Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Side 73

Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Side 73
Skortur á innlendum byggingar- efnum hefir hrjáð íslenskf þjóðfélag frá upphafi byggðar. Nytjaskógar hafa hér aldrei vaxið og leir vart finnanlegur, enda aldrei möguleiki að brenna hér tígulstein. Byggingarefnin voru því torf og grjót og innflutt timbur allt fram á tíma steinhúsanna, og eigin- lega fram á öld stein- steypunnar, sem enn lifa fimm ár af, að verði 100 ára í landinu. Byggingarsagan er jafnframt saga þjóðfélagslegra vakninga og fylgir all- náið framvindunni í at- vinnumálunum. Stein- steypan kom inn í íslenskt þjóðfélag á miklum viðreisnartímum, og eng- an þarf því að undra að henni var fagnað sem varanlegu byggingar- efni. Allsráðandi varð steinsteypan á byQgingarmarkaði hér strax eftir strið, og svo ríkjandi að stœrstur hluti af Þjóðarauði okkar er nú (varanlega) inn- steyptur í þetta efni. Hvert sem litið er blasir við steinsteyptur arki- tektúr, enda er arkitektúr frekari til umhverfisáhrifa en önnurstarfsemi. Þróun steypunnar hefir hinsvegar verið nokkuð hœg, og því er heildar- svipur hins byggða umhverfis nokkru grárri en ceskilegt vœri. Notkun efnisins hefir í raun þróast hœgt síðan á dögum Guðjóns Samúels- sonar. Guðjón reisti byggingarlistinni ekki ein- göngu minnisvarða í formi með svo mörgum frá- _ bœrum byggingum. Áhrif hans á efnisnotkun og efnisþróun voru afgerandi. Ýmsir nýir minnisvarðar eru nú smám saman að rísa upp úr umhverfinu og ber að fagna því. Gyðjan er hins- vegar meira tignuð í þeim í formi en efni. Ritstjóri hefir óskað eftir því að ég fjalli hér nokkuð um möguleika á notkun vikurs sem byggingarefnis, en um það efni fást nú ýmis gögn hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins, og því er með þessum pistli aðeins brugðið upp nokkrum myndum til glöggvunar. VIKURSTEYPA Árið 1951 byggði sá sem hér heldur á penna sér einbýlishús, sem steypt var í hólf og gólf úr vikursteypu. Þetta var nýjung byggð á rannsóknum við Atvinnu- deild Háskólans, en formið fengið frá banda- rlska steypusambandinu (ACI). Þetta var steypa, sem nokkurnveginn flaut á vatni, rúmþ. 1,0, þrýsti- þol ca. 10 MPa og varmaleiðni ca. 0,2Wm°C. Arkitekt var Aðalsteinn Richter. Þótt steypa sú sem í húsið var notuð og raunar húsið sjálft hafi reynst með ágœtum komst aðferðin ekki upp á háborðið í byggingariðnaðinum. Annarsvegar var það vegna þess ókosts sem fylgir vikrinum, að hann er mjög rakadrœgur. Hins- vegar blasti hrun vikursteinaiðnaðarins við, og vikurvarðí raun fordcemdur af iðnaðinum. GJALLSTEYPA Um svipað leyti var nokkuð gert að því að byggja úr gjallsteypu. M.a. var þá byggð íbúðarblokk Steypan er ljós á lit og mynstrast auðveldlega. 71

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.