Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Side 40

Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Side 40
í reglugerð um stofnkostnað skóla (nr. 159/1969) var kveðið á um hámark stærðar í húsakynnum skóla sem styrkir ríkissjóðs miðuðust við og var hún því í daglegu tali nefnd „viðmiðunarreglugerð". Aðalreglan um hámarkshlutdeild ríkissjóðs var 50% áætlaðs stofnkostnaðar, en væri reist stærra rými en reglugerðin leyfði gat komið til með samþykki íþróttanefndar og menntamálaráðuneytisins nokkur hlutdeild í stofnkostnaði úr íþróttasjóði. „Viðmiðunarreglugerð“ þessi var endurskoðuð 1978 þar sem m.a. var mótuð stefna um stærðir íþróttasala og samþykkt 100 m2 viðbót við leikfimirými með fullum ríkisstyrk til þess að skóli og almenningur gæti notið salar sem nefndur var fjölnýtisalur. Með þessum hætti var unnt að koma upp í fámennari byggðum sölum af stærðinni 15x 27 m (þ.e. 405 m2), en í þeim var tilvalið að iðka körfuknattleik, blak og fjölmargar aðrar íþróttagreinar sem ekki krefjast meiri vallarstærðar. I þéttbýlinu þar sem þörf er á þrískiptum sal vegna fjölda nemenda hefur reynst hagkvæmt að byggja íþróttahús með salarstærð 27 x 45, en í slíkum sal má iðka nær allar íþróttagreinar og í mörgum tilfellum tví- eða þrískipta honum. Varðandi stuðning rfkisins við smíði sundlauga má segja að stærðin 16 2/3 x 8 m sé orðin lágmarksstærð en 25x 11 m eftirsóknarverðust. I reglugerðinni er einnig heimild til að styrkja byggingu kennslulauga 12 1/2 x 6 m, en þær þykja of litlar og ekki raunhæft að byggja þær til kennslu og almenningsnota. Fulltrúum menntamálaráðuneytisins og Sambands ísl. sveitarfélaga var falið að skoða þá reynslu sem fengist hafði af starfi með fyrrgreinda „viðmiðunarreglugerð“ og leita leiða til hagkvæmari lausna varðandi hönnun og byggingu íþróttahúsa. Þó að forsendur hafi að ýmsu leyti breyst með tilkomu nýrra laga munu niðurstöður þessa vinnuhóps án efa eiga við í náinni framtíð, en þær voru lagðar fram í lok árs 1985 og voru helstu atriði þeirra þessi: Vafalaust verður rétt að ganga út frá því að sérbyggð íþróttahús verði að lágmarki með sal af stærðinni 405 m2 (15 x 27 m) og skólar sem hafa alla aldursflokka grunnskólans verða að hafa möguleika til þess að stunda keppnisgreinar við lágmarksaðstöðu. I þeim tilfellum að fámenni sé slíkt að ekki þyki ástæða til þess að byggja sérgreint húsnæði fyrir fþróttir yrði um samnýtisal að ræða en slíkt verður að teljast algjör undantekning. Þær stærðir er heppilegast sýnist að miða við eru: 15 x 27 m (202,5 m2 + 1 stækkun) 18 x 33,7 m (405,0 m2 + 1 stækkun) 20 x 40,5 m (607,5 m2 + 1 stækkun) Stefna verður að því áfram að íþróttahús við skóla nýtist einnig frjálsu félagsstarfi íbúa viðkomandi byggðar- laga, en til þess að svo megi verða er óhjákvæmilegt að heimila stærri sali en brýnustu þarfir skólanna krefjast, t.d. verður stærð þeirra að gefa möguleika til keppni í knattleikjum sem eru vinsælustu íþróttagreinarnar. Þá má á það benda í þessu sambandi að erfitt er að kenna tveimur hópum nemenda í sal sem er minni en 15 x 27 m, en slík kennsla, þ.e. bæði drengir og stúlkur samtímis, verður að teljast nauðsynleg