Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Síða 15

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Síða 15
SKIPUIAGSHUGMYNDIR 3. PRRTUGRRINS - FRRMLRG GUÐJÓNS SRMÚCLSSONRR. Ihugum flestra tengist nafn Guöjóns Sam- úelssonar einkum þeim stórbyggingum sem hann teiknaöi á vegum hins opinbera. Færri þekkja framlag hans til íslenskra skipu- lagsmála, sem þó var ekki síður merkilegt. Skipulagsmálin voru þó jafnan aukastarf hans í mjög erilsömu embætti. Unguraö árum ritaði hann grein um „bæjarfyr- irkomulag1' í blaöiö Lögréttu, og telst hún fyrsta ritgeröin sem birtist á islensku þar sem fjallaö var um skipulagsmál á fræðilegum grundvelli. Pó Guöjón hafi verið fremur skammt á veg kominn í námi sínu þegar grein- in var rituö eru hugmyndir hans heilsteyptar og settar fram afmikilli sannfæringu. Grein Guöjóns ásamt riti Guðmundar Hannes- sonar, Skipulag óæja, má telja fræöilegan grundvöll þeirra skipulagsaögeröa sem fram- kvæmdar voru á 3. og 4. áratug þessarar ald- ar. Báöir þessir menn áttu þátt í mótun fyrstu íslensku skipulagslaganna sem sett voru áriö 1921. Þeir áttu báðir sæti í fyrstu skipulags- nefnd ríkisins sem á árunum 1921-38 geröi til- lögur aö skipulagi á velflestum þéttbýlisstöð- um landsins. Segja má aö Guðmundur hafi veriö fræöimaöurinn í nefndinni en Guöjón sem arkitekt gaf kenningum hans áþreifanleg- an búning. Þó svo aö leiðbeiningum nefndar- innar væri í fæstum tilvikum fylgt eftir út í ystu æsar höföu hugmyndir nefndarmanna djúp- stæö áhrif á mótun íslensks þéttbýlis. Meöal þess sem nefndin haföi áhrif á var lega gatna og staöarval opinberra bygginga. Sem dæmi um mikilvægar ákvaröanir sem teknar voru á fundum þessarar nefndar má nefna staðsetn- ingu Akureyrarkirkju á brekkuörúninni ofan Torfunefs, Siglufjarðarkirkju í brekkunni beint upp af aðalgötu bæjarins og Flensborgarskól- ans á Hamrinum í Hafnarfirði. Bæöi Guöjón Samúelsson og Guömundur Hannesson leituöu fanga í þeim skipulags- kenningum sem efst voru á baugi á 2. áratug þessarar aldar. Meðal þeirra heimildarita er þeir studdust viö má nefna hið kunna rit Cam- illo Sitte, „Der Stádtebau", sem þá naut vin- sælda. Báöir leituöu þeir óspart fyrirmynda í enskum og þýskum „fyrirmyndarbæjum'1, sem kunnir eru úr skipulagssögunni, svo sem Þort Sunlight, Bournville og Margarethenhöhe. Þessi staðreynd er merkileg í Ijósi þess aö um svipað leyti voru ýmsir af þeim sem síðar uröu brautryöjendur módernismans í byggingarlist, þ.á m. Le Corbusier, aö tileinka sér þessar sömu hugmyndir. Meðal róttækra nýjunga í skipulagi sem rekja má beint til ritgerða þeirra Guðmundar og Guðjóns má nefna hugmyndina um niðurröðun íbúöarhúsa viö götur meö tilliti til sólarljóss. Báöir vöruöu þeir viö hættunni af of miklu þröngbýli, sem á þeim tíma var mikið vandamál í flestum stórborgum Evrópu, meöal annars í Kaupmannahöfn. Þaö verður aö teljast merkileg staöreynd, aö skipulagsfyrirmyndin að íslensku þéttbýli skuli hafa verið sótt í enska og þýska fyrirmyndarbæi en ekki til þeirrar borgar sem íslendingar höföu mest samskipti viö, þ.e.a.s. Kaupmannahafnar. Bæöi Guöjón og Guðmundur voru einnig bar- áttumenn fyrir rýmra og heilsusamlegra hús- næöi fyrir almenning. Þaö má að ýmsu leyti þakka þeim fyrir aö hér á landi risu aldrei sam- felldar raöir leiguhjalla meö þröngum bakgörö- um, sem svo mjög settu svip sinn á borgir Norðurlanda sem og annarra iönvæddra ríkja á seinni hluta 19. aldar. 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.