Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Page 26

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Page 26
Framtíðarsýn í byrjm aldarinnar BlIRFELL KRAFTA^ÆG Kraftstation Thjorsá Elv, Island tpkmche 27 ’frrrnrF -r r r- r t §. Sætersmoen, irtfZn/fc 9fg6rotckniah ‘Dttrnxu B ERNER. % »ÖÍN£K. -ARKTreKTE^. J<RÍrri».NÍA. Fyrir rúmum hundrað árum, á heimssýn- ingunni í París 1885 voru sýndar tœkni- nýjungar sem síðan hafa orðið hluti af daglegu lífi vesturlandabúa á tuttugustu öldinni. Ef frá er skilið flug, geimferðir og kjarnorka var svo til allt, sem á okkar tím- um telst nútímalegt, sýnt í París fyrir meira en hundrað árum. Síðasti fjórðungur ní- tjándu aldar og fram að heimsstríðinu mikla 1914-18 var friðartími á vesturlöndum og víðast almenn hagsœld. Stórstígar framfarir í samgöngum höfðu aukið sam- skipti fólks og staðbundnar hungursneyðir, sem iðulega skutu upp kollinum í Evrópu, heyrðu sögunni til. Fjöldinn allur af upp- finningum kom fram á sjónarsviðið, raf- magn og nýting þess, bílar og margt fleira. Einar Benediktsson skáld var einn þeirra sem heilluðust af nýjungum þessum og uppfinningum um síðustu aldamót. Sá hann fyrir sér mikla auðsœld til handa þjóðinni og áttu draumar þessir að rœtast fyrir tilstyrk stórfenglegra framkvœmda í virkjunum fallvatna landsins. Fyrstu hugmyndirnar um virkjun voru um nýtingu fossa á Noröausturlandi. Upp- hafsmaður aö öflun vatnsréttinda í Jök- ulsá á Fjöllum og Skjálfandafljóti rétt fyrir slö- ustu aldamót var Oddur V. Sigurðsson, vél- fræðingur frá Lundúnum. Langstórtækastur varð svo Einar Benediktsson og hafði til þess stuðning fjársterkra útlendinga. Mönnum leist misjafnlega á það sem í Lögréttu hinn 4. sept- ember 1907 var kallað: „sölubrask Einars Benediktssonar á sumum bestu jörðum lands- ins og fossum til útlendinga", og á Alþingi er sagt um Einar: „Ég þekki einn mann, sem gjör- ir þetta (þ.e. kaupir hér fossa fyrir útlendinga) og hefur að miklu leyti lifað á leppmennsku og „spekulationum" fyrir útlendinga." Og einmitt vegna ásóknar í íslenska fossa voru samþykkt lög á Alþingi sumarið 1907 þar sem skorður voru settar við eignar- og notkunarrétti út- lendra manna á fossum á íslandi. Bessi þróun mála gerði nokkru erfiðara fyrir að flytja fjármagn til landsins, en á því var veru- legur skortur hérlendis á fyrstu árum aldarinn- ar. Sumir segja jafnvel að enn skorti fjármagn hér á landi! Því var það ráð tekið að stofna fossakaupafélög. Strax haustið 1907 eru stofn- uð tvö fossafélög að tilstuðlan Einars en það voru félagið Skjálfandi um fossa í Skjálfanda- fljóti og félagið Gigant um Dettifoss. Af áður- nefndum Oddi V. Sigurössyni, sem fluttur var til Bandaríkjanna, keypti Einar vatnsréttindi Goðafoss og Dettifoss. Ferð þessa fór hann frá Edinborg en þar hélt hann heimili árin 1907- 1908. Frá Skotlandi fluttist Einar um stundarsakir til Noregs en þaðan til Kaupmannahafnar haustið 1908 þar sem hann bjó f tvö ár. Um þessar mundir lá hann í miklum ferðalögum milli landa og var sannkallaður heimsborgari. Tengdust ferðir Einars viðskiptum og fyrirtækj- um sem hann kom á fót, enda hafði hann að- albækistöðvar í Lundúnum frá árinu 1910. Á þessum árum voru Englendingar einna fremst- ir þjóða í tækni og vísindum og mikill áhugi á alls konar landkönnun, ekki síst heilluðu norð- ur- og suðurhöf. Helstir keppinautar Englend- inga í könnun heimskautanna voru Norðmenn og er fræg keppni þeirra Amundsens og Scotts um hvor yrði fyrri á suðurpólinn. Einari varð ekki skotaskuld úr því að vekja áhuga auðugra þjóðrembumanna í Noregi og Englandi á þessum árum með von um skjót- fenginn gróða af því aö festa fé í fyrirtækjum á Islandi. Var hann sífellt á þeytingi milli landa að sinna þessum framfaramálum. Voru virkj- ► 24 25

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.