Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Side 37

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Side 37
Þá er næst aö finna Árbæjarsafninu staö og færi þaö efalaust best austan til á eynni, þar sem áöur var þorp í Viðey, og þar meö ofan viö áðurnefndar skútualdar- og togarabryggjur. Um leiö væri „Árbæjarsafnið", meö væntanleg- um stækkunum, orðiö þorp sem tengdist gam- alli útgeröaraðstööu og gæfi því réttari mynd af Reykjavík aldamótaáranna og öðrum sjávar- plásssum landsins heldur en safn gamalla húsa, sem stæöi ekki viö sjó. Safn af þessu tagi yrði fyVst og fremst opið um sumartímann, þótt vissulega gæti ýmislegt far- iö þar fram á öörum árstímum. Samgöngur milli lands og eyjar yrðu með báti frá Sunda- höfn, eins og nú er, en síðar mætti hugsanlega koma upp flotbrú frá Gufunesi, sem yröi göngubrú og tekin á land yfir vetrartímann. Vegna stæröar Viðeyjar yrðu samgöngur um hana nokkurt vandamál, einkum í misjöfnum veðrum. Öll eyjan er nær 3 km á lengd og nær 2 km, ef Vesturey handan við eiðiö er ekki meðtalin. Til aö halda réttum blæ á veröldinni þarna þyrfti helst að hafa hestakerrur til fólks- flutninga, en þætti þaö ekki duga mætti bæta viö rútubíl, sem í útliti gæti minnt á upphaf bílaaldar. Til viðbótar öllu þessu mætti gera enn meira í framtíðinni. í Gufunesi, viö austurenda áður- nefndrar göngubrúar, væri hægt að reisa hvolf- þak er hýsti tæknisafn, gamla bíla, vélar, skips- hluta og reyndar allt mögulegt, sem of langt yrði upp að telja. Þjóðminjasafnið við Suður- götu, sem vonandi verður eitthvað stækkað á jarðhæð, gæti aldrei rúmað nema brot af því sem safn af þessu tagi gæti varðveitt. Á næstu öld kæmi svo að því að Áburðarverksmiöjan úreltist endanlega og þá gæti hluti hennar bæst við safnið og áburðargeymslurnar orðið að sýningarsölum. ■ Mun nú einhverjum þykja mál að linni. Valdimar Kristinsson 35

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.