Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.11.1982, Page 27

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.11.1982, Page 27
í varastjórn: Anna Snæbjörnsdóttir Bessa- staðahreppi, Bernhard Linn Mosfellssveit, Björn Olafsson Kópavogi, Bragi Michaelsson Kópavogi, Guðmundur Einars- son Seltjarnarnesi, Hilmar Guð- laugsson Reykjavík, Hilmar Ing- ólfsson Garðabæ, Jón Olafsson Kjalarnesi, Sigurður E. Guð- mundsson Reykjavík. Endurskoðendur voru kjörnir. Aðalmenn: Guðni Stefánsson Kópavogi og Einar Geir Þor- steinsson Garðabæ. Varamenn: Hulda Valtýsdóttir Reykjavík, og Markús A. Einars- son Hafnarfirði. A fundinum voru eftirfarandi tillögur samþykktar samhljóða. Tillaga I. „Aðalfundur Samtaka Sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu telur nauðsynlegt að Samtökin öðlist viðurkenningu og full réttindi sem landshlutasamtök og njóti þar með framlaga úr Byggða- sjóði og Jöfnunarsjóði sveitarfé- laga”. Tillaga II. „Aðalfundur S.S.H. samþykkir að árgjöld til samtakanna fyrir árið 1983 verði kr. 0 30 á hvern íbúa”. Tillaga III. „Aðalfundur S.S.H. leggur áherslu á mikilvægi þess að lagningu Reykjanesbrautar verði hraðað mun meira en nú- gildandi vegalög gera ráð fyrir”. Tillaga IV. „Aðalfundur S.S.H. samþykkir að skora á Alþingi að gera nauð- synlegar breytingar á kjördæma- skipan og kosningarlögum á þessu þingi til þess að leiðrétta stöðugt vaxandi misvægi atkvæða eftir búsetu lands- manna”. A fundinum kom fram full samstaða um að æskilegt væri að efla Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Salome Þorkelsdóttir alþ.mað- ur og formaður S.A.S.Í.R. kvaðst vona að þegar fundinum lyki væri samruni S.A.S.Í.R. og S.S.H. orð- inn að raunveruleika og ein landshlutasamtök starfandi á þessusvæði. Kjartan Jóhánnsson alþ.maður taldi m.a. að umferðamál höfuð- borgarsvæðisins yrðu algjör vandræði í framtíðinni og taldi útilokað að leysa þau mál öðruvísi en í fullu samstarfi allra aðila á svæðinu og taldi Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins þar vera æskilegan vettvang. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson form. Skipulagsnefndar í Rcvkja- vík taldi nauðsynlegt að tekið væri föstum tökum á málum S.S.H. og væri Reykjavíkurborg tilbúin til þess af fullum hug og heilindum. Félagsmálaráðherra, Svavar Gestsson, taldi að efla þyrfti skipulag á svæðinu og sam- ræmingu á ýmsum sviðum. Hann vonaði að samstarf á milli samtak- anna og ráðuneytis yrði meira og betra í framtíðinni og óskaði sam- tökunum gæfu og gengis. A fundinum fluttu Zóphónías Pálsson, skipulagsstjóri ríkisins, Sigurður Guðmundsson, áætl- anafræðingur, Guðrún Jónsdótt- ir, forstöðumaður Borgarskipu- lags og Gestur Ólafsson, for- stöðumaður Skipulagsstofu höf- uðborgarsvæðisins erindi um ýmsá þætti skipulagsmála svæðis- ins. * Hlutfallsleg skipting húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt rúmmáli 1981 Kjalarnes Mosfellssveit Reykjavík Seltjarnarn. Kópavogur Garðabær Bessastaðahr. Hafnarfjörður íbúðarhús og bflskúrar 18.64 52.54 56.53 83.00 67.40 85.78 68.10 49.61 íbúðarhúsá jörðum 22.72 5.42 0.00 0.00 0.00 0.37 8.68 0.08 Verzlunarog Skrifstofuhúsnæði 0.00 1.88 9.70 0.66 4.13 0.69 0.00 3.65 Iðnaðarhúsnæði 0.00 13.70 11.25 7.34 18.97 7.91 1.40 17.97 Vörugeymslur 0.43 1.60 7.60 3.10 1.00 0.64 0.00 2.12 Sérhæfðar byggingar 19.29 13.10 13.90 5.41 5.10 3.53 3.51 24.31 Sumarbústaðir 3.05 3.41 0.00 0.01 0.80 0.04 0.37 0.18 Útihús á jörðum •35.30 7.64 0.00 0.00 0.00 0.87 15.94 0.08 Ön.iurmannvirki 0.57 1.41 1.02 0.48 2.60 0.17 2.00 2.00 100.00% 100.00% 100.00% 100.00% 100.00% 100.00% 100.00% 100.00% Heimild: Fasteignamat ríkisins

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.