Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Qupperneq 63

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Qupperneq 63
GRUNNMYND Tb b “o 51 1 I Dæmi um góða útlitsteikningu sumarbústaðar, teikningin er málsett og fram kemur bygging arefni. Dæmi um skipulagsuppdrátt sem hefur það helsta sem til er ætlast. arbústaðahverfa þarf að koma fram tilhögun gatna, bílastæða og göngustíga ásamt skil- greiningu á notkun lands til sameiginlegrar úti- vistar. Einnig er æskilegt að komi fram notkun gróðurs, fyrirhugaðar landfyllingar og merkja þarf stærð byggingarsvæðis eða þaö svæði þar sem leyfilegt er eitthvert jarðrask. Skilyrði ætti að vera að með umsókn fylgi loft- mynd þar sem merkt væri inn lega lands og sumarbústaða. Með loftmynd er auðvelt að átta sig á gróðurlendi og notkun landsins. Því miður er upplýsingagildi þeirra skipulagsupp- drátta sem berast skipulagsstjórn oft mikið ábótavant. Oft eru teikningar rissaðar upp óná- kvæmlega án mælikvarða eða nokkurs kenni- leitis í landinu. Ómögulegt er þannig fyrir ókunnuga að átta sig á staðháttum og skipu- lagi. Ferill umsóknar og öll málsmeðferð er til að fyrirbyggja tilviljunarkennda sumarbústaða- byggð sem oft hindrar önnur landnot og er til umhverfismengunar. Haustið 1986 sendi skipuiagsstjóri bréf til allra sveitarstjórna þar sem spurt var um fjölda sumarbústaða í viðkomandi sveitarfélagi. Svör bárust frá flestöllum sveitarstjórnum landsins og er samanlagður fjöldi bústaöa samkvæmt þeirri könnun. Byggðir sumarbústaöir 1986 samtals 4749 Sumarbústaðir í byggingu samtals 405 Skipulagðar lóðir, óbyggðar samtals 2435 Velmegun og góð afkoma hefur leitt til að ekki einungis fáir hafi tækifæri til að koma sér upp sumarbústað. Ekkert virðist benda til að sam- dráttur færist í byggingu sumarbústaða, hvorki byggingu bústaða í einkaeign né orlofsbústaða í eign fyrirtækja, félagasamtaka eða bænda. Mikið framboð er á landspildum til leigu undir sumarbústaði. Kröfur almennings eru að auk- ast, mikill kostur er talinn vera aðgangur að heitu og köldu vatni. Margir setja kröfu um ná- lægö við sína föstu búsetu. Algengara er nú aö bústaðir eru notaðir að vetrum og virðast vera sterkar óskir um að byggja stærra en áður. Hér hefur verið sagt frá málsmeðferð vegna umsóknar um byggingarleyfi á landsvæðum þar sem ekki er til staðar samþykkt skipulag, ásamt því aö minna á nauðsynleg gögn er þurfa að fylgja með umsögn um skipulags- og byggingarleyfi. Ekki er meiningin aö hefta byggð á sumarbústöðum eða sumarbústaða- þyrpingum en gæta þarf skynsemi og fegurð- arskyns í skipulagi og staðsetningu. Nauðsyn- legt er aö veita þjóðfélagsþegnum aðgang að náttúru landsins sem víðast hefur verið útrýmt úr þéttbýli landsins. Fríða B. Eðvarösdóttir 61
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.