AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Page 19

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Page 19
MÓT TVEGGJA TÍMA í KAFFIHÚSAMENNINGU í LOK ALDAR Sagan endurtekur sig. Eins og við síðustu aldahvörfstöndumviðá nýviðþröskuldþarsem tveirmenningarheimarmcetast. Ummiðjaöldina hafði þróast hér skandinavískt borgarlíf þar sem furuklceðningar og skarsúðar still réðu ríkjum, eins og berlega sést í niðurbásuðum kaffistofum á borð við Tíu dropa við Laugaveg og íKökuhús- inu við Austurvöll. Einn af áhrifamestu mótendum þessa stíls var Sveinn Kjarval innanhússarkitekt, sem hannaði Naustið, Tröð, Mokkakaffi og íþökuloft. Stilein- kenni þessarar hönnunar var notkun grófra náttúruefna, striga, kálfskinns, Drápuhlíðargrjóts og jarðlita. Nú er hins vegar tekin að þróast ný kaffihúsa- menning í miðbce Reykjavíkur. Hún hefur á sér blce heimsborga á borð við París og Mílanó. Einkenni eru stór, opin rými sem opnast um glcesilega glugga úttil götu- og gangstéttalífsins fyrir utan. Við búum svo vel að eiga slík rými í miðbcenum frá tímabili Nýklassfkur fyrr á öldinni. Margt úr Nýklassíkinni, eins og t.d. kasettuloftið í Sólon íslandus, myndarskemmtilega andstceðu við kaldan bístróstílinn. Hér eru gangstéttar- kaffiborð komin inn í vítt rýmið, með hringlaga marmaraplötur og undirstell úrsvörtum potti. Lita- og efnisnotkunin undirstrikar hið kalda framandi andrúmsloft, sem nauðsynlegt er að hafa íheitum löndum. Og innan þessara sviðsmynda skandinavískra og mið-evrópskra kaffihúsa eru síðan mismun- andi lífsform og lífsstíll tekin að þróast. Á þennan hátt er Reykjavík skref fyrir skref að fá á sig alþjóðlegan og evrópskan blce. Fyrsta stóra skrefið var matsöluhúsabyltingin sem hófst um 1980 (Torfan, Lcekjarbrekka, Hornið, Piza). Ncesta skref þar á eftir var bjórkráarvceðingin, sem hófst 1989 (Ölkjallarinn, Fógetinn, Gaukurá Stöng). Kaffihúsabyltingin hófsthinsvegaraðeins fyrir nokkrum árum og er nú fjöldi kaffistofa kominn í miðbceinn. Frá fyrri tíð hafa alltaf verið til nokkrar kaffistofur í miðbcenum t.d. Mokka, Hressó og Prikið. Um 1990 tekur að myndast borgarlífskjarni á mótum Klapparstígs og Laugavegar. Allir þeir staðir hafa íburðarlítið yfirbragð og eru sóttir af afmörk- uðum félagshópum,t.d. Bíóbarinn, Café List, N1 bar, 22, Á ncestu grösum, Te- og kaffihúsið og Pasta-basta. Stór breyting í átt til mið-evrópskrar kaffihúsa- menningar verður með opnun Sólon íslandus haustið 1992. Seinna bcetast við Café Paris, Ráðhúskaffi og nýendurgerð Hótel Borg. 17

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.