Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Qupperneq 17

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Qupperneq 17
á stalli, sem er 1 meter á hæö yfir aöalflöt torgsins. - Hún sé byggð í grískum krossstíl, þannig að allar hliöar hennar séu eins, og snúi dyr á hverri hlið beint andspænis götum þeim, sem aö torginu liggja: Skólavörðustígnum svo og nýrri götu sem lögö verður niður að Lauf- ásvegi. Kirkja þessi taki um 800 manns. Hvelf- ing kirkjunnar yrði tvöföld, þannig að innri hvelfingin yrði lægri. f bilinu milli innri hvelf- ingar og hinnar ytri yrði komið fyrir stjörnuat- hugunarstöð. - Síðan farið var að gefa út alm- anakið hér, er nauðsyn að hafa stjörnuturn, þá gæti og komið til mála að koma viðboðsstöð hér fyrir." Fljótlega kom fram gagnrýni á tillögu þessa og spunnust af því allmikil blaðaskrif. Litið var á háborgina sem hugmynd fremur en ákveðna tillögu. Meðal þeirra sem létu í Ijós álit sitt á þessu máli voru listamennirnir Jóhannes Kjar- val og Guðmundur Einarsson frá Miðdal. Sá síðarnefndi setti sjálfur fram fullmótaða hug- mynd að „háborg" á Skólavörðuhæð í formi líkans og birti af því myndir ásamt grein í tíma- ritinu Eimreiðinni árið 1926 (bls. 240-245). Líkan þetta var á sýningu árið 1927 en er nú glatað. Skoðanaskiptin um „háborgina" eru að ýmsu leyti áhugaverð í Ijósi þeirra umræðna sem spunnist hafa á síðustu mánuðum um ráðhús- bygginguna við Tjörnina. Er þeim sem áhuga hafa bent á að kynna sér rit Páls Líndals, ..Bæirnir byggjast", bls. 181-185, og ennfremur ..Úr húsnæðis- og byggingarsögu Háskóla fs- lands" eftir Pál Sigurösson, bls. 69-92. Þegar „háborgin" frá 1924 er borin saman við tillögu Guðjóns frá 1916 er Ijóst aö stílhug- myndir hans hafa breyst mjög á þessu tímabili. Hinn rómantíski Jugend-stíll hefur lotið í lægra haldi fyrir reglufastri, nýklassískri skipan. Formgerð og lega kirkjunnar minnir um margt á Engels-torgið í Helsinki. Árið 1928 var hafist handa við framkvæmdir á stúdentagarði þeim, sem átti að verða hluti af „háborginni". Var Sigurði Guðmundssyni arki- tekt falið að teikna húsið og skilaði hann upp- dráttum í júllmánuði sama ár. 1 nóvembermán- uði hófust stúdentar handa um að grafa fyrir undirstöðum hússins í sjálfboðavinnu. Pegar það verk var vel á veg komið kom í Ijós að bygging á þessum stað yrði of dýr miðað við handbært fé, og var þá framkvæmdum frestað. Þegar Ijóst varð að Háskólinn yrði bygður á Melunum utan Hringbrautar var ákveöið að reisa garðinn á þeim slóðum. Grunnholan á Skólavörðuholtinu stóð hins vegar opin um margra ára skeið. Eins og áöur var getið var „háborgin" á Skóla- vörðuhæð hluti af viðameiri hugmynd um heildarskipulag Reykjavíkur. Sú hugmynd að skipa opinberum stofnunum umhverfis torg á hæsta punkti bæjarins verður að teljast stór- brotin og í takt við þá þjóðernis- og sjálfstæð- isvakningu sem efst var á baugi á þeim tíma. Pegar litið er til Skólavöröuholtsins eins og það er nú á tímum verður vart annað sagt en að Reykvíkingar hafi misst af stórkostlegu tækifæri með því að hafna tillögunni frá 1924. Sem rými í borginni hefði háborgin orðið ein- stæð. ( raun var „háborgar“-hugmyndin alls ekki eins „útópísk" og ætla mætti við fyrstu sýn. Það má marka af því að allar þær bygg- ingar sem áttu að mynda torgið komu til fram- kvæmda á næstu áratugum þar á eftir. En í stað þess að mynda samstæða heild var þeim dreift víðs vegar um bæinn. Þjóðleikhúsinu var holað niður við Hverfisgötu, Háskólinn fluttur út í Vatnsmýri og Stúdentagarði og Þjóðminja- safni komið fyrir við sunnanverða Hringbraut. Það voru þessar ákvarðanir fremur en óvægin gagnrýni sem urðu háborgarhugmyndinni end- anlega að falli. Á skipulagsuppdrættinum af Reykjavík frá 1928 má finna leifar „háborgarinnar", opinberar byggingar umhverfis ferningslaga torg með kirkju í miðju. Fallið var frá hinni jafnhliða, einshliða krosskirkju og í stað hennar sýnd hefðbundin (latnesk) krosskirkja með bog- mynduðum kór og fordyri mót Skólavörðustíg. Árið 1929 efndi Sóknarnefnd Reykjavíkur til samkeppni meðal húsameistara um uppdrátt að kirkju á Skólavörðuholti, en slík samkeppni var þá nýmæli. Þrír uppdrættir bárust, og var enginn þeirra talinn nothæfur. Fyrstu verðlaun hlaut tillaga Ágústs Pálssonar, síðar arkitekts (höfundar Neskirkju), og var tillagan í hreinum nýgotneskum stíl. Það var svo árið 1937 að ríkisstjórn íslands fól Guðjóni Samúelssyni húsameistara að gera uppdrátt að núverandi Hallgrímskirkju. r Háborg 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.