Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Page 68

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Page 68
SNEIÐING A-A HITAVEITA REYKJAVIKUR Á ÖSKJUHLÍÐ SVEINSSON 'sYT fai TRf T1 3. RVK s.14990 SNEIÐING AA 1:100 FEB. 1988 H. T BR. gerö hússins Buröargrind hússins er mjög sérstök aö því leyti væri aö fjarlægja hitaveitutankana þannig að vetrargaröurinn og hvolfþakiö stæöu eftir sem áður. Yfirbyggingin stendur á 6 steyptum veggjum sem umlykja hálfan hitaveitugeyminn. Ofan á þessum veggjum og 6 súlum hvílir út- sýnispallurinn. Á honum hvílir hvolfþakiö sem er byggt upp af álprófílum sem eru smíðaðir hjá i Þýskalandi. Hvolfþakið kemur í hálfmána- laga einingum sem eru síðan soðnar saman á staönum. Þaö sem er sérstaklega merkilegt við þessa prófíla er aö innan í þeim rennur vatn sem bæöi getur kælt og hitaö húsiö. Það má nánast segja aö hvolfþakið sé einn stór ofn sem með hjálp loftræstikeríisins jafnar hitann í húsinu. Gleriö er tvöfalt einangrunar/spegilgler sem hefur þann eiginleika aö hleypa aöeins 36% af sólarljósi í gegnum sig og 22% af hita- geislum. Þannig á hitastig hússins að vera viö- ráðanlegt meö aöstoö kælikerfisins í hvolfþak- inu. Efsta hæöin stendur á 6 súlum og lyftukjarnan- um. Á gólfinu er síðan byggöur krans á skinn- um sem snýst með aðstoð lítils mótors. Þann- ig snýst aðeins gólfpallurinn, en gleriö og miðkjarninn standa kyrr. Eftirmáli Mannvirki tengd hitaveitutönkunum á öskju- hlíð hafa veriö á teikniboröinu áður. Árið 1949 lágu fyrir fullunnar teikningar eftir Sigurö Guð- mundsson arkitekt sem hafist var handa við aö útfæra, en var aldrei lokið viö. Unnið hefur ver- iö aö hönnun fyrirhugaðs húss á teiknistofu Ingimundar Sveinssonar og Fjarhitunnar h/f síöan árið ???? og gert er ráö fyrir aö húsiö veröi fullbúið áriö ????. Menn hafa misjafnar skoðanir á þessu mann- virki sökum kostnaðar viö það, þar sem áætl- aður kostnaöur nemur 500 milljónum króna í dag. Ég er sannfærður um þaö aö í tímans rás mun þetta mannvirki standa vel sem hiö ásjá- legasta kennileiti í borgarlandslaginu og verð- ugur minnisvarði heita vatnsins. ■ Jakob Líndal 66 67

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.