Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Side 62
á teikniborðinu
KJARVALSSAFN
S
LÝSING ARKITEKTS
Bygginganefnd vegna hönnunar nýs Kjarvalssafns bað
undirritaðan að hanna Kjarvalssafn. A þessu stigi voru uppi
óljósar hugmyndir um mögulega staðsetningu safnsins í
norðvesturhomi Miklatúns, við hom Rauðarárstígs og
Flókagötu. Undirritaður hóf verkið með athugunum á
staðsetningarmöguleikum. Viðnánari athugun kom íljós,að
staðsetning nýs safns við norðvesturhomið skapaði tvíræða
aðkomu að söfnunum. Landhalli frá Kjarvalsstöðum gafekki
möguleika á samræmingu beggja safnanna. Að lokum er
staðsetning Kjarvalsstaða stýrandi afl við miðju túnsins, og
sterkur og sjálfstæður arkitektúr byggingarinnar er vand-
meðfarinn.
STAÐSETNING
Þættir sem hafa verið veigamestir við staðsetningu
Kjarvalssafns em:
1. Skilmerkileg og sameiginleg aðkoma að bæði
Kjarvalsstöðum og nýju Kjarvalssafni.
2. Leit að útgangspunkti sem virðir núverandi safn,
Kjarvalsstaði.
3. Skilmerkileg afstaða til eiginleika Miklatúns.
4. Leit að möguleikum til að gefa Miklatúni aukið líf og
fjölbreyttara notagildi.
5. Hugmyndafræðileg athugun á viðfangsefninu, safn
yfir verk Kjarvals.
Samtvinningur fyrrgreindra aðalatriða leiddi að lokum til
þróunar safnsins í þá mynd sem fram kemur á forteikningum
dags. 15.04.89.
Meginhugmyndin við þessa byggingu hvílir á því að
inngang-ur í Kjarvalssafn verði frá vesturálmu anddyris
Kjarvalsstaða. Markmiðið er að gera skilmerkilega aðkomu
að Kjarvalssafni. Sameiginleg aðkoma styrkirbæði söfnin, og
skapar öflugri stofnun með fleiri möguleika á fjölbrey tni í vali
sýninga. Einnig eykst gildi Kjarvalsstaða sem stofnunar og
möguleikar safnsins á að fá stórar sýningar erlendis frá
styrkjast.
HUGMYNDAÞRÓUN
Við hugmyndafræðilega þróun Kjarvalssafns, hefur
undirritaður leitast við að hafa Kjarval sjálfan að leiðarljósi.
Reynt er að túlka viðfangsefni listamannsins í hinum ýmsu
þáttum safnsins. Það sem mest einkenndi stíl Kjarvals var
Líkan.
Torg.
60
hinn sérstaki hæfileiki hans til að ná fram í senn bæði flötum
og rýmum. Fletimir eru samsettir af mörgum lögum.
Lagskiptingin er svo vel gerð að listamanninum tókst að tjá
með þessum lögum bæði áferð landslags, liti í flötum, ásamt
rými íslenskrar náttúru. Samtímis var landslaginu stundum
gefinn blær af dulúð og dularfullum krafti. Gjaman var
komiðfyrir persónugervingum ílagskiptingunni,ogálfarog
huldufólk settu sinn svip á margar myndir.
Kjarval var einnig litríkur og sérstæður persónuleiki
sem margar skemmtilegar sögur eru til um. Eftir hann finnast
ýmsirpersónulegirmunirsem segjahversínasögu. Listi yfir
þessamunispannaralltfráharðfiskroði og amerískrijólaköku
að málverkatrönum hans og pallettum.
SAFNIÐ
Áhrif frá fyrrgreindum atriðum málaralistar Kjarvals
hafa skapað aðferðarfræði safnsins. Inngangur í Kjarvalssafn
er „Álfasteinn“ sem tengdur er við suðurenda Kjarvalsstaða.
Farið er inn í Álfasteininn og niður í göng sem liggja undir
Miklatúni. Göngin leiða að Kjarvalssafni sem liggur undir
miðbiki túnsins. Göngin tákna lífsleið Kjarvals og innihalda
ýmsa persónulega muni hans. Göngin eru kynning á
persónunni Kjarval, áður en komið er að lífsverki hans,
myndunum. Munimir í göngunum verða sviðsettir á
táknrænan hátt, til þess að styrkja hugmyndafræði safnsins.
Hér á eftir verða nefndar nokkrar „sviðsetningar“ úr
göngunum:
1. Hattar Kjarvals vom eitt af kennimerkjum hans. Þeim
verður komið fyrir í mismunandi hæðum. Sá fyrsti verður
staðsettur í hans réttu hæð á tvítugs aldri, síðan lækka þeirkoll
af kolli samkvæmt aldurhnignun, þar til að sjálfu safninu
kemur.
2. Trönunum og pallettunum verður komið fyrir.
3. Grjótþúst úr Þingvallasveit verður komið fyrir á gólfi
ganganna. ÞingvellirvorukærkomiðviðfangsefniKjarvals. I
grjótinu verður komið fyrir videoskjá (sem einum af hnullung-
unum), þar sem sýndar verða upptökur af Kjarval við verk sín.
4. Mynd af Kjarval í fullri stærð verður komið fyrir á bak við
skerm með lagskiptingu af „stálnetum".
Þannig skapast óljós og nánast dularfull mynd af listamann-
inum. Markmiðið er að skapa óskilgreinda nærveru Kjarvals
í safninu á sama hátt og persónugervingar voru faldir í
myndunum.
5. Harðfiskinum verður komið fyrir á trönum yfir glerplötu
sem táknar vatn.
6. Fötum hans verður einnig komið fyrir í göngunum.
7. Bókahilla úr gleri tengir göngin við sérstakt rými fyrir
lestraraðstöðu.
8. Sviðsetning fleiri muna.
Göngin hafa hallandi gólf frá Álfasteini að safninu. Annar
veggurinn hallast einnig útávið. Gólfið er aðskilið frá
veggjum og er gert úr upphækkuðum tréhlemmum. Þessi
atriði eru gerð til þess að fjarlægjast ímynd hefðbundins
kjallaragangs. Hallandi gólf og veggir leiða safngesti að
Neðri hluti: grunnmynd, efri: sneiðing.
61