Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1984, Side 9
SKIPULAGSMÁL HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS
9
menntuninni. I lögum um iðn-
fræðslu er kveðið á um, að sveitar-
sjóðir skuli taka ákveðinn þátt í
stofnkostnaði og rekstri iðnskóia á
móti ríkinu. Þannig er þessu ekki
farið með ýmsa aðra skóla, t.d.
greiðir ríkið að fullu bæði stofn-
kostnað og rekstrarkostnað
menntaskóla. Sú mismunun, sem á
sér stað hér, verður varla til þess að
sveitarstjórnir verði þess fýsandi að
setja upp verkmenntaskóla. Það
skiptir miklu máli fyrir framvindu
atvinnulífsins, að vel sé að verk-
menntun í landinu búið. Eitt af því,
sem sveitarstjórnir geta því gert, til
þess að hafa jákvæð áhrif á þróun
atvinnulífsins, er að leggja þeim Iið,
sem vilja færa þessi mál til betri
vegar.
Flestum virðist sjálfgefið að sveitar-
félög vinni að þeim almennu við-
fangsefnum, sem hér hafa verið
gerð að umtalsefni. Hitt vill stund-
um gleymast, að það er ekki síst
með því einmitt að rækja þetta al-
menna hlutverk sitt af kostgæfni,
sem sveitarstjórnir geta stuðlað að
vexti og viðgangi atvinnulífsins.
Þessi atriði eru nefnilega oft van-
metin.
3. Skipulags- og lóðamál
Einn af stærri málaflokkum sveitar-
stjórna eru skipulags- og lóðamál.
Á því sviði á við sú almenna ábend-
ing, sem sett var fram hér í upphafi,
að sveitarstjórnir þurfa að gæta
hagkvæmni til þess að íþyngja ekki
atvinnulífinu og heimilunum. En
þessi málaflokkur snertir atvinnu-
lífið einnig mjög mikið á þann hátt,
að það er sérstaklega mikilvægt, að
atvinnufyrirtæki eigi jafnan kost á
hentugum lóðum undir starfsemi
sína og að lóðaskortur standi ekki
atvinnuuppbyggingu fyrir þrifum,
þótt vitaskuld megi einnig ofgera í
undirbúningi byggingasvæða, sem
haft gæti í för með sér hækkun
gatnagerðargjalda. Þessi mála-
flokkur hefur þó alveg sérdeilis
mikla þýðingu fyrir viðgang og
skipulag byggingariðnaðar. Á und-
anförnum árum hefur oft viljað
brenna við, að skipulagsyfirvöld á
höfuðborgarsvæðinu fylgdust ekki
nægilega vel með stöðu mála á ný-
bygginga- og fasteignamarkaði,
þannig að vandamál hafa skapast
vegna ófullnægjandi lóðaframboðs
og óhentugra skipulagsskilmála.
Um þetta þyrfti að rita langt mál til
þess að gera því viðhlítandi skil, en
hér verður látið nægja að segja, að
hvað varðar heildarframboð lóða
miðað við eftirspurn hefur staðan
batnað mikið undanfarin ár. Hins
vegar eru ennþá viðhöfð í alltof
ríkum mæli úrelt vinnubrögð við
úthlutun lóðanna. Hér er átt við þá
ríkjandi stefnu að úthluta lóðum
undir íbúðarhúsnæði til þeirra ein-
staklinga, sem ætla að búa í húsun-
um fremur en til byggingarfyrir-
tækja. Að vísu er nú lóðum undir
fjölbýlishús almennt úthlutað til
byggingarfyrirtækja eða félagasam-
taka, en ennþá er megninu af sér-
býlishúsum, sem orðið hafa hlut-
fallslega fleiri með árunum, úthlut-
að til einstaklinga. Á því er ekki
minnsti vafi, að þetta fyrirkomulag
stendur í vegi fyrir eðlilegum fram-
förum og bættu skipulagi í bygging-
ariðnaði, þótt vitaskuld komi fleira
til.
