Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1984, Qupperneq 26

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1984, Qupperneq 26
26 SKIPULAGSMÁL HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS heimsins sér stað. Á nokkrum ára- tugum hefur aðalatvinnan í Silicon Valley, milli Palo Alto og San José, breyst frá sölu á helmingi allra þurrkaðra ferskja í heiminum yfir í sölu á fimmtungi allra rafeindarása. Úm 1970 fór iðnaðurinn fram úr landbúnaðinum sem mikilvægasta atvinnugreinin í Santa Clara County. Núna starfa nokkur hundr- uð þúsund manns í dalnum í háþró- uðum iðnaðarfyrirtækjum. Upphaf- ið að Kísildalsævintýrinu má rekja til “Shockley Semiconductor Laboratory" sem Nóbelsverðlauna- hafinn William Shockley stofnaði, en hann var annar uppfinninga- manna “transistorsins" eða smár- ans eins og hann er nefndur á ís- lensku. Talið er, að þróunin í Kísildalnum hefði ekki getað átt sér stað án stuðnings háskóla og tæknimennt- aðra starfsmanna frá nærliggjandi háskólum eins og Stanford, San José State, Santa Clara og Kali- forníuháskóla í Berkeley. Stanford- háskóli átti stór landsvæði í Palo Aalto sem byrjað var að leigja út til iðnaðarfyrirtækja þegar eftir seinni heimsstyrjöldina. Eftirfarandi atriði eru talin mikil- væg í sambandi við iðnaðarþróun- ina í Kísildalnum: 1) Eftir að transistorinn hafði verið uppgötvaður við AT & T Bell rann- sóknastofnunina 1948, þá fengu fjölmargir aðilar framleiðsluleyfi á transistorum. 2) Þróun hálfleiðaraiðnaðarins og rafeindatækjaiðnaðarins í Banda- ríkjunum byggist upp að verulegu leyti vegna áhuga bandarískra stjórnvalda á honum og stuðnings þeirra við hann í seinni heimsstyrj- öldinni. 3) í sambandi við tækjabúnað til hernaðar þá skiptir kostnaðarhliðin yfirleitt litlu máli; það er rekstrar- öryggi og nýir möguleikar tækjanna sem skipta öllu máli. Þetta getur gefið mörgum fyrirtækjum á þessu sviði möguleika á nýjum markaðs vörum án verulegra útgjalda til markaðsaðgerða. 4) Hin öra þróun á sviði rafeinda- iðnaðarins gerði það auðvelt að stofna ný fyrirtæki. 5) Innkaupaaðilar hersins óskuðu yfirleitt eftir minnst tveimur fram- leiðslufyrirtækjum á nýjum búnaði þannig að upplýsingar um nýjungar dreifðust mjög fljótt milli fyrir- tækja. 6) Þróun hergagnaiðnaðar í Kali- forníu í seinni heimsstyrjöldinni var m.a. sú að flugvélaiðnaðurinn flutti til Kaliforníu til að njóta góðs af veðursældinni í sambandi við reynsluflug og samsetningu á vélum utanhúss, t.d. fyrirtækin Litton og North American Aviation. í þessu sambandi fékk Stanfordháskóli ver- ulegar upphæðir frá ríkisstjórninni til að þróa búnað fyrir herinn. 7) Virkur áhugi Stanford háskóla á þessum málum kom fram í því m.a. að stofna Stanford Research Instit- ute til að efla háþróaðan fólksfrek- an iðnað í því skyni að skapa ný atvinnutækifæri til að vega upp á móti fækkun atvinnutækifæra í landbúnaði. 8) Kalda stríði, Kóreustyrjöldin og þróun á eldflaugum og gervitungl- um meðstuðningi opinberra aðila til þróunar á rafeindahlutum, og meðöruggan markað fyrir þá. 9) Fjölmörg starfandi rafeindafyrir- tæki fluttu á árunum 1940 - 1960 starfsemi sína til Santa Clara fylkis- ins til að vera sem næst hergagna- iðnaðinum, t.d. Fairchild, General Electric, Westinghouse, o.fl. Þá fluttu nokkur stórfyrirtæki rann- sóknastarfsemi sína þangað, eins og Loockheed til Stanford Industrial Park 1956 og IBM til San José 1952. 10) Stanfordvísindahverfið sem varð vísindalegt iðnaðarhverfi um 1950, var eitt fyrsta hverfi sinnar tegundar. Aðeins fyrirtæki á sviði háþróaðs iðnaðar fengu aðstöðu í þessu hverfi. 11) í San Fransisco, fjármálaborg vestursins, var auðvelt að fá áhættufjármagn. 12) Kaliforníuháskóli í Berkeley og Stanfordháskóli menntuðu í byrjun sjötta áratugsins helmingi fleiri doktora á sviði rafeindatækni held- ur en MIT. Þar sem flest hálfleið- arafyrirtæki voru sett á stofn af há- skóladoktorum sem höfðu áður unnið í stórfyrirtækjum, þá gaf það Kísildalnum forskot fram yfir vís- inda- og iðnaðarsvæðið í Boston. 13) Fjöldi hámenntaðra rafeinda- verkfræðinga á svæðinu gerði smá- fyrirtækjum auðvelt að fá vel- menntaða starfsmenn. Hin nána og virka samvinna Stanfordháskóla við rafeindaiðnaðinn hafði mikla þýðingu fyrir lítil og miðlungsstór fyrirtæki sem ekki höfðu tök á að mennta starfslið sitf. 14) í byrjun rafeindaiðnaðarins keyptu opinberir aðilar um helming allra rafeindarása. Flug- og eld- flaugaiðnaðurinn var umtalsverður í Kaliforníu. Nálægðin við þessa mikilvægu viðskiptavini hafði mikil áhrif á þróun rafeindafyrirtækja í Kísildalnum, eftir því sem rafeinda- tækin og tölvukerfin urðu flóknari. Um 1960 þá var hlutur rafeinda- búnaðar um 15-20% af kostnaðin- um fyrir flugvélar og um 30% af kostnaði eldflauga. í “Silicon Valley“ eru núna fjöl- mörg þekkt fyrirtæki á sviði raf- einda- og tölvutækni. Þá eru núna að vaxa upp ýmiss fyrirtæki í ná- lægð San Fransisco á sviði líftækni, eins og GENETECH og CETUS. ROUTE 128, BOSTON í Massachusetts og Boston hefur háþróaður iðnaður byggst upp svip- að og í “Silicon Valley“. Fyrir um þrjátíu árum komu upp mikil vandamál í iðnaði í Massa- chusetts og atvinnutækifærum fækkaði vegna minnkandi vefnað- ariðnaðar. Með því að styðja vel við ný fyrirtæki sem komu fram með áhugaverðar vöruhugmyndir í háþróuðum iðnaði og með góðri samvinnu milli atvinnulífs og MIT- háskólans, þá tókst stjórnvöldum í Massachusetts að snúa þróuninni við. Þekktustu tölvufyrirtækin í Massa- chusetts eru:

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.