Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Blaðsíða 16

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Blaðsíða 16
Tillaga 1915 Tillaga Guðjóns Samúelssonar að skipulagi Skólavörðuholts -1915 Haustiö 1915 ákvaö Guöjón Samúelsson að gera hlé á námi sínu í Kaupmannahöfn og flytj- ast heim til íslands. Þá um sumarið haföi hann ferðast um Noreg og Svíþjóö, en til þeirrar ferðar hlaut hann námsstyrk. Um leið og hann kom til Reykjavíkur buðust honum ýmis verk- efni. Meðal bygginga sem hann teiknaði á þessum fyrstu árum sínum má nefna Reykja- víkurapótek, verslunarhús að Austurstræti 7 og Laugavegi 21, íbúðarhús Geirs Zoéga að Tún- götu 20, að ógleymdu frystihúsinu Herðubreiö, sem nú hýsir Listasafn íslands. Meðal þeirra sem leituðu til Guðjóns var Einar Jónsson myndhöggvari, en stjórnvöld höfðu þá ákveðið að veita fé til byggingar safnhúss yfir verk listamannsins á Skólavöröuhæö. f endurminningum sínum segir Einar Jónsson að hinn ungi húsageröarlistarnemi hafi búið til teikningar af litlu húsi, ekki ósnotru. Listamað- urinn hafði af því áhyggjur að fjárveitingin til hússins dygði ekki og dró í efa kostnaðarút- reikninga hans. Leitaði hann álits annars húsa- meistara (Einars Erlendssonar), sem taldi kostnaðinn mjög vanreiknaðan. Guöjón reidd- ist mjög er hann frétti að listamaðurinn hefði leitað til annars fagmanns að sér forspuröum. Vegna þessa sinnaðist þeim, og varð það til þess að Einar Jónsson fól Einari Erlendssyni að gera uppdrætti að núverandi safnhúsi. Saga þessi er merkileg í Ijósi þess að Einar Erlends- son og Guðjón Samúelsson áttu eftir að starfa saman viö embætti húsameistara ríkisins í nærfellt 30 ár. Teikning Guðjóns af listasafni Einars Jónsson- ar á Skólavörðuholti er varðveitt á Rjóðskjala- safni íslands. Sýnir hún byggingu sem að formi til minnir um margt á núverandi safnhús, þó svo tillagan virðist nokkru minni. Guðjón lét ekki staðar numið við þessa einu byggingu, heldur gerði hann tillögu að skipulagi holtsins, og var þar gert ráð fyrir kirkju og stórri safn- húsbyggingu. í viðtali viö Morgunblaðið í des- embermánuði 1924 segir Guöjón svo frá aö: „árið 1916 hafi komið til orða, að farið yrði að hugsa fyrir byggingu handa þjóðminja-, náttúrugripa- og málverkasafninu og baö Einar Arnórsson (þáverandi ráðherra) mig að gera uppdrátt að húsi fyrir þessi söfn. Var þá helst talað um að þaö yröi byggt á Skólavörðuhæð- inni. Uppdrátt þann gerði ég, og datt mér þá í hug, aö vel væri viðeigandi að reisa kirkju þarna líka, og gerði ég uppdrátt aö henni um leið. . . .“. Mynd af umræddri tillögu birtist í tímaritinu Óðni árið 1924. Byggingunum er raöað saman í eins konar keðju þar sem kirkjan er á vinstri hönd, safnhús Einars í miðió og safnbyggingin til hægri. Formuppbygging húsanna er ósam- hverf (asymmetrisk) og hið sama má segja um innbyrðis afstöðu þeirra. Tillagan er undir greinilegum áhrifum frá norskri og finnskri þjóöernis-rómantík og Jugend-stíl aldamóta- tímabilsins. Svipuð stílbrigði má m.a. finna í Reykjavíkurapóteki. Stílgerð tillögunnar er merkileg í Ijósi þess aö þar er ekki að finna þá stífu, klassísku reglufestu sem átti eftir að ein- kenna flest seinni verk hans. „Háborg íslenskrar menningar“ á Skólavörðuholti -1924 ( marsmánuöi 1924 var skipuð sérstök sam- vinnunefnd um skipulag Reykjavíkur, er í áttu sæti þeir Geir Zoéga vegamálastjóri, Guðjón Samúelsson húsameistari, Knud Zimsen borg- arstjóri og Matthías Þórðarson þjóðminjavörð- ur. Nefnd þessi annaðist undirbúning hins fyrsta skipulagsuppdráttar af Reykjavík, sem lagður var fram árið 1928. Skólavörðuholtið bar snemma á góma á fund- um nefndarinnar. Hinn 19. mars lagði Guðjón Samúelsson fram tvær tillögur að skipulagi á Skólavörðutorgi. „Leist nefndinni best á þá hugmynd hans að kirkjan standi á miðju torgi og fól honum uþpdrætti á þeim grundvelli." ( Morgunblaðinu 14. desember 1924 er full- mótuð hugmynd Guöjóns Samúelssonar að „Háborg íslenskrar menningar" kynnt almenn- ingi í ítarlegri grein. f viðtali lýsir höfundurinn tillögu sinni svo: „Svo er ráð fyrir gert, að torg þetta sé rétt- hyrndur ferhyrningur, 150 m á hlið. Á miðju torginu sé reist dómkirkja landsins: standi hún 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.