Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Qupperneq 81

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1988, Qupperneq 81
 [I r a ssss a 1 mf rrrpT fflT 032 & Við höfum horft á þau rísa og taka á sig form og lit. Allt í einu standa þau þarna fullgerð eins og þau vilji bjóða góðan daginn og kynna sig fyrir umhverfinu. öll hús eiga sér forsögu er byrjar þegar fyrsta hugmyndin vaknar. Fæst kynnumst við þeim fyrr en þau eru fullgerð. Það er engin tilviljun hvernig hús líta út. Við sem sjáum þau aðeins rísa, en þekkjum ekki bakgrunn þeirra, erum oft fljót að mynda okkur skoðanir og fella dóma um þau. Oftast liggur mikil vinna að baki hönnunar húss. Þó að hönnunin sjálf sé i hendi arki- tektsins hafa eigendur og verktakar oft mikil áhrif hvað varðar lokaniðurstöðu verksins. Eigi góður árangur að nást er mikilvægt aö góð samvinna sé milli þessara aðila og hagsmuna allra gætt. Nýlega var tekið í notkun húsnæði með íbúð- um fyrir aldraða við Dalbraut í Reykjavík. For- saga þess er sú, aö Samtök aldraöra og Ár- mannsfell h.f. mynduðu með sér eins konar byggingarsamvinnufélag og efndu til lokaðrar samkeppni um hönnun eignaríbúða fyrir aldr- aða. Þrír aðilar tóku þátt í samkeppninni. Tillaga arkitektanna Árna Friðrikssonar, Páls Gunnlaugssonar og Valdimars Haröarsonar var valin til byggingar. Að sögn arkitektanna fengu þeir mjög frjálsar hendur við hönnunina. Peim var í sjálfsvald sett umfang bygginganna og fjöldi íbúða. Byggð inn viö Sundlaugaveg er fremur sund- urlaus. Annars vegar íbúðabyggð, og sund- laugarnar í Laugardal og Laugalækjarskóli hins vegar. Þeir þurftu því ekki að hengja sig á ákveðið byggðamynstur. Peim þótti eðlilegt að byggð yrðu a.m.k. tveggja hæða hús. Þar sem um var að ræða íbúöir fyrir aldraða kallar það á lyftu í húsinu. Þá var ákveðið að húsið skyldi ekki vera undir þrem til fjórum hæöum. Einnig var ákveðið að hanna tvö hliðstæð hús til að dreifa bygginga- massanum. Það var markmið hönnuða að koma sem flest- um ibúðum fyrir á hverri hæð, þó þannig að húsin verkuðu ekki sem þungir massar í um- hverfinu. Þess vegna ákváðu þeir að brjóta þau sem mest upp með því að deila þeim í smærri einingar sem hefðu mismunandi hæðir. Aðkoma að húsunum er að norðan. Aðalinn- gangur hússins er eini staðurinn þar sem hönnuðirnir hafa brugöiö á leik með form. Með frábrugðinni gluggadeilingu, skyggni og boga- dregnum vegg sem gengur út frá húsinu hafa þeir myndað þægilega aðkomu að húsunum og undirstrikað að ekki sé um einkainngang að ræða. Þegar inn kemur blasir við eins konar miðrými. ( því er þungur lokaður kjarni sem hýsir stiga og lyftu og sér um „lóðrétta umferð“ í húsinu. Umhverfis kjarnann er „brú„ á hverri hæð, sem íbúöaeiningarnar tengjast á þrjá vegu. Fjórða hliðin móti norðri er gluggahlið sem veitir birtu inn á miðrýmið. Einnig eru íbúðaeiningarnar tengdar saman meö gluggum. Það má segja að þarna hafi ég saknað einhverrar spennu. Stiginn hefði mátt vera opinn eöa kjarninn skekktur eilítið. í hverri íbúðaeiningu eru tvær íbúðir. Þær eru ýmist tveggja eða þriggja herbergja, frekar litl- ar en vel leystar. Það hefur verið lögö áhersla á að þær sneru sem best við sólu og fengju all- ar suðursvalir og er það mikill kostur. Á fyrstu hæð í hvoru húsi er einni íbúð breytt í sameiginlegan matsal. Þar hefði mér fundist að hönnuðirnir hefðu mátt „sleppa sér dálítið" og jafnvel gera sameiginlegan matsal og setu- stofu í tengibyggingu fyrir bæöi húsin. Þessari tengibyggingu hefði mátt gera hærra undir höfði á svipaðan hátt og aðalinnganginum. Setustofa er á annarri hæö yfir aðalinngangin- um og líkist meira biðstofu en setustofu. Allt efnisval er þægilegt og hlýlegt. Það má segja að við fyrstu sýn virðast húsin kannski of einföld. Þar er aðeins unnið með fá form og hlutföll sem endurtaka sig í sífellu. En þegar betur er að gáð er það einmitt þetta sem gefur þeim gildi. Einfaldleiki og látleysi einkenna þessi hús. Það er ekki verið að leika sér með form einungis formsins vegna. Það er fyrst og fremst lögð áhersla á notagildi. Reynt er að gera öllum jafnhátt undir höfði hvað varðar staðsetningu og legu íbúðanna. Einföld uppbygging, uppdeiling í einingar, smá tilbrigöi í gluggadeilingu ásamt óvenjulegri lausn á svalahandriðum setja svip á húsin. Þau eru blessunarlega laus við að vera „ofhlaöinn arkitektúr" eða eltast við skammlíf tískuform. Það sem mesta athygli vekur er blár litur hús- anna. Við (slendingar höfum fengið orð á okk- ur fyrir að vera litaglöð í málun húsa. En oft eru það ákveðnir litir sem ráöa ríkjum á hverj- um tíma og má þá sjá af litavali húsanna á hvaða tíma þau hafa veriö máluö. En þar eins og annars staðar hafa hönnuðirnir ekki látið skammlífar tískusveiflur ráða ferðinni. Þessi blái litur gefur húsunum frískandi og nýstárlegt yfirbragð. Eins og sjá má á upp- dráttum af frumhugmyndum hönnuðanna hef- ur litavalið verið ennþá djarfara. Það er miður að sú tillaga skyldi ekki ná fram að ganga. Vel hefur tekist til meö hönnun þessara húsa. Þau eiga eftir að þjóna hlutverki sínu og lífga upp á umhverfiö. Og síðast en ekki síst: „Þau hafa eitthvað við sig.“ Ólöf Guðný Valdimarsdóttir 78 79
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.