4. Innkaup sveitarfélaga
Möguleikar sveitarstjórna til að
örva atvinnuuppbyggingu eru ekki
hvað síst fólgnir í því, að þau eru
sjálf mjög stórir viðskiptavinir við
atvinnufyrirtækin og geta, ef vilji er
fyrir hendi, stýrt innkaupum sínum
á þann veg, að það stuðli að upp-
byggingu innlends iðnaðar. Hér er
ekki eingöngu átt við, að sveitarfé-
lögin kaupi fremur innlenda fram-
leiðslu eða þjónustu en erlenda
innan raunhæfs samanburðar á
verði og gæðum. Ekki er síður mik-
ilvægt að hafa í huga þau miklu
áhrif, sem sveitarfélögin, sérstak-
lega hin stærri (og að sjálfsögðu
ríkið), geta með innkaupum sínum
haft á vöruþróun og nýsköpun í
atvinnulífinu.
Á þessum sviðum mætti margt bet-
ur gera, þótt vissulega beri að geta
þess, sem vel hefur verið gert.
Borgarstjórn Reykjavíkur hefur
t.d. sýnt gott fordæmi með því að
setja ákveðna starfsreglu um, að
taka megi tilboð innlendra fram-
leiðenda fram yfir erlend tilboð,
þótt verð innlejidu framleiðslunnar
sé allt að 15% hærra en hinar er-
lendu, ásamt því að staðið skuli
með markvissum hætti að útboðum
og innkaupum á vegum borgarinn-
ar. Þótt ýmsir örðugleikar við fram-
kvæmd slíkra verklagsreglna hljóti
að sjálfsögðu ávallt að skjóta upp
kollinum, eru þær tvímælalaust vel
til þess fallnar að hafa áhrif á þróun
atvinnulífsins. Hitt er þó ekki síður
fagraðarefni, að ýmislegt bendir til
þess, að á vegum Reykjavíkurborg-
ar og Samtaka sveitarfélaga á höf-
uðborgarsvæðinu sé unnið að því
að finna leiðir, til þess að beita
innkaupum sveitarfélaganna mark-
visst til eflingar á nýjungum í fram-
leiðslu iðnfyrirtækja. Er þá stefnt
að því að fá samstarfshópum iðnfyr-
irtækja, rannsóknastofnana og
sveitarfélaga (káupenda) í hendur
ákveðin viðfangsefni til úrlausnar í
stað þess að bjóða út tilteknar til-
búnar lausnir, sem er undir hælinn
lagt, hvort innlend fyrirtæki geti
reitt fram nákvæmlega á þeim tíma,
sem þeirra er óskað. Þessi aðferð
við innkaup opinberra aðila hefur
reynst vel víðast hvar erlendis.
Þegar rætt er um getu sveitar-
stjórna til að stuðla að jákvæðri
atvinnuþróun, eru innkaup þeirra
sjálfra algjört lykilatriði, þótt að
sjálfsögðu verði að fara að með gát
í þeim efnum, eins og svo mörgum
öðrum. Sveitarfélög geta að mínum
dómi haft meiri og heilbrigðari
áhrif á þróun atvinnulífsins með því
að sjá fyrirtækjunum fyrir verðug-
um viðfangsefnum, en að fara út í
miklar niðurgreiðslur á aðstöðu,
fjármagni o.s.frv. eða að fara jafn-
vel sjálf út í atvinnurekstur í sam-
keppni við einkaaðila. Hér er einn-
ig um að ræða dæmigerð viðfangs-
efni, þar sem mikilvægt er að sam-
vinna og samráð sé höfð á milli
sveitarfélaga, sem eru landfræði-
lega tengd eða þurfa að leysa sam-
bærileg viðfangsefni.
Þegar rætt er um innkaup sveitarfé-
laga fer ekki hjá því, að sú spurning
vakni, hvaða þjónustu sveitarfé-
lögin eigi sjálf að inna af hendi við
borgarana. Ekki er ágreiningur um
að fela sveitarfélögum ýmis konar
grundvallarþjónustu, svo sem
gatnagerð, vatnsveitu og fleira.
Hins vegar er mjög oft umdeilan-
legt, hvort nauðsynlegt sé, að sveit-
arfélög leysi sjálf eigin þjónustu-
þörf fyrirtækja sinna með því að
koma á fót þjónustudeildum, t.d.
viðgerðarverkstæðum. Hér vaknar
auðvitað sú spurning, hvort ekki sé
eins hagkvæmt, að sveitarfélögin