Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Síða 61
verkum í alverktöku og skulu hér nefnd 4 þeirra, sem hafa
öll verið unnin á síðustu þremur árum:
1) Bamaskóli í Artúnsholti í Reykjavík.
2) Tæknigarður, skrifstofuhús við Háskóla Islands.
3) Verksmiðja og skrifstofur Málningarverksmiðjunnar
Hörpu í Reykjavík.
4) Þjónustuhús (skrifstofur, mötuneyti, rannsóknarstofur,
íbúðir) fyrir Islenska jámblendifélagið á Grundartanga.
Samningar um ofangreind verk náðu til allra verk-
þátta frá jarðvinnu til Iokafrágangs og innifólu hönnun og
stjómun. Upphæð hvers samnings var á bilinu 80-160
millj. kr. miðað við verðlag í feb. 1990, en framkvæmda-
tími var á bilinu 6-12 mánuðir. Tvö verkanna vom unnin
að undangengnu lokuðu útboði en tvö samkvæmt beinum
samningum.
Það er mat höfundar að vel hafi cekist til við öll þessi
verk, áætlanir stóðust og samvinna milli verkkaupa og verk-
taka var góð. Ekki er rúm til þess í stuttri grein að fjalla
frekar um einstök verk. Þess í stað verður reynt að draga
saman fáein reynsluatriði.
IV. NOKKUR REYNSLUAÐRIÐI
a) Hvenær hentar alverktaka.
Alverktaka hentar vel við byggingu algengra mannvirkja,
sbr. þau fjögur hús sem nefnd eru hér að framan. Hins
vegar hentar hún síður fyrir óvenjuleg verk eins og til
dæmis Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
b) Utboð eða beinir samningar.
Alverktaka nýtur sín best þegar verkkaupi velur verktaka og
semur beint við hann. Undirbúning og hönnunarlausnir er
þá unnt að vinna í nánu samráði aðila. Verkkaupi, sem
ætlar að byggja, ákveður fjárhagsramma og síðan er það
sameiginlegt verkefni verktaka og verkkaupa að finna
lausnir sem falla inn í þennan ramma. Þegar þann-ig er
unnið að málum, er það nauðsynleg forsenda að verkkaupi
hafi fulltrúa við samningagerðina með víðtæka reynslu og
þekkingu.
Opinber aðili hefur af pólitískum ástæðum
takmarkað svigrúm til beinna samninga. Ef slíkur aðili kýs
eigi að síður að nota alverktöku, þarf hann að láta gera
vandaða forsögn um verkið og bjóða síðan út í lokuðu
útboði. Fjölda bjóðenda þarf þá helst að takmarka t.d. við 2
til 5 og greiða ákveðna upphæð fyrir hvert vel unnið boð.
Hafa verður í huga að vel unnið boð krefst mikils vinnu-
framlags, er samsvarar ef til vill 25% af áætluðum
heildarkostnaði við fullnaðarhönnun.
Dæmi eru um opin alútboð þar sem ekki er greitt
fyrir tilboðin. Slík aðferð kann fljótt á litið að sýnast freist-
andi fyrir verkkaupa. Hann telur kannski að þannig geti
hann orðið sér úti um ókeypis hönnunartillögu, án þess að
gera verktökum mishátt undir höfði. Þegar svona er staðið
að verki, er þó hætt við að ekki náist fullnægjandi árangur.
nema við mjög algeng stöðluð verkefni, sem unnt er bjóða
í án mikils vinnuframlags bjóðenda.
c. Staða hönnuða.
Sú gagnrýni heyrist að með alverktöku færist áher-
slur yfir á hagnýtisjónarmið og skammtímagildi, en listræn
sjónarmið og ending lúti í lægra haldi.
Hér er þess að gæta, að verkkaupi sem hyggst ráðast
í dýra byggingarframkvæmd þarf að skilgreina tilgang og
markmið áður en lengra er haldið. Verður ekki séð, að
samningsformið sem slíkt eigi að hafa áhrif á þá skilgrein-
ingu. Verkkaupi með heilbrigðan metnað gerir kröfur um
endingu og útlit ekki síður en önnur gildi, óháð samn-
ingsformi.
c) Staða hönnuðar breytist með alverktöku þannig
að hönnuðurinn er nú ráðinn af alverktakanum, en ekki
verkkaupanum. Þessu fylgir viss hætta á sambandsleysi
milli verkkaupa og hönnuðar. Hér þarf sérstaklega að
beina athygli að stöðu arkitektsins, en það er mjög þýð-
ingarmikið að trúnaður ríki milli arkitekts og verkkaupa.
Þetta verða þeir aðilar, sem leggja stund á alverktöku, að
gera sér ljóst. Auðveldara er að ná slíku trúnaðarsambandi
í beinum samningum heldur en við útboð. Það er reynsla
undirritaðs að þeim tíma er vel varið, sem fer í að gera
frumtillögur og forhönnun, ásamt gildismati og kostnaðar-
greiningu. Meðan á þeirri vinnu stendur, gefst tækifæri til
þess að leita bestu lausna og einmitt á þessu stigi er mikils
um vert að góð samvinna takist milli aðila. Eg hef heyrt
alverktaka hrósa sér af því að hafa „hespað“ samningagerð
af á örfáum dögum. Flýtisverk af því tagi getur auðvitað
borið vitni um dugnað og harðfylgi samningamannanna, en
óvönduðum vinnubrögðum getur einnig verið um að kenna.
d) Alverktaka og önnur samningsform.
Þegar nýjar aðferðir eru teknar í notkun þarf eðlilega
nokkum tíma til þess að ná áttum og leysa úr
byrjunar örðugleikum af ýmsu tagi. Alverktaka er aðferð
sem ætla má að verði notuð í framtíðinni með góðum ár-
angri við hlið annarra samningsforma. Engan veginn má
þó líta á hana sem einhverja allsherjar- eða patent-lausn,
það kynni varla góðri lukku að stýra.
V. LEIÐBEININGAR EÐA REGLUR UM ÚTBOÐ
I Islenskum staðli, ÍST 30, Almennum skilmálum
um verkframkvæmdir, sem kom út í 3. útgáfu á árinu 1988,
er að finna orðaskýringar á helstu hugtökum um
alverktöku. Að því undanskildu er lítið fjallað um
alverktöku í staðlinum.
Til hagræðis fyrir þá sem sinna byggingar-
framkvæmdum væri æskilegt að eiga á íslensku
leiðbeiningar um þessa tilhögun framkvæmda.
Erlendis hafa verið gefnar út slíkar leiðbeiningar,
sem unnt er að styðjast við. Hér skal bent á danskan
bækling „Totalentreprise“ (I) sem var gefinn út 1984 sam-
eiginlega af 4 aðilum byggingariðnaðarins. Einnig skal
bent á bók með sama heiti, gefna út 1981 eftir Erik Hörlyck
(II), með tillögu um almenna skilmála um alverktöku, auk
ítarlegrar umfjöllunar um þetta samningsform.
■
JÓNAS FRÍMANNSSON.
Tilvifnanir:
(I) Totalentreprise 1984. Retningslinier for udbud m.v.
ved anvendeise af totalentrepriseformen ved bygge-
og aniœgsarbejder,
juli 1984. Entreprenörforeningen
Foreningen af rádgivende Ingeniörer
Hándvœrksrádet
Praktiserende Arkitekters Rád/DAL
(II) Erik Hörlyck: Totalentreprise ISBN 87-574-3280-5.
Juristforbundets forlag 1981.
59