Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Side 67

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Side 67
KJALLARINN, þjónusturými Hlutverk kjallararýmisins er tvíþætt. Annars vegar er þar tæknirými fyrir loftræstikerfi og lagnabúnaö auk verkstæðis, lagers og skrif- stofu. Hins vegar er þar þjónusturými fyrir jarðhæö. Þjónusturýmið einkennist af gati í jarðhæð þar sem tröppukjarni kemur niður og endar í tjörn heita vatnsins í kjallaragólfinu. I kringum tjörnina eru þjónusturýmin, þ.e. sal- erni og opið gólf sem getur nýst til sýningar- halds eða orðið lokaður fyrirlestrasalur eftir hentisemi. ÚTSÝNISPALLURINN, upplýsinga- hæöin Útsýnispallurinn utandyra nær hringinn í kring- um hálfkúluna. Á miðpunkti hvers hitaveitu- geymis er útsýnisskífa. Innandyra er annar út- sýnishringur þar sem segir meira um borgina, útsýnið, sögu hitaveitunnar og sögu Reykja- víkur. Inni í lokuðum kjarna eru salerni og þjónusturými ætluö veitingaaðstööunni á efstu hæðinni. EFSTA HÆÐIN, veitingahúsiö Efsta hæðin er opinn gólfflötur í 76 metra hæð yfir sjávarmáli, með útsýni í allar áttir, rými veðurvariö með gleri og áli. Hæöin notast sem veitingastaður. Ysti krans gólfsins, þar sem borðhald er, er á hreyfan- legri braut sem snýst um einn hring meðan á máltíð stendur eða á 1-1/2 klst. Veitingastaðurinn er kórónan á minnisvarðan- um og bæði vandaður og í dýrara lagi. Veitingastaðurinn tekur 150-200 matargesti auk biðbars og setkróka. Framreiðsluborð er á þessari hæð en eldhúsið er á næstu hæð fyrir neðan, tengt með lyftu og tröppu í kjarna. 65

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.