Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Side 64

Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Side 64
safninu, og gólfið gefur myndræn tengsl við fortíð okkar frá torfbæjunum. Aðkomu að hreinlætisaðstöðunni er komið fyrir bak við hallandi giervegg með rennandi vatni. Vatnið gefur tengsl við íslenskar fjallasytrur, samtímis sem það er tákn hreinleikans. Persónur, sem standa bak við rennandi vatnið á glerinu, birtast í óskýrri mynd líkt og persónugervingarKjarvalsílandslagsmyndunum. Göngineru hönnuð bogadregin og það gerir að verkum, að safngestir upplifa ekki sjálft safnið fyrr en að lokum, eftir göngu í gegnum lífsskeið Kjarvals. Sjálft Kjarvalssafn opinberast við enda ganganna, og aðkoman er mörkuð með stóru ofanljósi. Stór og veigamikill glerstigi leiðir gesti niður í safnið sem er eitt stórt rými, deilanlegt með lausum skilveggjum. Grunnmynd safnsins er mótuð með áhrifum frá formi li- taspjaldsins, með vægt bogadregnum veggjum. Markmið með bogadregnum veggjum er að ná fram „horisont“ leikhússins, sem gefur ímynd óendanlegs rýmis. A þennan hátt munu myndir Kjarvals standa sem sjálfstæð myndsköpun írýminu. Gólfsafnsinsertvískiptíhæð,ogerannarhlutigólfs 40 sm hærri, en það gefur betri yfirsýn yfir safnið í heild. Færanlegir skilveggir skapa möguleika á frekari skiptingu safnsins í minni einingar. LÝSING Rannsóknir á áhrifum dagsbirtu á málverk hafa sýnt fram á að litir dofna í dagsljósi. Sérfræðingar víða um heim aðhyllast því æ meir rafmagnsljós í söfnum. Lýsing í Kjarvalssafni mun því að mestu leyti verða rafmagnslýsing. Þörf á rafmagnslýsingu umfram dagsbirtu hefur því haft mikið að segja hvað varðar staðsetningu og alla byggingarlistarlega meðhöndlun Kjarvalssafns. UMFERÐ FATLAÐRA Aðkomuleið frá Kjarvalsstöðum í Alfastein verður útbúin stigalyftu fyrir hjólastóla. Tengigangur, er mótar lífsskeið Kjarvals, hefur viðunandi halla fyrir aðkomu fatlaðra. Tengigangur tengist lyftu við aðkomu í Kjar- valssafn. Lyftan er aðgengileg frá gangi, safni, ogeinnigfrá Miklatúni. MEÐHONDLUN MIKLATUNS Þak Kjarvalssafns myndar torg á miðju Miklatúni. Torgið liggur í sömu hæð og túnið. Staðsetning safnsins (torgsins) á miðju Miklatúni hefur mikið gildi hvað varðar skilgreiningu á miðbiki túnsins og mótar miðpunkt stíganna. Staðsetning torgsins hefur einnig þýðingu í samspili við miðássuppbyggingu Kjarvalsstaða, og mun því hafa sjónrænt gildi frá Kjarvalsstöðum séð. Torgið er umlukið hringlaga tjörn til nánari áherslu á þetta miðsvæði. Fjórar brýr, sem liggja við tjarnaryfirborðið, tengjast túninu. A vetuma mun gufustrók leggja frá tjöminni, og gefa ímynd heitra hvera náttúrunnar. A torginu rísa einstakir skilveggir með áföstum bekkjum. Skilveggirnir mynda skjólgóð rými, og eru ýmist meðhöndlaðir eins og höggmyndir eða eru bakgrunnur fyrir höggmyndir. Stigahús og lyftuhús tengja safnið við Miklatún. Frá torginu rís einnig „fjall“, sem abstraksjón á mörgum myndefnum Kjarvals. Markmið torgsins er að skapa meira notagildi fyrir Miklatún, með fjölbreyttari meðhöndlun. Torgið er nýr staður á Miklatúni sem gefur nýja og forvitnilega nýtingarmöguleika. Garðsvæðinu í kringum torgið verður hagrætt í samræmi við aukið gildi miðsvæðisins. Hringlaga mótun með runnum mun styrkja mótun miðbiksins, og komið verður fyrir höggmyndum í tengslum við þetta svæði. Núverandi leikvöllur er ófullgerður og nýtist illa. Leiksvæðið verður flutt nær Kjarvalsstöðum og Kjarvalssafni (torginu), og einnig stækkað. Leiksvæðið verður umlukið runnum til skjóls. Lýsingu verður komið fyrir á túni og torgi, og mun henni beint til að undirstrika einstaka þætti torgsins. Fjallið mun hljóta dularfulla birtu í skammdeginu, og gufustrókur tjamarinnar að vetri til mun sveipa fjallið álfablæ í hulduheimum. ■ GUÐMUNDUR JÓNSSON KJARVALSSAFN HEFUR VERIÐ KYNNT EFTIFARANDI AÐILUM: -Borgarskipulagi - Borgarverkfræðingi -Borgarstjóra - Brunamálastofnun -Eldvarnareftirliti -Cíarðyrkjustjóra -Landslagsarkitekt Miklatúns -Arkitekt Kjarvalsstaða -,,Meirihluta“ í borgarstjórn (að beiðni).-„Minnihluta“ í borgarstjórn (að beiðni). Líkan af lóð. 62

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.