til þess að ná samfelldri kennslu í skólum með skipta aldursflokka. Takist að takmarka byggingu íþróttahúsa við fáar staðlaðar stærðir sýnist koma til álita að Samband ísl. sveitarfélaga, t.d. í samvinnu við Húsnæðisstofnun, hafi til afnota fyrir sveitarstjómir teikningar og verklýsingar að slíkum stöðluðum húsum, en sem kunnugt er sjá sveitarstjórnir yfirleitt um framkvæmd byggingar þessara húsa og þurfa því að velja byggingaraðferð og húsagerð. Þá má benda á að verði miðað við staðlaðar stærðir íþróttahúsa má gera ráð fyrir að framleiðendur einingabyggðra húsa telji sér fært að bjóða slík hús uppsett og frágengin, en þessir aðilar hafa undanfarið framleitt og selt verksmiðjuframleidd íbúðarhús á hagstæðu verði og með því tekist að lækka fjárfestingarkostnað íbúðarhúsnæðis. Lítill vafi er á því að verulega má lækka stofnkostnað íþróttahúsa með slíkri hagræðingu í framleiðslu. Efling íþrótta og framfarir eru að verulegu leyti komnar undir góðri aðstöðu til að iðka þær. Þegarráðist er íjafnviðamikið og vandasamt verk eins og að móta íþróttastefnu og spá um framtíðina, er því óhjákvæmilegt að gera vandlega úttekt á þeirri aðsöðu sem fyrir er og bera saman milli einstakra landshluta og héraða. Mikill fjöldi iþróttamannvirkjaerýmist íbyggingueða á undirbúningsstigi og er brýnt að samvinna um þessar byggingar verði sem víðtækust, undirbúningur og hönnun vönduð og hagkvæmni gætt bæði við byggingu og rekstur. Þó að oft sé það nefnt að aðstöðu vanti til íþróttaiðkunar verður því ekki í móti mælt að miklu hefur verið áorkað í byggingu fþróttamannvirkja. Til fróðleiks verða hér nefndar nokkrar tölur um slíkt. Alls eru nú í notkun 126 íþróttahús og þar af 18 með salarstærð sem nægir til keppni í handknattleik (20 x 40 m2). Sundlaugar eru 136 í notkun og getur engin önnur þjóð státað af íþróttahúsi og sundlaug á hverja 2000 íbúa og þó heldur betur. Þegar litið er yfir aldursdreifingu íþróttasala má sjá að þróunin hefur verið býsna hröð, einkum eftir 1940. Þá voru í öllu landinu 12 íþróttahús en fimm þeirra hafa nú verið felld af skrá. Átímabilinu 1940 - 59 voru byggð 29 íþróttahús. 66 1960 - 69 13 “ 66 1970 - 79 33 “ 66 1980 - 90 44 “ Nær sömu sögu má segja um smíði sundlauga að eftir 1940 kom verulegur skriður á byggingu þeirra.Er varla ofsagt að stigin hafa verið stór skref á göngunni fram á við og um leið og mannvirkjunum hefur fjölgað hafa þau líka stækkað og er nú helmingur íþróttasala 17 x 25 m eða stærri og með góffleti 20 x 40 m og stærri eru 18. A skrá Iþróttanefndar ríkisins yfir íþróttamannvirki í notkun eru einnig íþróttavellir, skíðamannvirki, golfvellir, siglingaaðstaða, skotsvæði o.fl. eða alls um 500 íþróttamannvirki, auk íþróttahúsa og sundlauga. LITIÐ TIL FRAMTÍÐAR Mörgum er það efst í hug að móta þurfi ákveðna stefnu og ákvarða framkvæmdir fram í tímann í kjördæmunum með samvinnu milli sveitarfélaga og hugsanlega íþróttasamtaka um sameiginleg stórverkefni, sérhæfð íþróttamannvirki og íþróttamiðstöðvar í landsfjórðungunum þannig að finna megi í hverjum landsfjórðungi íþróttamannvirki sem uppfyllir alþjóðakröfur 38

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.