Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Side 33
£3
UTLIT FRA FRAKKASTÍG
hús á reitnum væru fjarlægö. Könnun var gerö
á viðhorfum húseigenda og voru viðbrögðin
yfirleitt jákvæð. Flestir voru tilbúnir til að selja
sín hús ef viðunandi verð fengist fyrir þau.
Gert var ráð fyrir því að heillegustu húsin yrðu
flutt á óbyggðar lóðir vestan við þennan reit og
þar mynduð húsaþyrping umhverfis torg.
Höfundar þessarar hugmyndar höfðu tiltölu-
lega frjálsar hendur um mótun byggðar á
þessu svæði. f stórum dráttum var hugmyndin
fólgin í því að tvær neðstu hæðirnar, þ.e. sú
hæð sem tengist Laugavegi og sú sem tengist
Grettisgötu, voru hugsaðar fyrir verslunar- og
þjónustustarfsemi sem aftur tengist göngugöt-
unni sem liggur samsíða, milli þessara gatna.
Pessi göngugata var hugsuð sem allsherjar
verslunarsvæði, sem yrði sambland af smá-
verslunum og þjónustufyrirtækjum og hugsan-
lega líka einhverjum stórmörkuðum. Ofan á
þessum hæðum var heil hæð ætluð fyrir bíla-
stæði. Pessi hæð aðgreindi líka verslunarstarf-
semina frá íbúðum og skrifstofum á efri hæð-
um. Skrifstofurnar sneru út að Laugavegi, en
íbúðirnar voru stallaöar niður að Grettisgötu,
með stórum svölum gegnt suðri.
Þegar hugmyndin var kynnt fyrir borgaryfir-
völdum þótti mönnum þetta eitthvað stærra í
sniðum og róttækara en þeir höfðu átt von á.
Geir Hallgrímssyni, þáverandi borgarstjóra,
leist ekki á að þetta væri framkvæmanlegt.
Prátt fyrir að borgarverkfræðingur væri mjög
áhugasamur um hugmyndina lognaðist hún út
af vegna þess að borgaryfirvöldum þótti ekki
ráölegt að ráöast í neitt í þessa veru. Hug-
myndin komst því ekki lengra og var í raun
ekki kynnt neitt fyrir almenningi. Hún varð því
aldrei annað en vinnuplagg fyrir borgina og var
svo stungið niður í skúffu. Einungis var litið á
þessa hugmynd sem hugsanlegan kost við
uppbyggingu.
Með þessu má segja að borgaryfirvöld hafi
gefist upp á að reyna að lífga upp á gamla
bæinn og hafi ákveöið að efla í staðinn nýjan
miðbæ í Kringlumýri. Einnig má segja að hug-
arfar fslendinga hafi staðið í vegi fyrir því að
nokkrar stórhuga hugmyndir hafi náð fram að
ganga á gömlum byggðasvæðum. Það er varla
hægt að gera nokkuð í þessum gömlu hverfum
án þess að upp rísi alls konar aðilar sem
kvarta yfir því að allt sé verið að eyðileggja.
Fyrir bragðið eru þessar gömlu götur víða eins
og hálf tannlaus gómur - stór hús og smákof-
ar, hvort innan um annað, sem valda þvílíku
ósamræmi að varla er til heillegur götuspotti
nokkurs staðar. ( Reykjavík má samt víða sjá ►
31