiðslustöðvunar.
I þeirri baráttu hefði Tíminn ekki gleymt hinum
stöðugu hrakspám um lækkað verðlag, einmitt með-
an sala afurðanna fór fram. Auðsætt er, hvað af
þessu leiddi: Annars vegar alveg áreiðanlega stór-
felldur samdráttur framleiðslunnar, hins vegar mjög
sennilega stórfelld lækkun afurðaverðsins, þ. e. a. s.
svo stórfellt tap fyrir þjóðarbúið, að þess þekkjast
engin dæmi.
Þessi mynd er svo skýr, að þar þarf engu við að
bæta.
Stjórnarandstaða með slíka helstefnu, sem auk
þess heldur óhöndulega á málum, getur aldrei reynzt
hættuleg jafn pólitískt þroskaðri þjóð sem Islend-
ingum.
Þeir tímar eru liðnir, þegar Framsóknarflokkurinn
gat lifað á því að reyta atvinnureksturinn inn að
skyrtunni, en halda eigin fylkingu saman á fríðind-
um og hlunnindum, sem forkólfarnir af náð „hjálp-
uðu um“ á ríkissjóðs kostnað.
Slík pukurpólitík þrífst kannske um skeið í harð-
æri og horfelli, en á sér ekkert skjól og engin af-
komuskilyrði í þeim vorhug, sem nú hefir gripið þjóð-
ina, og mun leysa krafta hennar úr læðingi, til nýs
framtaks og aukins starfs í þágu komandi kynslóða.
* # *
4*
51