Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Síða 54
Samstarfið var rétta leiðin:
Ég hefi með þessari skýrslugjöf minni leitazt við
að sanna m. a. þessi aðalatriði:
1. Síðasti landsfundur Sjálfstæðismanna var rétt-
dæmur, er hann taldi samstarf á sviði stjórnmál-
anna ófrávíkjanlega þjóðarnauðsyn ,og krafðist
þess að flokksstjórnin beitti sér eindregið fyrir
slíkri samvinnu.
2. Sjálfstæðismenn hafa eigi þurft að víkja frá
stefnu sinni til að koma á þessu samstarfi, heldur
hafa andstöðuflokkamir um stundarsakir fallizt
á að leggja gjörva hönd á plóginn, innan ramma
sjálfstæðisstefnunnar.
3. Stjórnarliðið setti sér skynsamlega og stórhuga
stefnuskrá.
4. Það er nú þegar búið að efna mörg loforð stjórn-
arsamninganna og furðu langt á veg komið með
önnur.
5. Auk þessa hafa mörg aðsteðjandi, stórvægileg
hagsmuna og vandamál nú fengið farsæla lausn
eingöngu vegna stjórnarsamstarfsins, til mikillar
blessunar landi og lýð.
Af þessu dreg ég þá óhrekjanlegu ályktun, að rétt
hafi verið að efna til samstarfsins.
Framundan bíða hin mörgu, stóru viðfangsefni.
Er það ekki hlutverk þessarar skýrslugjafar að
rekja þau, enda get ég í þeim efnum látið nægja
að vísa til stjórnarsamninganna, að því viðbættu, að
eins og flestum mun auðskilið, skapast nú við lok
Evrópustyrjaldarinnar mörg ný úrlausnarefni.
Sjálfstæðisflokkurinn er þess ekki umkominn að
leysa þessi verkefni einn. Ég tel því sjálfsagt að
52